Frumsýnt á Vísi: Sýnishorn úr heimildarmyndinni Íslenska krónan Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. mars 2015 14:46 Stillur úr myndinni. Heimildarmyndin Íslenska krónan verður frumsýnd í Bíó Paradís næstkomandi sunnudag. Í myndinni er farið um víðan völl og rætt við fjölda málsmetandi manna um íslensku krónuna. Íslenska krónan er seld á sama markaði og Bandaríkjadalur, evran og jenið. Þessir gjaldmiðlar þjóna hver og einn hundruðum milljóna meðan Íslendingar eru álíka margir og búa í Bakersfield í Bandaríkjunum, Akita í Japan og Bielefeld í Þýskalandi. Í Íslensku krónunni er saga einnar minnstu myntar í heimi sögð á skemmtilegan og aðgengilegan hátt. Áhorfendur eru kynntir fyrir nokkrum lykilhugtökum í hagfræðinni og vendipunktum í peningasögunni áður en viðmælendur ræða kosti og galla þess að halda úti eigin gjaldmiðli, gæði íslenskrar hagstjórnar, möguleikann á upptöku evru eða annarra gjaldmiðla, gjaldeyri á netöld og tengsl þjóðarsálarinnar við gjaldmiðilinn, svo fátt eitt sé nefnt. Í einu orði má segja að myndin fáist við svofellda „gallabuxnahagfræði“, þ.e. hagfræði sem er miðlað á einfaldan hátt og á jafningjagrundvelli. Meðal viðmælenda eru Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hagfræðingur, Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir, Vigdís Hauksdóttir þingkona, Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og Eyja Margrét Brynjarsdóttir heimspekingur auk fjölda annarra sérfræðinga og leikmanna sem eiga það öll sameiginlegt að nota krónuna á hverjum degi til að borga fyrir nauðsynjar. Vinnsla myndarinnar hófst fyrir sjö árum, vorið 2008, og hefur því staðið yfir á róstursömum tímum í hagsögu landsins: gegnum bankahrun, búsáhaldabyltingu og gjaldeyrishöft. Þessar sviptingar eru þó ekki í forgrunni þótt auðvitað verði saga krónunnar ekki sögð án þess að minnast á þær. Leikstjóri myndarinnar er Garðar Stefánsson og hann skrifaði einnig handritið ásamt framleiðandanum Atla Bollasyni. Myndataka var í höndum Árna Filippussonar, Bjarna Felix Bjarnasonar og Aðalsteins Stefánssonar. Eva Lind Höskuldsdóttir klippti og Árni Guðjónsson sá um tónlist. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog Sjá meira
Heimildarmyndin Íslenska krónan verður frumsýnd í Bíó Paradís næstkomandi sunnudag. Í myndinni er farið um víðan völl og rætt við fjölda málsmetandi manna um íslensku krónuna. Íslenska krónan er seld á sama markaði og Bandaríkjadalur, evran og jenið. Þessir gjaldmiðlar þjóna hver og einn hundruðum milljóna meðan Íslendingar eru álíka margir og búa í Bakersfield í Bandaríkjunum, Akita í Japan og Bielefeld í Þýskalandi. Í Íslensku krónunni er saga einnar minnstu myntar í heimi sögð á skemmtilegan og aðgengilegan hátt. Áhorfendur eru kynntir fyrir nokkrum lykilhugtökum í hagfræðinni og vendipunktum í peningasögunni áður en viðmælendur ræða kosti og galla þess að halda úti eigin gjaldmiðli, gæði íslenskrar hagstjórnar, möguleikann á upptöku evru eða annarra gjaldmiðla, gjaldeyri á netöld og tengsl þjóðarsálarinnar við gjaldmiðilinn, svo fátt eitt sé nefnt. Í einu orði má segja að myndin fáist við svofellda „gallabuxnahagfræði“, þ.e. hagfræði sem er miðlað á einfaldan hátt og á jafningjagrundvelli. Meðal viðmælenda eru Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Kristrún Tinna Gunnarsdóttir hagfræðingur, Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir, Vigdís Hauksdóttir þingkona, Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og Eyja Margrét Brynjarsdóttir heimspekingur auk fjölda annarra sérfræðinga og leikmanna sem eiga það öll sameiginlegt að nota krónuna á hverjum degi til að borga fyrir nauðsynjar. Vinnsla myndarinnar hófst fyrir sjö árum, vorið 2008, og hefur því staðið yfir á róstursömum tímum í hagsögu landsins: gegnum bankahrun, búsáhaldabyltingu og gjaldeyrishöft. Þessar sviptingar eru þó ekki í forgrunni þótt auðvitað verði saga krónunnar ekki sögð án þess að minnast á þær. Leikstjóri myndarinnar er Garðar Stefánsson og hann skrifaði einnig handritið ásamt framleiðandanum Atla Bollasyni. Myndataka var í höndum Árna Filippussonar, Bjarna Felix Bjarnasonar og Aðalsteins Stefánssonar. Eva Lind Höskuldsdóttir klippti og Árni Guðjónsson sá um tónlist.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog Sjá meira