30 milljónir í lúxusbíla hjá Póstinum þrátt fyrir tap ingvar haraldsson skrifar 20. febrúar 2015 12:44 Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspóst, segir laun hjá fyrirtækinu þurfi að vera samkeppnishæft til þess að eiga kost á að laða til sína hæfa starfsmenn. Bifreiðaafnot framkvæmdastjóra séu hluti af því að mati Ingimundar. vísir/stefán Stjórn félagsins mun leggja til að við hluthafafund að greiddur verði 11% arður af B-deild stofnsjóðs, þar af verðbótarþáttur 1%, alls 19,8 m.kr. eða 0,11 krónur á hvern útgefin hlut og reiknaðir 5% vextir á höfuðstól inneigna í A-deild stofnsjóðs, alls 15,8 milljónir króna. Íslandspóstur hefur greitt 29,5 milljónir króna fyrir sex bifreiðar sem forstjóri og framkvæmdastjórar hafa til umráða samkvæmt ráðningasamningi. Rekstur bílanna kostaði 8,8 milljónir króna á síðasta ári þrátt fyrir 119 milljón króna tap Íslandspósts, sem er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins, árið 2013. DV greinir frá. Bifreiðarnar sem um ræðir eru tveir jeppar af gerðinni Ford Explorer, einn Ford Expedition jeppi og fólksbíllinn Volvo V70 sem keyptir voru nýir á árunum 2007 og 2008. Þá keypti Íslandspóstur tvo notaða Toyota Land Cruiser jeppa sem smíðaðir voru árið 2007. Pósturinn greiddi um 4,9 milljónir króna að meðaltali fyrir hvern bíl. Laun yfirstjórnar Íslandspósts námu 95 milljónum árið 2013. Þar af námu laun forstjóra Íslandspósts, Ingimundar Sigurpálssonar, 14 milljónum og hækkuðu um 2 milljónir milli ára.Ódýrari bílar ekki komið til umræðu DV hefur eftir Ingimundi að ekki hafi verið rætt innan fyrirtækisins að notast við ódýrari bíla í ljósi bágrar fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Í gær sendi félagið frá sér tilkynningu í gær þar sem sagt var að bréfasendingum hefði fækkað verulega á undanförnum árum og stefndi í frekari fækkun bréfa. Þannig hefði bréfamagn dregist saman um 8,1 prósent á síðasta ári og um 45 prósent frá árinu 2007. Pósturinn telur að með áframhaldandi fækkun bréfasendinga geti tekjur fyrirtækisins orðið 800 milljónum lægri árið 2019 en á síðasta ári.Ingimundur segir bílana hluti af ráðningarsamningi. Laun hjá fyrirtækinu þurfi að vera samkeppnishæft til þess að eiga kost á að laða til sína hæfa starfsmenn. Bifreiðaafnot framkvæmdastjóra séu hluti af því að mati Ingimundar. Tengdar fréttir Telja fækkun bréfa hafi alvarleg áhrif á afkomu Íslandspósts Magnminnkun á bréfum í einkarétti var 8,1% á árinu 2014. Frá árinu 2007 hefur verið viðvarandi minnkun í bréfamagni en á tímabilinu hefur magn bréfa lækkað úr rúmum 50 milljónum árið 2007 í um 27,5 milljónir árið 2014, eða um 45%. 19. febrúar 2015 14:45 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Sjá meira
Stjórn félagsins mun leggja til að við hluthafafund að greiddur verði 11% arður af B-deild stofnsjóðs, þar af verðbótarþáttur 1%, alls 19,8 m.kr. eða 0,11 krónur á hvern útgefin hlut og reiknaðir 5% vextir á höfuðstól inneigna í A-deild stofnsjóðs, alls 15,8 milljónir króna. Íslandspóstur hefur greitt 29,5 milljónir króna fyrir sex bifreiðar sem forstjóri og framkvæmdastjórar hafa til umráða samkvæmt ráðningasamningi. Rekstur bílanna kostaði 8,8 milljónir króna á síðasta ári þrátt fyrir 119 milljón króna tap Íslandspósts, sem er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins, árið 2013. DV greinir frá. Bifreiðarnar sem um ræðir eru tveir jeppar af gerðinni Ford Explorer, einn Ford Expedition jeppi og fólksbíllinn Volvo V70 sem keyptir voru nýir á árunum 2007 og 2008. Þá keypti Íslandspóstur tvo notaða Toyota Land Cruiser jeppa sem smíðaðir voru árið 2007. Pósturinn greiddi um 4,9 milljónir króna að meðaltali fyrir hvern bíl. Laun yfirstjórnar Íslandspósts námu 95 milljónum árið 2013. Þar af námu laun forstjóra Íslandspósts, Ingimundar Sigurpálssonar, 14 milljónum og hækkuðu um 2 milljónir milli ára.Ódýrari bílar ekki komið til umræðu DV hefur eftir Ingimundi að ekki hafi verið rætt innan fyrirtækisins að notast við ódýrari bíla í ljósi bágrar fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Í gær sendi félagið frá sér tilkynningu í gær þar sem sagt var að bréfasendingum hefði fækkað verulega á undanförnum árum og stefndi í frekari fækkun bréfa. Þannig hefði bréfamagn dregist saman um 8,1 prósent á síðasta ári og um 45 prósent frá árinu 2007. Pósturinn telur að með áframhaldandi fækkun bréfasendinga geti tekjur fyrirtækisins orðið 800 milljónum lægri árið 2019 en á síðasta ári.Ingimundur segir bílana hluti af ráðningarsamningi. Laun hjá fyrirtækinu þurfi að vera samkeppnishæft til þess að eiga kost á að laða til sína hæfa starfsmenn. Bifreiðaafnot framkvæmdastjóra séu hluti af því að mati Ingimundar.
Tengdar fréttir Telja fækkun bréfa hafi alvarleg áhrif á afkomu Íslandspósts Magnminnkun á bréfum í einkarétti var 8,1% á árinu 2014. Frá árinu 2007 hefur verið viðvarandi minnkun í bréfamagni en á tímabilinu hefur magn bréfa lækkað úr rúmum 50 milljónum árið 2007 í um 27,5 milljónir árið 2014, eða um 45%. 19. febrúar 2015 14:45 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Sjá meira
Telja fækkun bréfa hafi alvarleg áhrif á afkomu Íslandspósts Magnminnkun á bréfum í einkarétti var 8,1% á árinu 2014. Frá árinu 2007 hefur verið viðvarandi minnkun í bréfamagni en á tímabilinu hefur magn bréfa lækkað úr rúmum 50 milljónum árið 2007 í um 27,5 milljónir árið 2014, eða um 45%. 19. febrúar 2015 14:45