Óttast að hluthafar HB Granda flýðu ef arðgreiðslunum yrði breytt Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2015 23:57 Kristján Loftsson. Vísir/Anton Ekki kemur til greina að draga til baka ákvörðun um tæplega þriggja milljarða arðgreiðslu og þriðjungshækkun á þóknun stjórnarmanna til baka hjá útgerðarfyrirtækinu HB Granda. Þetta sagði Kristján Loftsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í kvöld.Vísir.is greindi frá því fyrr í dag að mikill hiti sé í fiskverkafólki hjá HB GRanda vegna þessarar ákvörðunar en Kristján sagði við RÚV í kvöld að arðgreiðslurnar væru samkvæmt sömu stefnu í áratug.Sjá einnig:Sýður á starfsfólki HB Granda „Hvað varðar stjórnarlaunin á voru þetta 150 þúsund í fyrra, þetta hefur verið tiltölulega lágt hjá HB Granda, og hækkuðu þarna upp í 200 þúsund. Það var gerð tillaga sem allir samþykktu á aðalfundi. Ég held að það sé ekkert óhóf í þessu að mínu mati og ef þú færir yfir listann í þessu í Kauphöllinni þá held ég að Grandi sé í einu af neðstu sætunum,“ sagði Kristján. Hann sagði útilokað að fyrirtækið breyti stefnu sinni varðandi arðgreiðslur í ljós samfélagsaðstæðna. „Nei, ég held að hluthafarnir myndu flýja margir hverjir,“ sagði Kristján og sagði lífeyrissjóðina eflaust ekki óánægða með þessar arðgreiðslur. Þegar hann var spurður hvort þessi ákvörðun boði ekki gott fyrir starfsfólk HB Granda og kjaraviðræður sagðist hann ekki vita það og geta engu lofað. „Það var einn sem var mikill forkólfur fyrir sjómenn hér í gamla daga, hann var spurður að því hvort hann væri ekki ánægður með þessa samninga: „Ég var aldrei ánægður með það sem ég fæ,“ hafði Kristján eftir forkólfinum í fréttum RÚV. Tengdar fréttir Laun stjórnarmanna hækkuð um 33 prósent: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“ Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. 14. apríl 2015 16:18 Greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða í arð Aðalfundur HB Granda samþykkti í gær að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. 11. apríl 2015 12:59 Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“ Fiskverkafólk hjá HB Granda er verulega ósátt við 33 prósenta launahækkanir stjórnarmanna HB Granda. 15. apríl 2015 13:52 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fleiri fréttir Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Ekki kemur til greina að draga til baka ákvörðun um tæplega þriggja milljarða arðgreiðslu og þriðjungshækkun á þóknun stjórnarmanna til baka hjá útgerðarfyrirtækinu HB Granda. Þetta sagði Kristján Loftsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í kvöld.Vísir.is greindi frá því fyrr í dag að mikill hiti sé í fiskverkafólki hjá HB GRanda vegna þessarar ákvörðunar en Kristján sagði við RÚV í kvöld að arðgreiðslurnar væru samkvæmt sömu stefnu í áratug.Sjá einnig:Sýður á starfsfólki HB Granda „Hvað varðar stjórnarlaunin á voru þetta 150 þúsund í fyrra, þetta hefur verið tiltölulega lágt hjá HB Granda, og hækkuðu þarna upp í 200 þúsund. Það var gerð tillaga sem allir samþykktu á aðalfundi. Ég held að það sé ekkert óhóf í þessu að mínu mati og ef þú færir yfir listann í þessu í Kauphöllinni þá held ég að Grandi sé í einu af neðstu sætunum,“ sagði Kristján. Hann sagði útilokað að fyrirtækið breyti stefnu sinni varðandi arðgreiðslur í ljós samfélagsaðstæðna. „Nei, ég held að hluthafarnir myndu flýja margir hverjir,“ sagði Kristján og sagði lífeyrissjóðina eflaust ekki óánægða með þessar arðgreiðslur. Þegar hann var spurður hvort þessi ákvörðun boði ekki gott fyrir starfsfólk HB Granda og kjaraviðræður sagðist hann ekki vita það og geta engu lofað. „Það var einn sem var mikill forkólfur fyrir sjómenn hér í gamla daga, hann var spurður að því hvort hann væri ekki ánægður með þessa samninga: „Ég var aldrei ánægður með það sem ég fæ,“ hafði Kristján eftir forkólfinum í fréttum RÚV.
Tengdar fréttir Laun stjórnarmanna hækkuð um 33 prósent: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“ Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. 14. apríl 2015 16:18 Greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða í arð Aðalfundur HB Granda samþykkti í gær að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. 11. apríl 2015 12:59 Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“ Fiskverkafólk hjá HB Granda er verulega ósátt við 33 prósenta launahækkanir stjórnarmanna HB Granda. 15. apríl 2015 13:52 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fleiri fréttir Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Laun stjórnarmanna hækkuð um 33 prósent: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“ Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. 14. apríl 2015 16:18
Greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða í arð Aðalfundur HB Granda samþykkti í gær að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. 11. apríl 2015 12:59
Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“ Fiskverkafólk hjá HB Granda er verulega ósátt við 33 prósenta launahækkanir stjórnarmanna HB Granda. 15. apríl 2015 13:52