Sjö sekúndur gætu hirt úrvalsdeildarsætið af Stjörnunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. apríl 2015 11:00 Mínútur Söru Diljá í úrvalsdeildinni gætu kostað Stjörnuna sæti á meðal þeirra bestu. vísir/valli Stjarnan tryggði sér sæti í Dominos-deild kvenna í körfubolta á þriðjudagskvöldið þegar liðið lagði Njarðvík, 57-54, á útivelli í oddaleik umspilsins um úrvalsdeildarsætið. Svo gæti þó farið að Stjarnan verði áfram í 1. deildinni næsta vetur en Njarðvík verði á meðal þeirra bestu á ný. Njarðvík er búið að leggja fram kæru til KKÍ vegna meints ólöglegs leikmanns sem Stjarnan tefldi fram, en þetta staðfestir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, við Vísi. Njarðvík vill meina að Sara Diljá Sigurðardóttir, leikmaður Stjörnunnar, hafi ekki mátt spila með Garðabæjarliðinu í umspilinu þar sem hún er á meðal sjö leikjahæstu kvenna Valsliðsins í úrvalsdeildinni. Sara Diljá spilaði ekki fyrsta leikinn í umspilinu en spilaði leiki tvö og þrjú. Hún skoraði níu stig og tók 10 fráköst í oddaleiknum þegar Stjarnan tryggði sér sæti í efstu deild. Sara er á mála hjá Val en gerði venslasamning við Stjörnuna. Þeir eru notaðir fyrir stelpur sem fá minna að spila með úrvalsdeildarliðunum þannig þær fái mínútur í 1. deildinni. Reglan er þannig að þær sjö konur sem spila flestar mínútur að meðaltali með hverju úrvalsdeildarliði mega ekki spila með venslaliðum. Munurinn er ótrúlega lítill hjá Valsliðinu, en Sara Diljá er með 14 mínútur og 34 sekúndur að meðaltali í leik fyrir Val. Hún er sú sjöunda leikjahæsta, aðeins sjö sekúndum á undan Sóllilju Bjarnadóttur. Ef bikarinn er tekinn með er Sara Diljá þó langt fyrir neðan sjöunda sætið og lögleg með Stjörnunni í úrslitaeinvíginu, en nú á eftir að skera úr um hvort bara deildin telji eða deild og bikar. „Aga- og úrskurðarnefnd tekur þetta nú fyrir. Stjarnan fær tíma til að skila inn andmælum og sinni skýringu og svo verða lögfræðingar nefndarinnar að ákveða hvað verður,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi.Flestar mínútur hjá Val í Dominos-deild kvenna: Taleya Mayberry 35:13 Guðbjörg Sverrisdóttir 30:44 Ragnheiður Benónísdóttir 27:36 Ragna Margrét Brynjólfsdóttir 27:30 Fanney Lind Guðmundsdóttir 27:06 Kristrún Sigurjónsdóttir 26:22 Sara Diljá Sigurðardóttir 14:34 Sóllija Bjarnadóttir 14:27 Dominos-deild kvenna Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Stjarnan tryggði sér sæti í Dominos-deild kvenna í körfubolta á þriðjudagskvöldið þegar liðið lagði Njarðvík, 57-54, á útivelli í oddaleik umspilsins um úrvalsdeildarsætið. Svo gæti þó farið að Stjarnan verði áfram í 1. deildinni næsta vetur en Njarðvík verði á meðal þeirra bestu á ný. Njarðvík er búið að leggja fram kæru til KKÍ vegna meints ólöglegs leikmanns sem Stjarnan tefldi fram, en þetta staðfestir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, við Vísi. Njarðvík vill meina að Sara Diljá Sigurðardóttir, leikmaður Stjörnunnar, hafi ekki mátt spila með Garðabæjarliðinu í umspilinu þar sem hún er á meðal sjö leikjahæstu kvenna Valsliðsins í úrvalsdeildinni. Sara Diljá spilaði ekki fyrsta leikinn í umspilinu en spilaði leiki tvö og þrjú. Hún skoraði níu stig og tók 10 fráköst í oddaleiknum þegar Stjarnan tryggði sér sæti í efstu deild. Sara er á mála hjá Val en gerði venslasamning við Stjörnuna. Þeir eru notaðir fyrir stelpur sem fá minna að spila með úrvalsdeildarliðunum þannig þær fái mínútur í 1. deildinni. Reglan er þannig að þær sjö konur sem spila flestar mínútur að meðaltali með hverju úrvalsdeildarliði mega ekki spila með venslaliðum. Munurinn er ótrúlega lítill hjá Valsliðinu, en Sara Diljá er með 14 mínútur og 34 sekúndur að meðaltali í leik fyrir Val. Hún er sú sjöunda leikjahæsta, aðeins sjö sekúndum á undan Sóllilju Bjarnadóttur. Ef bikarinn er tekinn með er Sara Diljá þó langt fyrir neðan sjöunda sætið og lögleg með Stjörnunni í úrslitaeinvíginu, en nú á eftir að skera úr um hvort bara deildin telji eða deild og bikar. „Aga- og úrskurðarnefnd tekur þetta nú fyrir. Stjarnan fær tíma til að skila inn andmælum og sinni skýringu og svo verða lögfræðingar nefndarinnar að ákveða hvað verður,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi.Flestar mínútur hjá Val í Dominos-deild kvenna: Taleya Mayberry 35:13 Guðbjörg Sverrisdóttir 30:44 Ragnheiður Benónísdóttir 27:36 Ragna Margrét Brynjólfsdóttir 27:30 Fanney Lind Guðmundsdóttir 27:06 Kristrún Sigurjónsdóttir 26:22 Sara Diljá Sigurðardóttir 14:34 Sóllija Bjarnadóttir 14:27
Dominos-deild kvenna Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira