Viðskipti innlent

Ætla að opna 16 Dunkin´Donuts á Íslandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Alls eru veitingastaðir Dunkin´ Donuts um 11.300 talsins í 36 löndum.
Alls eru veitingastaðir Dunkin´ Donuts um 11.300 talsins í 36 löndum.

Fyrirtækið Dunkin´Donuts hefur gert sérleyfissamning við íslenska fyrirtækið Drangasker ehf., dótturfélag 10-11, um að hefja undirbúning að opnun veitingastaða á Íslandi. Samningurinn gerir ráð fyrir opnun 16 veitingastaða víða um land á næstu fimm árum, en flestir þeirra verða á höfuðborgarsvæðinu.

„Nú þegar við höldum áfram með útbreiðslu Dunkin´ Donuts um Evrópu tilkynnum við með ánægju komu okkar til Íslands,“ segir Paul Twohig, forstjóri Dunkin´ Donuts í Bandaríkjunum og Kanada og eins forstjóri Dunkin´Donuts & Baskin-Robbins í Evrópu og Suður-Ameríku.

Í tilkynningu segir hann einnig að forsvarsmenn sérleyfisins, 10-11, búi yfir ríkri reynslu í heimi smásölu og viðskipta þar í landi. „Við hlökkum til að vinna með þeim að því að færa viðskiptavinum okkar víða um land hágæða Dunkin´Donuts mat og drykk.“

Alls eru veitingastaðir Dunkin´ Donuts um 11.300 talsins í 36 löndum. Þar á meðal eru 170 staðir í Evrópu.

„Við erum virkilega spennt fyrir því að geta boðið Íslendingum upp á breitt vöruúrval Dunkin´ Donuts, en staðirnir og veitingarnar njóta eins og flestir vita vinsælda út um allan heim,“ segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11. „Það er okkar tilfinning að hágæða matur og drykkur Dunkin´ Donuts eigi eftir að leggjast vel í viðskiptavini okkar víða um land og hlökkum við til að opna fyrsta veitingastaðinn á Íslandi síðar á árinu.“


Tengdar fréttir

Dunkin’Donuts stefnir á að koma til Íslands

Talsmaður Dunkin’ Donuts staðfestir að rætt sé um að kaffihúsakeðjan hefji starfsemi hér á landi. Keðjan er nú starfandi í 34 löndum en fyrsta kaffihúsið á Norðurlöndum var opnað í fyrra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
1,82
7
223.058
GRND
1,36
1
401
FESTI
0
1
179
ORIGO
0
1
3.625
KVIKA
0
1
12.360

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,66
4
42.551
HAGA
-1,22
5
71.210
REGINN
-0,91
3
67.965
ARION
-0,9
4
36.781
ICEAIR
-0,5
23
184.002
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.