Segir mestu skipta að enginn peningur fór úr bankanum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2015 15:00 Bjarki Diego mætir í héraðsdóm í morgun. Vísir/Ernir Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, segist aldrei hafa tekið ákvörðun um að veita eignarhaldsfélögunum Holt og Desulo lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. Hann er ákærður í markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings. Bjarka er gefin að sök hlutdeild í umboðssvikum vegna lánanna til Holt og Desulo en hann á að hafa farið út fyrir heimildir sínar og stefnt fjármunum bankans í verulega hættu. Bjarki hafnar þessu og segir mestu máli skipta að fjármunir fóru aldrei út úr bankanum. Þeir hafi einfaldlega verið færðir á milli kerfa innan bankans. Ekki lánveiting Spurður út í lánveitinguna til Holt og tölvupóst sem hann sendi til starfsmanns fjárstýringar vegna lánsins sagði Bjarki: „Þetta er ekki lánveiting. Ég er þarna að staðfesta að það megi færa fjármuni inn í Infinity-kerfi bankans. Það fara engir peningar að fara út úr bankanum.” Saksóknari spurði þá hvenær hann vissi bankinn ætlaði að lána fyrir hlutabréfakaupunum. „Skuldbindingin verður til þegar viðskiptin eiga sér stað þann 8. febrúar og uppgjörið á að fara fram 15. febrúar. Daginn áður hittumst við lánanefnd samstæðunnar á fundi og samþykkjum að senda lánið til lánanefndar stjórnar til samþykkis,” sagði Bjarki. Peningur ekki greiddur út Hann áréttaði það svo að peningur hafi ekki verið greiddur út úr bankanum og það hafi í raun ekki verið búið að taka ákvörðun um lánveitingu. Saksóknari reyndi þá að fá fram hvernig hann vissi að bankinn ætlaði að lána fyrir hlutabréfakaupunum. Bjarki sagðist ekki vita það en sagði óumdeilt í málinu að Skúla Þorvaldssyni, eiganda Holt, hefði verið boðin fjármögnun vegna kaupanna. „Það er kannski deilt um það hver nákvæmlega gaf þetta vilyrði um fjármögnunina en það er óumdeilt að það var búið að tala við Skúla um að hann ætti að fá þessa fjármögnun,” sagði Bjarki. Saksóknari sagði þá að enginn kannaðist við að hafa tekið ákvörðun um að veita lánið. „Ég get ekki svarað um það en ég tók þá ákvörðun ekki,” svaraði Bjarki. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hleruð upptaka: „Hreiðar býst við að fara í jailið“ Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmálinu. 6. maí 2015 12:32 Markaðsmisnotkunarmálið: Óvenjulegar en ekki ólöglegar lánveitingar Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum saksóknara í morgun. 6. maí 2015 10:57 Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, segist aldrei hafa tekið ákvörðun um að veita eignarhaldsfélögunum Holt og Desulo lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. Hann er ákærður í markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings. Bjarka er gefin að sök hlutdeild í umboðssvikum vegna lánanna til Holt og Desulo en hann á að hafa farið út fyrir heimildir sínar og stefnt fjármunum bankans í verulega hættu. Bjarki hafnar þessu og segir mestu máli skipta að fjármunir fóru aldrei út úr bankanum. Þeir hafi einfaldlega verið færðir á milli kerfa innan bankans. Ekki lánveiting Spurður út í lánveitinguna til Holt og tölvupóst sem hann sendi til starfsmanns fjárstýringar vegna lánsins sagði Bjarki: „Þetta er ekki lánveiting. Ég er þarna að staðfesta að það megi færa fjármuni inn í Infinity-kerfi bankans. Það fara engir peningar að fara út úr bankanum.” Saksóknari spurði þá hvenær hann vissi bankinn ætlaði að lána fyrir hlutabréfakaupunum. „Skuldbindingin verður til þegar viðskiptin eiga sér stað þann 8. febrúar og uppgjörið á að fara fram 15. febrúar. Daginn áður hittumst við lánanefnd samstæðunnar á fundi og samþykkjum að senda lánið til lánanefndar stjórnar til samþykkis,” sagði Bjarki. Peningur ekki greiddur út Hann áréttaði það svo að peningur hafi ekki verið greiddur út úr bankanum og það hafi í raun ekki verið búið að taka ákvörðun um lánveitingu. Saksóknari reyndi þá að fá fram hvernig hann vissi að bankinn ætlaði að lána fyrir hlutabréfakaupunum. Bjarki sagðist ekki vita það en sagði óumdeilt í málinu að Skúla Þorvaldssyni, eiganda Holt, hefði verið boðin fjármögnun vegna kaupanna. „Það er kannski deilt um það hver nákvæmlega gaf þetta vilyrði um fjármögnunina en það er óumdeilt að það var búið að tala við Skúla um að hann ætti að fá þessa fjármögnun,” sagði Bjarki. Saksóknari sagði þá að enginn kannaðist við að hafa tekið ákvörðun um að veita lánið. „Ég get ekki svarað um það en ég tók þá ákvörðun ekki,” svaraði Bjarki.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hleruð upptaka: „Hreiðar býst við að fara í jailið“ Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmálinu. 6. maí 2015 12:32 Markaðsmisnotkunarmálið: Óvenjulegar en ekki ólöglegar lánveitingar Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum saksóknara í morgun. 6. maí 2015 10:57 Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Hleruð upptaka: „Hreiðar býst við að fara í jailið“ Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmálinu. 6. maí 2015 12:32
Markaðsmisnotkunarmálið: Óvenjulegar en ekki ólöglegar lánveitingar Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum saksóknara í morgun. 6. maí 2015 10:57