Segir þjóðpeningakerfi nothæfan grundvöll endurbóta Samúel Karl Ólason skrifar 31. mars 2015 10:51 Frosti Sigurjónsson, alþingismaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, skilaði í dag skýrslu sinni til forsætisráðherra um endurbætur á peningakerfinu. Skýrslan er unnin að beiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, en hún skoðar að hvaða leyti megi rekja vandamál í stjórn peningamála til þess að bönkum er heimilt að „búa til peninga“ þegar þeir veita lán. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að í gegnum tíðina hafi hagkerfi Íslands þurft að glíma við þráláta verðbólgu og óstöðugan gjaldmiðil. Einnig hafi hér á landi orðið eitt dýrasta bankahrun sem sögur fari af. Í skýrslunni eru skoðaðar hugmyndir um endurbætur á peningakerfinu. Í skýrslunni kemur fram að íslenskir viðskiptabankar hafi skapað mun meira af peningum en hagkerfið hafi þurft á að halda. Að Seðlabankanum hafi ekki tekist að hafa heimil á peningamyndun bankanna með hefðbundnum stjórntækjum sínum. Niðurstaða skýrslunnar er að svokallað þjóðpeningakerfi geti verið nothæfur grundvöllur að endurbótum á peningakerfinu. Í því kerfi myndi Seðlabankanum einum vera heimilt að búa til peninga fyrir hagkerfið. Þar að auki yrði peningavaldinu skipt upp. Seðlabankanum yrði falið að skapa þá peninga sem hagkerfið þarf, en Alþingi yrði falið að ráðstafa peningum með fjárlögum. Í tilkynningunni segir að þannig yrði dregið úr óstöðugleika peningakerfisins, skuldsetning myndi minnka og tekjur af peningamyndun renna til ríkisins í stað þess að renna til viðskiptabankanna. Þó segir að ítarlegri greining á kostum og göllum þjóðpeningakerfis sé nauðsynleg áður en afstaða sé tekin til þess hvort umbætur á grunni þess væru fýsilegar hér á landi. Formála skýrslunnar ritar Adair Turner lávarður. Hann var formaður breska Fjármálaeftirlitsins og formaður þeirrar nefndar sem vann stefnu alþjóðlega fjármálastöðugleikaráðsins. Í formála sínum segir Turner: „Tilraunir til að draga úr óstöðugleika núverandi fjármálakerfis hafa enn sem komið er ekki tekið á aðalvandanum þ.e. möguleika bankanna til að búa til skuldir, peninga og kaupmátt og þeim óstöðugleika sem því fylgir óhjákvæmilega. Niðurstaðan er sú að þær umbætur sem hafa verið samþykktar fram til þessa, skilja veröldina eftir berskjaldaða gegn fjármálalegum og efnahagslegum óstöðugleika í framtíðinni.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist ánægður með að skýrslan skuli vera komin út. „Ég vænti þess að hún verði mikilvægt innlegg í þá nauðsynlegu umræðu sem framundan er, hér sem annars staðar, um peningamyndun og stjórnun peningamála.“ „Ísland er fullvalda ríki með eigin gjaldmiðil og hefur því frelsi til að segja skilið við hið óstöðuga brotaforðakerfi og innleiða betra peningakerfi,“ segir Frosti Sigurjónsson, höfundur skýrslunnar. „Slíkt frumkvæði þarf hins vegar að grundvallast á ítarlegri skoðun valkosta og víðtækri sátt um mikilvægi raunverulegra umbóta.“ Skýrsluna í heild sinni er hægt að nálgast hér á vef Forsætisráðuneytisins. Alþingi Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna varð kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, alþingismaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, skilaði í dag skýrslu sinni til forsætisráðherra um endurbætur á peningakerfinu. Skýrslan er unnin að beiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, en hún skoðar að hvaða leyti megi rekja vandamál í stjórn peningamála til þess að bönkum er heimilt að „búa til peninga“ þegar þeir veita lán. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að í gegnum tíðina hafi hagkerfi Íslands þurft að glíma við þráláta verðbólgu og óstöðugan gjaldmiðil. Einnig hafi hér á landi orðið eitt dýrasta bankahrun sem sögur fari af. Í skýrslunni eru skoðaðar hugmyndir um endurbætur á peningakerfinu. Í skýrslunni kemur fram að íslenskir viðskiptabankar hafi skapað mun meira af peningum en hagkerfið hafi þurft á að halda. Að Seðlabankanum hafi ekki tekist að hafa heimil á peningamyndun bankanna með hefðbundnum stjórntækjum sínum. Niðurstaða skýrslunnar er að svokallað þjóðpeningakerfi geti verið nothæfur grundvöllur að endurbótum á peningakerfinu. Í því kerfi myndi Seðlabankanum einum vera heimilt að búa til peninga fyrir hagkerfið. Þar að auki yrði peningavaldinu skipt upp. Seðlabankanum yrði falið að skapa þá peninga sem hagkerfið þarf, en Alþingi yrði falið að ráðstafa peningum með fjárlögum. Í tilkynningunni segir að þannig yrði dregið úr óstöðugleika peningakerfisins, skuldsetning myndi minnka og tekjur af peningamyndun renna til ríkisins í stað þess að renna til viðskiptabankanna. Þó segir að ítarlegri greining á kostum og göllum þjóðpeningakerfis sé nauðsynleg áður en afstaða sé tekin til þess hvort umbætur á grunni þess væru fýsilegar hér á landi. Formála skýrslunnar ritar Adair Turner lávarður. Hann var formaður breska Fjármálaeftirlitsins og formaður þeirrar nefndar sem vann stefnu alþjóðlega fjármálastöðugleikaráðsins. Í formála sínum segir Turner: „Tilraunir til að draga úr óstöðugleika núverandi fjármálakerfis hafa enn sem komið er ekki tekið á aðalvandanum þ.e. möguleika bankanna til að búa til skuldir, peninga og kaupmátt og þeim óstöðugleika sem því fylgir óhjákvæmilega. Niðurstaðan er sú að þær umbætur sem hafa verið samþykktar fram til þessa, skilja veröldina eftir berskjaldaða gegn fjármálalegum og efnahagslegum óstöðugleika í framtíðinni.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist ánægður með að skýrslan skuli vera komin út. „Ég vænti þess að hún verði mikilvægt innlegg í þá nauðsynlegu umræðu sem framundan er, hér sem annars staðar, um peningamyndun og stjórnun peningamála.“ „Ísland er fullvalda ríki með eigin gjaldmiðil og hefur því frelsi til að segja skilið við hið óstöðuga brotaforðakerfi og innleiða betra peningakerfi,“ segir Frosti Sigurjónsson, höfundur skýrslunnar. „Slíkt frumkvæði þarf hins vegar að grundvallast á ítarlegri skoðun valkosta og víðtækri sátt um mikilvægi raunverulegra umbóta.“ Skýrsluna í heild sinni er hægt að nálgast hér á vef Forsætisráðuneytisins.
Alþingi Mest lesið Algeng meiðsli fótboltamanna varð kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent