Segir íslenskt atvinnulíf byggt á illri meðferð á starfsfólki ingvar haraldsson skrifar 30. mars 2015 11:39 Gunnar Smári Egilsson segir afstöðu HB Granda gagnvart starfsfólki sínu óverjandi. vísir/gva „Íslenskt atvinnulíf er byggt á einhverri krónískri illri meðferð á starfsfólki,“ sagði Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri og samfélagsrýnir í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segir umræðuna fyrir komandi kjarasamninga hafa í of miklum mæli miðast við að horfa á verðbólguþróun og hagkerfið í heild í stað þess að skoða einstaka atvinnugreinar eða einstök fyrirtæki. „Þegar við tökum sjávarútvegurinn sem við erum svo stolt af og stærum okkur af í útlöndum. Þá borgar hann fiskverkafólki 40 prósent af þeim launum sem fiskverkafólk fær í Noregi. Fiskverkakona í Noregi hefur tvisvar og hálfu sinni hærri laun fyrir grunnvinnu sínu heldur en á Íslandi,“ segir Gunnar Smári.Lægstu laun duga ekki út mánuðinn Sem dæmi nefnir Gunnar Smári launastefnu HB Granda sem sé óverjandi. „Stjórnin þar er að fara að leggja til við aðalfund að greiða sjálfri sér 2.072 milljónir á sama tíma og hún hafnar algjörlega að hækka lámarkslaun í 300 þúsund sem að allir vita að eru eiginlega mörkin sem þarf til að lifa út mánuðinn. Lægstu launin sem að Grandi borgar verkafólki sínu sem er að vinna fiskinn er fyrir neðan það sem dugar til að lifa út mánuðinn. Þannig að verkafólkið getur kannski lifað til tuttugasta hvers mánaðar. Á sama tíma greiða þeir sjálfum sér tvo milljarða og senda svo einn milljarð til Chile í fjárfestingar,“ segir Gunnar Smári. Gunnar Smári bendir á að það myndi kosta fyrirtækið 700 milljónir á ári, um þriðjung af arðgreiðslum þessa árs, að hækka laun allra starfsmanna um sömu krónutölu svo laun þeirra lægst launuðu nái 300 þúsund krónum á mánuði. „Það er ekki eðlilegt að eigendur Granda fái rúma tvo milljarða í sinn hlut fyrir eitt ár ofan á að verðmæti Granda hækkaði um 21 milljarð í fyrra. Þannig að það nálgast 24 milljarða sem þeir ætla að borga sér fyrir eitt ár. En þeir telja það alveg ómögulegt að finna 700 milljónir til þess að hækka lægstu launin og síðan öll önnur laun í fyrirtækinu um sömu krónutölu þannig að lægstu launin skríði upp fyrir útreiknaðan framfærslukostnað einstaklings. Þetta er afstaða sem er óverjandi,“ segir Gunnar Smári.Ill meðferð tíðkast frá landnámi Að mati Gunnars Smára er ill meðferða á launafólki og lágstéttunum krónískt vandamál sem hafi verið við lýði frá upphafi byggðar hér á landi. „Það má rekja það aftur í landnám. Íslendingar lögðu af þrælahalda án þess að nokkur tæki eftir því. Flestar þjóðir geta bent á dagsetningu þar sem þær hættu þrælahaldi. Íslendingar geta það ekki því það var hagkvæmara að hafa vinnufólk en þræla. Þannig gengur þetta inn í vistarbandið og til okkar daga,“ segir Gunnar Smári. Mest lesið Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
„Íslenskt atvinnulíf er byggt á einhverri krónískri illri meðferð á starfsfólki,“ sagði Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri og samfélagsrýnir í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segir umræðuna fyrir komandi kjarasamninga hafa í of miklum mæli miðast við að horfa á verðbólguþróun og hagkerfið í heild í stað þess að skoða einstaka atvinnugreinar eða einstök fyrirtæki. „Þegar við tökum sjávarútvegurinn sem við erum svo stolt af og stærum okkur af í útlöndum. Þá borgar hann fiskverkafólki 40 prósent af þeim launum sem fiskverkafólk fær í Noregi. Fiskverkakona í Noregi hefur tvisvar og hálfu sinni hærri laun fyrir grunnvinnu sínu heldur en á Íslandi,“ segir Gunnar Smári.Lægstu laun duga ekki út mánuðinn Sem dæmi nefnir Gunnar Smári launastefnu HB Granda sem sé óverjandi. „Stjórnin þar er að fara að leggja til við aðalfund að greiða sjálfri sér 2.072 milljónir á sama tíma og hún hafnar algjörlega að hækka lámarkslaun í 300 þúsund sem að allir vita að eru eiginlega mörkin sem þarf til að lifa út mánuðinn. Lægstu launin sem að Grandi borgar verkafólki sínu sem er að vinna fiskinn er fyrir neðan það sem dugar til að lifa út mánuðinn. Þannig að verkafólkið getur kannski lifað til tuttugasta hvers mánaðar. Á sama tíma greiða þeir sjálfum sér tvo milljarða og senda svo einn milljarð til Chile í fjárfestingar,“ segir Gunnar Smári. Gunnar Smári bendir á að það myndi kosta fyrirtækið 700 milljónir á ári, um þriðjung af arðgreiðslum þessa árs, að hækka laun allra starfsmanna um sömu krónutölu svo laun þeirra lægst launuðu nái 300 þúsund krónum á mánuði. „Það er ekki eðlilegt að eigendur Granda fái rúma tvo milljarða í sinn hlut fyrir eitt ár ofan á að verðmæti Granda hækkaði um 21 milljarð í fyrra. Þannig að það nálgast 24 milljarða sem þeir ætla að borga sér fyrir eitt ár. En þeir telja það alveg ómögulegt að finna 700 milljónir til þess að hækka lægstu launin og síðan öll önnur laun í fyrirtækinu um sömu krónutölu þannig að lægstu launin skríði upp fyrir útreiknaðan framfærslukostnað einstaklings. Þetta er afstaða sem er óverjandi,“ segir Gunnar Smári.Ill meðferð tíðkast frá landnámi Að mati Gunnars Smára er ill meðferða á launafólki og lágstéttunum krónískt vandamál sem hafi verið við lýði frá upphafi byggðar hér á landi. „Það má rekja það aftur í landnám. Íslendingar lögðu af þrælahalda án þess að nokkur tæki eftir því. Flestar þjóðir geta bent á dagsetningu þar sem þær hættu þrælahaldi. Íslendingar geta það ekki því það var hagkvæmara að hafa vinnufólk en þræla. Þannig gengur þetta inn í vistarbandið og til okkar daga,“ segir Gunnar Smári.
Mest lesið Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira