Forsætisráðherra gagnrýnir hækkun stjórnarlauna Heimir Már Pétursson skrifar 16. apríl 2015 12:11 Forsætisráðherra segir óæskilegt og afleitt á allan hátt að stjórnarmenn fyrirtækja hækki laun sín um tugi prósenta. Segir stjórnvöld tilbúin að greiða fyrir kjarasamningum. Forsætisráðherra tók undir gagnrýni þingmanna á hækkanir stjórnarlauna fyrirtækja um tugi prósenta á Alþingi í morgun. Hann sagði ríkisstjórnina tilbúna að stuðla að stöðugleikasamningum á vinnumarkaði, en fyrst yrði að sjást til lands í þeim kjaraviðræðum sem nú stæðu yfir. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna gerði nýlega hækkun launa stjórnarmanna hjá HB Granda um rúm 33 prósent að umtalsefni í fyrirspurn til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Alþingi í morgun. Katrín sagðist hafa miklar áhyggjur á stöðunni á vinnumarkaðnum og stöðu kjaraviðræðna. „Og nýjustu tíðindin af kjaraviðræðum eru nú ekki björguleg þegar þegar stjórnarmenn í HB Granda ákveða að hækka sín laun og eru nýlega hins vegar búnir að bjóða starfsmönnum íspinna í bónus. Satt að segja, herra forseti, finnst mér þetta eins og úr skáldsögu eftir Halldór Laxnessog ég velti því fyrir mér, hvert erum við komin ef þetta er undur kjarabaráttunnar,“ sagði Katrín.Sjá einnig: Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“ Formaður Vinstri grænna minnti á að forsætisráðherra hefði lýst yfir að hækka ætti lægstu laun og spurði hvort von væri á einhverju útspili frá ríkisstjórninni til að greiða fyrir kjarasamningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagðist deila áhyggjum með formanni Vinstri grænna á stöðunni á vinnumarkaðnum. „Það er margt sem gerir hana erfiða og flókna en þó eru ýmis sóknarfæri. Það má ekki gleyma því. Það má heldur ekki gleyma því að ástæðan fyrir því að þessi staða er uppi er að menn telja nú loksins að eitthvað sé til skiptana. Það sé eitthvað að hafa út úr kjarasamningum,“ sagði Sigmundur Davíð. Það væri hins vegar mikilvægt að traust ríkti milli hópa í þjóðfélaginu um að ávinningnum verði skipt jafnt á milli þeirra.Sjá einnig: Óttast að hluthafar HB Granda flýðu ef arðgreiðslum yrði breytt „Og þess vegna er ástæða til að taka undir athugasemdir háttvirts þingmanns um hversu óæskilegt og raunar bara afleitt á allan hátt það er þegar á sama tíma er farið í tug prósenta hækkun t.d. á stjórnarlaunum. En ekki bara í þessu tiltekna fyrirtæki sem háttvirtur þingmaður nefndi því við höfum séð ýmis dæmi um slíkar hækkanir á stjórnarlaunum annars staðar að undanförnu,“ sagði forsætisráðherra. „Ég og hæstvirtur forsætisráðherra höfum bæði áhyggjur en það er ekki nóg. Er það ætlun ríkisstjórnarinnar að bíða eftir því að samningar náist áður en einhverju verður spilað út,“ spurði Katrín. „Stjórnvöld þurfa að sjálfsögðu að sjá til lands í þessum viðræðum áður en hægt er að meta hvaða aðgerðir nýtast best. Og raunar þarf að sjá til lands svo hægt sé að meta hvort aðgerðir geti hreinlega verið skaðlegar og ýtt undir verðbólgu. Ef það stefnir í það sem mætti kalla verðbólgusamninga,“ sagði forsætisráðherra á Alþingi í morgun. Alþingi Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Forsætisráðherra tók undir gagnrýni þingmanna á hækkanir stjórnarlauna fyrirtækja um tugi prósenta á Alþingi í morgun. Hann sagði ríkisstjórnina tilbúna að stuðla að stöðugleikasamningum á vinnumarkaði, en fyrst yrði að sjást til lands í þeim kjaraviðræðum sem nú stæðu yfir. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna gerði nýlega hækkun launa stjórnarmanna hjá HB Granda um rúm 33 prósent að umtalsefni í fyrirspurn til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Alþingi í morgun. Katrín sagðist hafa miklar áhyggjur á stöðunni á vinnumarkaðnum og stöðu kjaraviðræðna. „Og nýjustu tíðindin af kjaraviðræðum eru nú ekki björguleg þegar þegar stjórnarmenn í HB Granda ákveða að hækka sín laun og eru nýlega hins vegar búnir að bjóða starfsmönnum íspinna í bónus. Satt að segja, herra forseti, finnst mér þetta eins og úr skáldsögu eftir Halldór Laxnessog ég velti því fyrir mér, hvert erum við komin ef þetta er undur kjarabaráttunnar,“ sagði Katrín.Sjá einnig: Sýður á starfsfólki HB Granda: „Erum alltaf að setja ný met en fáum aldrei neitt“ Formaður Vinstri grænna minnti á að forsætisráðherra hefði lýst yfir að hækka ætti lægstu laun og spurði hvort von væri á einhverju útspili frá ríkisstjórninni til að greiða fyrir kjarasamningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagðist deila áhyggjum með formanni Vinstri grænna á stöðunni á vinnumarkaðnum. „Það er margt sem gerir hana erfiða og flókna en þó eru ýmis sóknarfæri. Það má ekki gleyma því. Það má heldur ekki gleyma því að ástæðan fyrir því að þessi staða er uppi er að menn telja nú loksins að eitthvað sé til skiptana. Það sé eitthvað að hafa út úr kjarasamningum,“ sagði Sigmundur Davíð. Það væri hins vegar mikilvægt að traust ríkti milli hópa í þjóðfélaginu um að ávinningnum verði skipt jafnt á milli þeirra.Sjá einnig: Óttast að hluthafar HB Granda flýðu ef arðgreiðslum yrði breytt „Og þess vegna er ástæða til að taka undir athugasemdir háttvirts þingmanns um hversu óæskilegt og raunar bara afleitt á allan hátt það er þegar á sama tíma er farið í tug prósenta hækkun t.d. á stjórnarlaunum. En ekki bara í þessu tiltekna fyrirtæki sem háttvirtur þingmaður nefndi því við höfum séð ýmis dæmi um slíkar hækkanir á stjórnarlaunum annars staðar að undanförnu,“ sagði forsætisráðherra. „Ég og hæstvirtur forsætisráðherra höfum bæði áhyggjur en það er ekki nóg. Er það ætlun ríkisstjórnarinnar að bíða eftir því að samningar náist áður en einhverju verður spilað út,“ spurði Katrín. „Stjórnvöld þurfa að sjálfsögðu að sjá til lands í þessum viðræðum áður en hægt er að meta hvaða aðgerðir nýtast best. Og raunar þarf að sjá til lands svo hægt sé að meta hvort aðgerðir geti hreinlega verið skaðlegar og ýtt undir verðbólgu. Ef það stefnir í það sem mætti kalla verðbólgusamninga,“ sagði forsætisráðherra á Alþingi í morgun.
Alþingi Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent