Enski boltinn

Mourinho reyndi að fá Gerrard til Inter, Real og Chelsea

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að hann hafi reynt að fá Steven Gerrard, miðjumann Liverpool, til Chelsea, Inter Milan og Real Madrid. Gerrard neitaði þó alltaf.

„Steven Gerrard er einn af mínum uppáhalds óvinum - óvinur sem ég get lýst með öllu góðu orðunum í fótboltanum," sagði Mourinho við fjölmiðla á blaðamannafundi.

„Á Englandi er hann minn ljúfasti óvinur. Hann er sá sem hefur gert mig að betri þjálfara og að stoppa hann eða að reyna stoppa hann hefur verið mjög, mjög erfitt."

Chelsea og Liverpool mætast klukkan 15:00 á morgun, en leikurinn er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2/HD.

„Ég reyndi að fá hann til Chelsea, ég reyndi að fá hann til Inter, ég reyndi að fá hann til Real Madrid, en hann var alltaf minn óvinur," sagði Mourinho sem bætti við að lokum:

„Ég vill heiðra hann og ég vona að Stamford Bridge sé með sömu hugsun og ég. Við þurfum fólk eins og Gerrard sem okkar andstæðinga," sagði þessi geðþekki þjálfari að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×