Segir að Bandaríkjamenn ættu að læra af Íslendingum hvernig reka eigi banka ingvar haraldsson skrifar 27. febrúar 2015 11:15 Gunnar Smári Egilsson bendir á að hagnaður íslenska bankakerfisins sé 4% af landsframleiðslu samanborið við 0,88% prósent hjá bandaríska bankakerfinu. vísir/vilhelm Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri, segir að miðað við hagnað bandarískra og íslenskra banka á síðasta ári ættu bandarískir bankamenn að fara á námskeið hjá íslenskum kollegum sínum í bankarekstri. Þetta kemur fram í færslu sem hann ritar á Facebook. Sjá einnig: „Ég tel að bankarnir séu að taka til sín alltof mikið“ Gunnar Smári bendir á að samanlagður hagnaður bandaríska bankakerfisins hafi numið 152,7 milljörðum dollara á síðasta ári sem jafngildi 20.155 milljörðum íslenskra króna. „Hagnaður er ekki nema 0,88% af þjóðarframleiðslu Bandaríkjanna, sem var um 17.415 milljarðar dollara í fyrra eða nálægt 2.300.000 milljörðum króna,“ segir Gunnar Smári. Sjá einnig: 80 milljarðar í samanlagðan hagnað Hagnaður þriggja stærstu íslensku bankanna hafi hins vegar numið 80 milljörðum á síðasta ári sem jafngildi 4% af landsframleiðslu Íslands. „Ef bandarískir bankamenn færu íslensku leiðina og næðu jafn miklum hagnaði út úr sínu efnahagskerfi gætu þeir því aukið hagnað sinna fyrirtækja um næstum 560 milljarða Bandaríkjadala (næstum 74.000 milljarða íslenskra króna) sjálfum sér, hluthöfunum og samfélaginu öllu til hagsbóta,“ segir Gunnar Smári og lýkur færslunni á að „þá gætu Bandaríkin orðið eins og Ísland; vel lukkað samfélag.“ Færslu Gunnars Smára má lesa í heild sinni hér að neðan.Post by Gunnar Smári Egilsson. Tengdar fréttir „Ég tel að bankarnir séu að taka til sín alltof mikið“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var hvassyrtur þegar hann steig í pontu í Alþingi í dag og ræddi um vaxtakjör almennings. 25. febrúar 2015 20:48 Eigendur bankanna fá ekki arðinn úr landi vegna hafta Miðað við arðgreiðslustefnu Íslandsbanka hefði bankinn átt að greiða eigendum rúma níu milljarða króna í arð á síðasta ári. Vegna gjaldeyrishafta greiddi bankinn einungis fjóra. Arion banki greiddi mu 26. febrúar 2015 11:30 80 milljarðar í samanlagðan hagnað Samanlagður hagnaður Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans nam 81 milljarði króna á síðasta ári. Hagnaður Landsbankans var mestur eða 29,7 milljarðar króna. Hagnaður Arion banka var 28,6 milljarðar og hagnaður Íslandsbanka 22,8. 27. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri, segir að miðað við hagnað bandarískra og íslenskra banka á síðasta ári ættu bandarískir bankamenn að fara á námskeið hjá íslenskum kollegum sínum í bankarekstri. Þetta kemur fram í færslu sem hann ritar á Facebook. Sjá einnig: „Ég tel að bankarnir séu að taka til sín alltof mikið“ Gunnar Smári bendir á að samanlagður hagnaður bandaríska bankakerfisins hafi numið 152,7 milljörðum dollara á síðasta ári sem jafngildi 20.155 milljörðum íslenskra króna. „Hagnaður er ekki nema 0,88% af þjóðarframleiðslu Bandaríkjanna, sem var um 17.415 milljarðar dollara í fyrra eða nálægt 2.300.000 milljörðum króna,“ segir Gunnar Smári. Sjá einnig: 80 milljarðar í samanlagðan hagnað Hagnaður þriggja stærstu íslensku bankanna hafi hins vegar numið 80 milljörðum á síðasta ári sem jafngildi 4% af landsframleiðslu Íslands. „Ef bandarískir bankamenn færu íslensku leiðina og næðu jafn miklum hagnaði út úr sínu efnahagskerfi gætu þeir því aukið hagnað sinna fyrirtækja um næstum 560 milljarða Bandaríkjadala (næstum 74.000 milljarða íslenskra króna) sjálfum sér, hluthöfunum og samfélaginu öllu til hagsbóta,“ segir Gunnar Smári og lýkur færslunni á að „þá gætu Bandaríkin orðið eins og Ísland; vel lukkað samfélag.“ Færslu Gunnars Smára má lesa í heild sinni hér að neðan.Post by Gunnar Smári Egilsson.
Tengdar fréttir „Ég tel að bankarnir séu að taka til sín alltof mikið“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var hvassyrtur þegar hann steig í pontu í Alþingi í dag og ræddi um vaxtakjör almennings. 25. febrúar 2015 20:48 Eigendur bankanna fá ekki arðinn úr landi vegna hafta Miðað við arðgreiðslustefnu Íslandsbanka hefði bankinn átt að greiða eigendum rúma níu milljarða króna í arð á síðasta ári. Vegna gjaldeyrishafta greiddi bankinn einungis fjóra. Arion banki greiddi mu 26. febrúar 2015 11:30 80 milljarðar í samanlagðan hagnað Samanlagður hagnaður Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans nam 81 milljarði króna á síðasta ári. Hagnaður Landsbankans var mestur eða 29,7 milljarðar króna. Hagnaður Arion banka var 28,6 milljarðar og hagnaður Íslandsbanka 22,8. 27. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
„Ég tel að bankarnir séu að taka til sín alltof mikið“ Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var hvassyrtur þegar hann steig í pontu í Alþingi í dag og ræddi um vaxtakjör almennings. 25. febrúar 2015 20:48
Eigendur bankanna fá ekki arðinn úr landi vegna hafta Miðað við arðgreiðslustefnu Íslandsbanka hefði bankinn átt að greiða eigendum rúma níu milljarða króna í arð á síðasta ári. Vegna gjaldeyrishafta greiddi bankinn einungis fjóra. Arion banki greiddi mu 26. febrúar 2015 11:30
80 milljarðar í samanlagðan hagnað Samanlagður hagnaður Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans nam 81 milljarði króna á síðasta ári. Hagnaður Landsbankans var mestur eða 29,7 milljarðar króna. Hagnaður Arion banka var 28,6 milljarðar og hagnaður Íslandsbanka 22,8. 27. febrúar 2015 07:00