Innlent

Varaþingmaður Framsóknar: "Víða væri þetta kallað spilling“

Sveinn Arnarsson skrifar
Framsóknarmennirnir Páll Jóhann Pálsson og Hjálmar Bogi Hafliðason.
Framsóknarmennirnir Páll Jóhann Pálsson og Hjálmar Bogi Hafliðason. Vísir/Vilhelm/Alþingi

Hjálmar Bogi Hafliðason, varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, segir Pál Jóhann Pálsson, þingmann Framsóknarflokksins, vanhæfan til að fjalla um úthlutun makrílkvóta.

Útgerðarfélagið Marver ehf., sem gerir út bátinn Daðey GK og er í eigu eiginkonu Páls Jóhanns verður úthlutað makrílkvóta að verðmæti 50 milljónir króna nái nýtt frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra fram að ganga.

„Að sjálfsögðu er maðurinn vanhæfur,“ segir Hjálmar Bogi í samtali við Vísi. „Menn verða að sjá sóma sinn í að víkja sæti, ætli menn sér að byggja upp traust og skapa tiltrú á störfum Alþingis og öðrum stofnunum ríkisins. Víða væri þetta kallað spilling.“

Páll Jóhann hefur áður sagst ekki telja sig vanhæfan til að vinna að frumvarpinu þó eiginkona hans verði eigandi makrílkvóta verði frumvarpið af lögum. „Nei, ég tel mig ekki vanhæfan. Ég tel mig hafa það mikla þekkingu á sjávarútvegi að ég geti tjáð mig um málið í þinginu,“ sagði Páll Jóhann í samtali við Fréttablaðið í dag.


Tengdar fréttir

Eiginkonan hagnast á makrílfrumvarpi

Makrílkvóti að verðmæti 50 milljónir fer til eiginkonu alþingismannsins Jóhanns Pálssonar verði nýtt frumvarp að lögum. Útvegsmaður sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins fær þrefalt meiri kvóta en skip hans veiddi í fyrra.

Beitir sér áfram í nefnd þótt eiginkonan fái kvóta

Stjórnarþingmaður í atvinnuveganefnd sér ekkert athugavert við að fjalla um nýtt frumvarp um úthlutun makrílkvóta í nefndinni þótt eiginkona hans fái 50 milljóna króna kvóta verði frumvarpið að lögum. Þingmaður stjórnarandstöðunnar lagði fram bókun um vanhæfi þingmannsins í nefndinni í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.