McIlroy og Spieth fara vel af stað á heimsmótinu 30. apríl 2015 11:15 Rory McIlroy fór létt með Jason Dufner í fyrstu umferð. vísir/Getty Heimsmótið í holukeppni, Cadillac World Golf Championship, hófst á TPC Harding Park vellinum í Kaliforníu í dag en 64 bestu kylfingar heims eru meðal þátttakenda í þessu stærsta holukeppnismóti ársins í golfheiminum. Leikið er með nýju fyrirkomulagi í ár þar sem ekki er um að ræða útsláttarkeppni frá byrjun heldur 16 fjögurra manna riðlar þar sem sigurvegarinn í hverjum riðli kemst í 16 manna úrslit sem hefjast á laugardaginn. Í fyrstu umferð voru nokkur óvænt úrslit en þar ber helst að nefna Henrik Stenson sem er í þriðja sæti á heimslistanum í golfi sem tapaði fyrir John Senden frá Ástralíu. Stenson tapaði í bráðabana á 19. holu en hann er yfirleitt mjög öflugur í holukeppni. Þá tapaði Jason Day, sem er í sjöunda sæti á heimslistanum, fyrir Charley Hoffman 4/3 og ítalski kylfingurinn Francesco Molinari lagði fyrrum Masters meistarann Adam Scott að velli 5/4. Augu flestra verða eflaust á Jordan Spieth og Rory McIlroy um helgina en þeir fóru létt með sína leiki í fyrstu umferð á móti Mikko Ilonen og Jason Dufner. Tilþrif dagsins átti þó Bandaríkjamaðurinn Ben Martin en hann var jafn Matt Kuchar eftir 16 holur. Hann gerði sér þó lítið fyrir og fór holu í höggi á hinni löngu 17. holu sem dugði honum til sigurs en Kuchar gat ekki annað en brosað og óskað mótspilara sínum til hamingju með hreint út sagt frábært högg.Heimsmótið í holukeppni verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina og hefst útsending á morgun klukkan 20:00. Golf Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Heimsmótið í holukeppni, Cadillac World Golf Championship, hófst á TPC Harding Park vellinum í Kaliforníu í dag en 64 bestu kylfingar heims eru meðal þátttakenda í þessu stærsta holukeppnismóti ársins í golfheiminum. Leikið er með nýju fyrirkomulagi í ár þar sem ekki er um að ræða útsláttarkeppni frá byrjun heldur 16 fjögurra manna riðlar þar sem sigurvegarinn í hverjum riðli kemst í 16 manna úrslit sem hefjast á laugardaginn. Í fyrstu umferð voru nokkur óvænt úrslit en þar ber helst að nefna Henrik Stenson sem er í þriðja sæti á heimslistanum í golfi sem tapaði fyrir John Senden frá Ástralíu. Stenson tapaði í bráðabana á 19. holu en hann er yfirleitt mjög öflugur í holukeppni. Þá tapaði Jason Day, sem er í sjöunda sæti á heimslistanum, fyrir Charley Hoffman 4/3 og ítalski kylfingurinn Francesco Molinari lagði fyrrum Masters meistarann Adam Scott að velli 5/4. Augu flestra verða eflaust á Jordan Spieth og Rory McIlroy um helgina en þeir fóru létt með sína leiki í fyrstu umferð á móti Mikko Ilonen og Jason Dufner. Tilþrif dagsins átti þó Bandaríkjamaðurinn Ben Martin en hann var jafn Matt Kuchar eftir 16 holur. Hann gerði sér þó lítið fyrir og fór holu í höggi á hinni löngu 17. holu sem dugði honum til sigurs en Kuchar gat ekki annað en brosað og óskað mótspilara sínum til hamingju með hreint út sagt frábært högg.Heimsmótið í holukeppni verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina og hefst útsending á morgun klukkan 20:00.
Golf Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira