Toronto á útleið í úrslitakeppninni | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2015 07:15 Paul Pierce og félagar eru í góðum málum í úrslitakeppninni. Vísir/Getty Toronto er í slæmum málum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir annað tap á heimavelli fyrir Washington. Washington vann sannfærandi sigur í Kanada í nótt, 117-106, og komst þar með í 2-0 forystu í einvíginu. Liðið á þar að auki næstu tvo leiki á heimavelli og getur því klárað einvígið þar. Þetta eru liðin sem enduðu í 4. og 5. sæti austurdeildarinnar en Washigton er eina liðið sem hefur unnið útileik í úrslitakeppninni til þessa. John Wall skoraði 26 stig og gaf sautján stoðsendingar þar að auki. Bradle Beal var þó stigahæstur með 28 stig. DeMar DeRozen og Lou Williams voru með 20 stig hvor fyrir Toronto sem hefur aðeins unnið eina rimmu í úrslitakeppni í síðustu sex skipti sem liðið hefur komist þangað. Cleveland er komið í 2-0 forystu gegn Boston eftir sigur á heimavelli í nótt, 99-91. LeBron James skoraði 30 stig fyrir Cleveland, þar af fimmtán í fjórða leikhluta er heimamenn náðu loks að hrista lið Boston af sér. Kyrie Irving kom næstur með 26 stig. James og Irving skoruðu öll stig Cleveland í fjórða leikhluta og síðustu 28 stig sinna manna í leiknum. Hjá Boston var Isaiah Thomas stigahæstur með 22 stig en gestirnir héldu sér lengi vel inni í leiknum, ekki síst með góðu framlagi frá bekknum en varamenn Boston skoruðu alls 51 stig í nótt. Houston vann Dallas, 111-99, þar sem þeir James Harden og Dwight Howard fóru mikinn í liði heimamanna sem hafa nú 2-0 forystu í rimmunni. Mestu munaði um 11-0 sprett Houston í fjórða leikhluta þar sem Howard skoraði til að mynda þrjár „alley-oop“ körfur, allar eftir sendingar Josh Smith. Howard var með 28 stig í leiknum en Harden kom næstur með 24 stig. Monta Ellis skoraði 24 stig fyrir Dallas en stóru mennirnir þeirra, Dirk Nowitzky og Tyson Chandler, töpuðu baráttunni gegn Howard og félögum og voru samanlagt með aðeins 21 stig.Úrslit næturinnar: Cleveland - Boston 99-91 (2-0) Toronto - Washington 106-117 (0-2) Houston - Dallas 111-99 (2-0) NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira
Toronto er í slæmum málum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir annað tap á heimavelli fyrir Washington. Washington vann sannfærandi sigur í Kanada í nótt, 117-106, og komst þar með í 2-0 forystu í einvíginu. Liðið á þar að auki næstu tvo leiki á heimavelli og getur því klárað einvígið þar. Þetta eru liðin sem enduðu í 4. og 5. sæti austurdeildarinnar en Washigton er eina liðið sem hefur unnið útileik í úrslitakeppninni til þessa. John Wall skoraði 26 stig og gaf sautján stoðsendingar þar að auki. Bradle Beal var þó stigahæstur með 28 stig. DeMar DeRozen og Lou Williams voru með 20 stig hvor fyrir Toronto sem hefur aðeins unnið eina rimmu í úrslitakeppni í síðustu sex skipti sem liðið hefur komist þangað. Cleveland er komið í 2-0 forystu gegn Boston eftir sigur á heimavelli í nótt, 99-91. LeBron James skoraði 30 stig fyrir Cleveland, þar af fimmtán í fjórða leikhluta er heimamenn náðu loks að hrista lið Boston af sér. Kyrie Irving kom næstur með 26 stig. James og Irving skoruðu öll stig Cleveland í fjórða leikhluta og síðustu 28 stig sinna manna í leiknum. Hjá Boston var Isaiah Thomas stigahæstur með 22 stig en gestirnir héldu sér lengi vel inni í leiknum, ekki síst með góðu framlagi frá bekknum en varamenn Boston skoruðu alls 51 stig í nótt. Houston vann Dallas, 111-99, þar sem þeir James Harden og Dwight Howard fóru mikinn í liði heimamanna sem hafa nú 2-0 forystu í rimmunni. Mestu munaði um 11-0 sprett Houston í fjórða leikhluta þar sem Howard skoraði til að mynda þrjár „alley-oop“ körfur, allar eftir sendingar Josh Smith. Howard var með 28 stig í leiknum en Harden kom næstur með 24 stig. Monta Ellis skoraði 24 stig fyrir Dallas en stóru mennirnir þeirra, Dirk Nowitzky og Tyson Chandler, töpuðu baráttunni gegn Howard og félögum og voru samanlagt með aðeins 21 stig.Úrslit næturinnar: Cleveland - Boston 99-91 (2-0) Toronto - Washington 106-117 (0-2) Houston - Dallas 111-99 (2-0)
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira