QuizUp rakleiðis á toppinn í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2015 18:49 Einungis nokkrum klukkustundum eftir að leikurinn QuizUp varð aðgengilegur í Kína varð hann vinsælastur í appstore þar í landi. Leikurinn er framleiddur af íslenska fyrirtækinu Plain Vanilla. Viðtökurnar gefa tekjumöguleikum fyrirtækisins byr undir báða vængi. Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi Plain Vanilla segir viðtökurnar vera gleðilega enda sé markaðurinn sá allra stærsti sem fyrirtækið hafi farið inn á. „Undirbúningurinn að útgáfu leiksins hefur verið langur enda snerist þetta ekki aðeins um að breyta tungumálinu eins og við höfum gert þegar við sækjum á nýja markaði, heldur þurftum við nánast að hanna leikinn upp á nýtt. Það virðist hafa heppnast þokkalega miðað við þessar frábæru viðtökur. Kína er einn þróaðasti leikja- og appmarkaður í heimi og það er mjög flott að stökkva beint í toppsætið þar á fyrsta degi útgáfunnar.“ Í tilkynningu segir að töluverðar breytingar hafi verið gerðar á leiknum áður en hann var gefinn út í Kína. Þar heitir leikurinn til dæmis WeQuiz. Leikurinn er gefinn út í samstarfi við leikjarisann Tencent, sem rekur einnig vinsælasta samfélagsmiðilinn í Kína, WeChat. Hvorki Twitter, Instagram né Facebook eru aðgengileg í Kína. Meðal breytinga sem gerðar voru eru að notendum í Kína stendur til boða að kaupa tómata inn í leiknum til að henda á skjá andstæðingsins. Áður en leikurinn var gefinn út þar í landi hafði hann verið sóttur af 35 milljón notendum víða um heim og undanfarið hafa bæst við á milli 30 og 40 þúsund nýir notendur á dag. Ljóst er að notendunum mun fjölga enn hraðar á næstu dögum en heildarmannfjöldi í Kína er 1.400 milljónir. Tengdar fréttir Fékk vægt menningarsjokk við opnun Quiz-Up í Kína Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla sem gefur út Quiz-Up sagði í Klinkinu í Íslandi í dag á Stöð 2 að það hafi verið hálfgert menningarsjokk að fara til Kína að vinna að útgáfu leiksins þar. 14. apríl 2015 21:13 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Einungis nokkrum klukkustundum eftir að leikurinn QuizUp varð aðgengilegur í Kína varð hann vinsælastur í appstore þar í landi. Leikurinn er framleiddur af íslenska fyrirtækinu Plain Vanilla. Viðtökurnar gefa tekjumöguleikum fyrirtækisins byr undir báða vængi. Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi Plain Vanilla segir viðtökurnar vera gleðilega enda sé markaðurinn sá allra stærsti sem fyrirtækið hafi farið inn á. „Undirbúningurinn að útgáfu leiksins hefur verið langur enda snerist þetta ekki aðeins um að breyta tungumálinu eins og við höfum gert þegar við sækjum á nýja markaði, heldur þurftum við nánast að hanna leikinn upp á nýtt. Það virðist hafa heppnast þokkalega miðað við þessar frábæru viðtökur. Kína er einn þróaðasti leikja- og appmarkaður í heimi og það er mjög flott að stökkva beint í toppsætið þar á fyrsta degi útgáfunnar.“ Í tilkynningu segir að töluverðar breytingar hafi verið gerðar á leiknum áður en hann var gefinn út í Kína. Þar heitir leikurinn til dæmis WeQuiz. Leikurinn er gefinn út í samstarfi við leikjarisann Tencent, sem rekur einnig vinsælasta samfélagsmiðilinn í Kína, WeChat. Hvorki Twitter, Instagram né Facebook eru aðgengileg í Kína. Meðal breytinga sem gerðar voru eru að notendum í Kína stendur til boða að kaupa tómata inn í leiknum til að henda á skjá andstæðingsins. Áður en leikurinn var gefinn út þar í landi hafði hann verið sóttur af 35 milljón notendum víða um heim og undanfarið hafa bæst við á milli 30 og 40 þúsund nýir notendur á dag. Ljóst er að notendunum mun fjölga enn hraðar á næstu dögum en heildarmannfjöldi í Kína er 1.400 milljónir.
Tengdar fréttir Fékk vægt menningarsjokk við opnun Quiz-Up í Kína Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla sem gefur út Quiz-Up sagði í Klinkinu í Íslandi í dag á Stöð 2 að það hafi verið hálfgert menningarsjokk að fara til Kína að vinna að útgáfu leiksins þar. 14. apríl 2015 21:13 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Fékk vægt menningarsjokk við opnun Quiz-Up í Kína Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla sem gefur út Quiz-Up sagði í Klinkinu í Íslandi í dag á Stöð 2 að það hafi verið hálfgert menningarsjokk að fara til Kína að vinna að útgáfu leiksins þar. 14. apríl 2015 21:13