QuizUp rakleiðis á toppinn í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2015 18:49 Einungis nokkrum klukkustundum eftir að leikurinn QuizUp varð aðgengilegur í Kína varð hann vinsælastur í appstore þar í landi. Leikurinn er framleiddur af íslenska fyrirtækinu Plain Vanilla. Viðtökurnar gefa tekjumöguleikum fyrirtækisins byr undir báða vængi. Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi Plain Vanilla segir viðtökurnar vera gleðilega enda sé markaðurinn sá allra stærsti sem fyrirtækið hafi farið inn á. „Undirbúningurinn að útgáfu leiksins hefur verið langur enda snerist þetta ekki aðeins um að breyta tungumálinu eins og við höfum gert þegar við sækjum á nýja markaði, heldur þurftum við nánast að hanna leikinn upp á nýtt. Það virðist hafa heppnast þokkalega miðað við þessar frábæru viðtökur. Kína er einn þróaðasti leikja- og appmarkaður í heimi og það er mjög flott að stökkva beint í toppsætið þar á fyrsta degi útgáfunnar.“ Í tilkynningu segir að töluverðar breytingar hafi verið gerðar á leiknum áður en hann var gefinn út í Kína. Þar heitir leikurinn til dæmis WeQuiz. Leikurinn er gefinn út í samstarfi við leikjarisann Tencent, sem rekur einnig vinsælasta samfélagsmiðilinn í Kína, WeChat. Hvorki Twitter, Instagram né Facebook eru aðgengileg í Kína. Meðal breytinga sem gerðar voru eru að notendum í Kína stendur til boða að kaupa tómata inn í leiknum til að henda á skjá andstæðingsins. Áður en leikurinn var gefinn út þar í landi hafði hann verið sóttur af 35 milljón notendum víða um heim og undanfarið hafa bæst við á milli 30 og 40 þúsund nýir notendur á dag. Ljóst er að notendunum mun fjölga enn hraðar á næstu dögum en heildarmannfjöldi í Kína er 1.400 milljónir. Tengdar fréttir Fékk vægt menningarsjokk við opnun Quiz-Up í Kína Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla sem gefur út Quiz-Up sagði í Klinkinu í Íslandi í dag á Stöð 2 að það hafi verið hálfgert menningarsjokk að fara til Kína að vinna að útgáfu leiksins þar. 14. apríl 2015 21:13 Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Einungis nokkrum klukkustundum eftir að leikurinn QuizUp varð aðgengilegur í Kína varð hann vinsælastur í appstore þar í landi. Leikurinn er framleiddur af íslenska fyrirtækinu Plain Vanilla. Viðtökurnar gefa tekjumöguleikum fyrirtækisins byr undir báða vængi. Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi Plain Vanilla segir viðtökurnar vera gleðilega enda sé markaðurinn sá allra stærsti sem fyrirtækið hafi farið inn á. „Undirbúningurinn að útgáfu leiksins hefur verið langur enda snerist þetta ekki aðeins um að breyta tungumálinu eins og við höfum gert þegar við sækjum á nýja markaði, heldur þurftum við nánast að hanna leikinn upp á nýtt. Það virðist hafa heppnast þokkalega miðað við þessar frábæru viðtökur. Kína er einn þróaðasti leikja- og appmarkaður í heimi og það er mjög flott að stökkva beint í toppsætið þar á fyrsta degi útgáfunnar.“ Í tilkynningu segir að töluverðar breytingar hafi verið gerðar á leiknum áður en hann var gefinn út í Kína. Þar heitir leikurinn til dæmis WeQuiz. Leikurinn er gefinn út í samstarfi við leikjarisann Tencent, sem rekur einnig vinsælasta samfélagsmiðilinn í Kína, WeChat. Hvorki Twitter, Instagram né Facebook eru aðgengileg í Kína. Meðal breytinga sem gerðar voru eru að notendum í Kína stendur til boða að kaupa tómata inn í leiknum til að henda á skjá andstæðingsins. Áður en leikurinn var gefinn út þar í landi hafði hann verið sóttur af 35 milljón notendum víða um heim og undanfarið hafa bæst við á milli 30 og 40 þúsund nýir notendur á dag. Ljóst er að notendunum mun fjölga enn hraðar á næstu dögum en heildarmannfjöldi í Kína er 1.400 milljónir.
Tengdar fréttir Fékk vægt menningarsjokk við opnun Quiz-Up í Kína Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla sem gefur út Quiz-Up sagði í Klinkinu í Íslandi í dag á Stöð 2 að það hafi verið hálfgert menningarsjokk að fara til Kína að vinna að útgáfu leiksins þar. 14. apríl 2015 21:13 Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Fékk vægt menningarsjokk við opnun Quiz-Up í Kína Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla sem gefur út Quiz-Up sagði í Klinkinu í Íslandi í dag á Stöð 2 að það hafi verið hálfgert menningarsjokk að fara til Kína að vinna að útgáfu leiksins þar. 14. apríl 2015 21:13