QuizUp rakleiðis á toppinn í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2015 18:49 Einungis nokkrum klukkustundum eftir að leikurinn QuizUp varð aðgengilegur í Kína varð hann vinsælastur í appstore þar í landi. Leikurinn er framleiddur af íslenska fyrirtækinu Plain Vanilla. Viðtökurnar gefa tekjumöguleikum fyrirtækisins byr undir báða vængi. Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi Plain Vanilla segir viðtökurnar vera gleðilega enda sé markaðurinn sá allra stærsti sem fyrirtækið hafi farið inn á. „Undirbúningurinn að útgáfu leiksins hefur verið langur enda snerist þetta ekki aðeins um að breyta tungumálinu eins og við höfum gert þegar við sækjum á nýja markaði, heldur þurftum við nánast að hanna leikinn upp á nýtt. Það virðist hafa heppnast þokkalega miðað við þessar frábæru viðtökur. Kína er einn þróaðasti leikja- og appmarkaður í heimi og það er mjög flott að stökkva beint í toppsætið þar á fyrsta degi útgáfunnar.“ Í tilkynningu segir að töluverðar breytingar hafi verið gerðar á leiknum áður en hann var gefinn út í Kína. Þar heitir leikurinn til dæmis WeQuiz. Leikurinn er gefinn út í samstarfi við leikjarisann Tencent, sem rekur einnig vinsælasta samfélagsmiðilinn í Kína, WeChat. Hvorki Twitter, Instagram né Facebook eru aðgengileg í Kína. Meðal breytinga sem gerðar voru eru að notendum í Kína stendur til boða að kaupa tómata inn í leiknum til að henda á skjá andstæðingsins. Áður en leikurinn var gefinn út þar í landi hafði hann verið sóttur af 35 milljón notendum víða um heim og undanfarið hafa bæst við á milli 30 og 40 þúsund nýir notendur á dag. Ljóst er að notendunum mun fjölga enn hraðar á næstu dögum en heildarmannfjöldi í Kína er 1.400 milljónir. Tengdar fréttir Fékk vægt menningarsjokk við opnun Quiz-Up í Kína Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla sem gefur út Quiz-Up sagði í Klinkinu í Íslandi í dag á Stöð 2 að það hafi verið hálfgert menningarsjokk að fara til Kína að vinna að útgáfu leiksins þar. 14. apríl 2015 21:13 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fleiri fréttir Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Sjá meira
Einungis nokkrum klukkustundum eftir að leikurinn QuizUp varð aðgengilegur í Kína varð hann vinsælastur í appstore þar í landi. Leikurinn er framleiddur af íslenska fyrirtækinu Plain Vanilla. Viðtökurnar gefa tekjumöguleikum fyrirtækisins byr undir báða vængi. Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi Plain Vanilla segir viðtökurnar vera gleðilega enda sé markaðurinn sá allra stærsti sem fyrirtækið hafi farið inn á. „Undirbúningurinn að útgáfu leiksins hefur verið langur enda snerist þetta ekki aðeins um að breyta tungumálinu eins og við höfum gert þegar við sækjum á nýja markaði, heldur þurftum við nánast að hanna leikinn upp á nýtt. Það virðist hafa heppnast þokkalega miðað við þessar frábæru viðtökur. Kína er einn þróaðasti leikja- og appmarkaður í heimi og það er mjög flott að stökkva beint í toppsætið þar á fyrsta degi útgáfunnar.“ Í tilkynningu segir að töluverðar breytingar hafi verið gerðar á leiknum áður en hann var gefinn út í Kína. Þar heitir leikurinn til dæmis WeQuiz. Leikurinn er gefinn út í samstarfi við leikjarisann Tencent, sem rekur einnig vinsælasta samfélagsmiðilinn í Kína, WeChat. Hvorki Twitter, Instagram né Facebook eru aðgengileg í Kína. Meðal breytinga sem gerðar voru eru að notendum í Kína stendur til boða að kaupa tómata inn í leiknum til að henda á skjá andstæðingsins. Áður en leikurinn var gefinn út þar í landi hafði hann verið sóttur af 35 milljón notendum víða um heim og undanfarið hafa bæst við á milli 30 og 40 þúsund nýir notendur á dag. Ljóst er að notendunum mun fjölga enn hraðar á næstu dögum en heildarmannfjöldi í Kína er 1.400 milljónir.
Tengdar fréttir Fékk vægt menningarsjokk við opnun Quiz-Up í Kína Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla sem gefur út Quiz-Up sagði í Klinkinu í Íslandi í dag á Stöð 2 að það hafi verið hálfgert menningarsjokk að fara til Kína að vinna að útgáfu leiksins þar. 14. apríl 2015 21:13 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fleiri fréttir Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Sjá meira
Fékk vægt menningarsjokk við opnun Quiz-Up í Kína Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla sem gefur út Quiz-Up sagði í Klinkinu í Íslandi í dag á Stöð 2 að það hafi verið hálfgert menningarsjokk að fara til Kína að vinna að útgáfu leiksins þar. 14. apríl 2015 21:13