Segir íslenskt atvinnulíf byggt á illri meðferð á starfsfólki ingvar haraldsson skrifar 30. mars 2015 11:39 Gunnar Smári Egilsson segir afstöðu HB Granda gagnvart starfsfólki sínu óverjandi. vísir/gva „Íslenskt atvinnulíf er byggt á einhverri krónískri illri meðferð á starfsfólki,“ sagði Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri og samfélagsrýnir í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segir umræðuna fyrir komandi kjarasamninga hafa í of miklum mæli miðast við að horfa á verðbólguþróun og hagkerfið í heild í stað þess að skoða einstaka atvinnugreinar eða einstök fyrirtæki. „Þegar við tökum sjávarútvegurinn sem við erum svo stolt af og stærum okkur af í útlöndum. Þá borgar hann fiskverkafólki 40 prósent af þeim launum sem fiskverkafólk fær í Noregi. Fiskverkakona í Noregi hefur tvisvar og hálfu sinni hærri laun fyrir grunnvinnu sínu heldur en á Íslandi,“ segir Gunnar Smári.Lægstu laun duga ekki út mánuðinn Sem dæmi nefnir Gunnar Smári launastefnu HB Granda sem sé óverjandi. „Stjórnin þar er að fara að leggja til við aðalfund að greiða sjálfri sér 2.072 milljónir á sama tíma og hún hafnar algjörlega að hækka lámarkslaun í 300 þúsund sem að allir vita að eru eiginlega mörkin sem þarf til að lifa út mánuðinn. Lægstu launin sem að Grandi borgar verkafólki sínu sem er að vinna fiskinn er fyrir neðan það sem dugar til að lifa út mánuðinn. Þannig að verkafólkið getur kannski lifað til tuttugasta hvers mánaðar. Á sama tíma greiða þeir sjálfum sér tvo milljarða og senda svo einn milljarð til Chile í fjárfestingar,“ segir Gunnar Smári. Gunnar Smári bendir á að það myndi kosta fyrirtækið 700 milljónir á ári, um þriðjung af arðgreiðslum þessa árs, að hækka laun allra starfsmanna um sömu krónutölu svo laun þeirra lægst launuðu nái 300 þúsund krónum á mánuði. „Það er ekki eðlilegt að eigendur Granda fái rúma tvo milljarða í sinn hlut fyrir eitt ár ofan á að verðmæti Granda hækkaði um 21 milljarð í fyrra. Þannig að það nálgast 24 milljarða sem þeir ætla að borga sér fyrir eitt ár. En þeir telja það alveg ómögulegt að finna 700 milljónir til þess að hækka lægstu launin og síðan öll önnur laun í fyrirtækinu um sömu krónutölu þannig að lægstu launin skríði upp fyrir útreiknaðan framfærslukostnað einstaklings. Þetta er afstaða sem er óverjandi,“ segir Gunnar Smári.Ill meðferð tíðkast frá landnámi Að mati Gunnars Smára er ill meðferða á launafólki og lágstéttunum krónískt vandamál sem hafi verið við lýði frá upphafi byggðar hér á landi. „Það má rekja það aftur í landnám. Íslendingar lögðu af þrælahalda án þess að nokkur tæki eftir því. Flestar þjóðir geta bent á dagsetningu þar sem þær hættu þrælahaldi. Íslendingar geta það ekki því það var hagkvæmara að hafa vinnufólk en þræla. Þannig gengur þetta inn í vistarbandið og til okkar daga,“ segir Gunnar Smári. Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent Stjórn AGS lýsti yfir stuðningi við Georgievu Viðskipti erlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Sjá meira
„Íslenskt atvinnulíf er byggt á einhverri krónískri illri meðferð á starfsfólki,“ sagði Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri og samfélagsrýnir í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Hann segir umræðuna fyrir komandi kjarasamninga hafa í of miklum mæli miðast við að horfa á verðbólguþróun og hagkerfið í heild í stað þess að skoða einstaka atvinnugreinar eða einstök fyrirtæki. „Þegar við tökum sjávarútvegurinn sem við erum svo stolt af og stærum okkur af í útlöndum. Þá borgar hann fiskverkafólki 40 prósent af þeim launum sem fiskverkafólk fær í Noregi. Fiskverkakona í Noregi hefur tvisvar og hálfu sinni hærri laun fyrir grunnvinnu sínu heldur en á Íslandi,“ segir Gunnar Smári.Lægstu laun duga ekki út mánuðinn Sem dæmi nefnir Gunnar Smári launastefnu HB Granda sem sé óverjandi. „Stjórnin þar er að fara að leggja til við aðalfund að greiða sjálfri sér 2.072 milljónir á sama tíma og hún hafnar algjörlega að hækka lámarkslaun í 300 þúsund sem að allir vita að eru eiginlega mörkin sem þarf til að lifa út mánuðinn. Lægstu launin sem að Grandi borgar verkafólki sínu sem er að vinna fiskinn er fyrir neðan það sem dugar til að lifa út mánuðinn. Þannig að verkafólkið getur kannski lifað til tuttugasta hvers mánaðar. Á sama tíma greiða þeir sjálfum sér tvo milljarða og senda svo einn milljarð til Chile í fjárfestingar,“ segir Gunnar Smári. Gunnar Smári bendir á að það myndi kosta fyrirtækið 700 milljónir á ári, um þriðjung af arðgreiðslum þessa árs, að hækka laun allra starfsmanna um sömu krónutölu svo laun þeirra lægst launuðu nái 300 þúsund krónum á mánuði. „Það er ekki eðlilegt að eigendur Granda fái rúma tvo milljarða í sinn hlut fyrir eitt ár ofan á að verðmæti Granda hækkaði um 21 milljarð í fyrra. Þannig að það nálgast 24 milljarða sem þeir ætla að borga sér fyrir eitt ár. En þeir telja það alveg ómögulegt að finna 700 milljónir til þess að hækka lægstu launin og síðan öll önnur laun í fyrirtækinu um sömu krónutölu þannig að lægstu launin skríði upp fyrir útreiknaðan framfærslukostnað einstaklings. Þetta er afstaða sem er óverjandi,“ segir Gunnar Smári.Ill meðferð tíðkast frá landnámi Að mati Gunnars Smára er ill meðferða á launafólki og lágstéttunum krónískt vandamál sem hafi verið við lýði frá upphafi byggðar hér á landi. „Það má rekja það aftur í landnám. Íslendingar lögðu af þrælahalda án þess að nokkur tæki eftir því. Flestar þjóðir geta bent á dagsetningu þar sem þær hættu þrælahaldi. Íslendingar geta það ekki því það var hagkvæmara að hafa vinnufólk en þræla. Þannig gengur þetta inn í vistarbandið og til okkar daga,“ segir Gunnar Smári.
Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent Stjórn AGS lýsti yfir stuðningi við Georgievu Viðskipti erlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Sjá meira