QuizUp rakleiðis á toppinn í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2015 18:49 Einungis nokkrum klukkustundum eftir að leikurinn QuizUp varð aðgengilegur í Kína varð hann vinsælastur í appstore þar í landi. Leikurinn er framleiddur af íslenska fyrirtækinu Plain Vanilla. Viðtökurnar gefa tekjumöguleikum fyrirtækisins byr undir báða vængi. Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi Plain Vanilla segir viðtökurnar vera gleðilega enda sé markaðurinn sá allra stærsti sem fyrirtækið hafi farið inn á. „Undirbúningurinn að útgáfu leiksins hefur verið langur enda snerist þetta ekki aðeins um að breyta tungumálinu eins og við höfum gert þegar við sækjum á nýja markaði, heldur þurftum við nánast að hanna leikinn upp á nýtt. Það virðist hafa heppnast þokkalega miðað við þessar frábæru viðtökur. Kína er einn þróaðasti leikja- og appmarkaður í heimi og það er mjög flott að stökkva beint í toppsætið þar á fyrsta degi útgáfunnar.“ Í tilkynningu segir að töluverðar breytingar hafi verið gerðar á leiknum áður en hann var gefinn út í Kína. Þar heitir leikurinn til dæmis WeQuiz. Leikurinn er gefinn út í samstarfi við leikjarisann Tencent, sem rekur einnig vinsælasta samfélagsmiðilinn í Kína, WeChat. Hvorki Twitter, Instagram né Facebook eru aðgengileg í Kína. Meðal breytinga sem gerðar voru eru að notendum í Kína stendur til boða að kaupa tómata inn í leiknum til að henda á skjá andstæðingsins. Áður en leikurinn var gefinn út þar í landi hafði hann verið sóttur af 35 milljón notendum víða um heim og undanfarið hafa bæst við á milli 30 og 40 þúsund nýir notendur á dag. Ljóst er að notendunum mun fjölga enn hraðar á næstu dögum en heildarmannfjöldi í Kína er 1.400 milljónir. Tengdar fréttir Fékk vægt menningarsjokk við opnun Quiz-Up í Kína Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla sem gefur út Quiz-Up sagði í Klinkinu í Íslandi í dag á Stöð 2 að það hafi verið hálfgert menningarsjokk að fara til Kína að vinna að útgáfu leiksins þar. 14. apríl 2015 21:13 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Einungis nokkrum klukkustundum eftir að leikurinn QuizUp varð aðgengilegur í Kína varð hann vinsælastur í appstore þar í landi. Leikurinn er framleiddur af íslenska fyrirtækinu Plain Vanilla. Viðtökurnar gefa tekjumöguleikum fyrirtækisins byr undir báða vængi. Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi Plain Vanilla segir viðtökurnar vera gleðilega enda sé markaðurinn sá allra stærsti sem fyrirtækið hafi farið inn á. „Undirbúningurinn að útgáfu leiksins hefur verið langur enda snerist þetta ekki aðeins um að breyta tungumálinu eins og við höfum gert þegar við sækjum á nýja markaði, heldur þurftum við nánast að hanna leikinn upp á nýtt. Það virðist hafa heppnast þokkalega miðað við þessar frábæru viðtökur. Kína er einn þróaðasti leikja- og appmarkaður í heimi og það er mjög flott að stökkva beint í toppsætið þar á fyrsta degi útgáfunnar.“ Í tilkynningu segir að töluverðar breytingar hafi verið gerðar á leiknum áður en hann var gefinn út í Kína. Þar heitir leikurinn til dæmis WeQuiz. Leikurinn er gefinn út í samstarfi við leikjarisann Tencent, sem rekur einnig vinsælasta samfélagsmiðilinn í Kína, WeChat. Hvorki Twitter, Instagram né Facebook eru aðgengileg í Kína. Meðal breytinga sem gerðar voru eru að notendum í Kína stendur til boða að kaupa tómata inn í leiknum til að henda á skjá andstæðingsins. Áður en leikurinn var gefinn út þar í landi hafði hann verið sóttur af 35 milljón notendum víða um heim og undanfarið hafa bæst við á milli 30 og 40 þúsund nýir notendur á dag. Ljóst er að notendunum mun fjölga enn hraðar á næstu dögum en heildarmannfjöldi í Kína er 1.400 milljónir.
Tengdar fréttir Fékk vægt menningarsjokk við opnun Quiz-Up í Kína Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla sem gefur út Quiz-Up sagði í Klinkinu í Íslandi í dag á Stöð 2 að það hafi verið hálfgert menningarsjokk að fara til Kína að vinna að útgáfu leiksins þar. 14. apríl 2015 21:13 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Fékk vægt menningarsjokk við opnun Quiz-Up í Kína Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla sem gefur út Quiz-Up sagði í Klinkinu í Íslandi í dag á Stöð 2 að það hafi verið hálfgert menningarsjokk að fara til Kína að vinna að útgáfu leiksins þar. 14. apríl 2015 21:13