LeBron James yngri, kallaður Bronny, sýndi nefnilega mögnuð tilþrif í Stjörnuleik efnilegustu körfuboltamanna Bandaríkjanna. Strákarnir sem tóku þátt í þeim leik virðast reyndar allir eiga bjarta framtíð fyrir höndum í íþróttinni.
Bronny var eðlilega mest í sviðsljósinu og hann mun líklega verða það áfram á næstu árum. Það er pressa að vera sonur þess besta.
Strákurinn er orðinn 10 ára gamall og kann ansi margt fyrir sér í íþróttinni eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan.