Viðskipti innlent

Steinunn segir erlenda aðila hafa áhuga á að kaupa Íslandsbanka

ingvar haraldsson skrifar
Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis segir áhuga meðal erlendra aðila á að kaupa Íslandabanka.
Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis segir áhuga meðal erlendra aðila á að kaupa Íslandabanka. vísir/vilhelm/gva
Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis segir áhuga meðal erlendra aðila á að kaupa Íslandabanka. „Við höfum unnið að því að selja Íslandsbanka um nokkurn tíma og það er áhugi á bankanum en þetta er auðvitað flókin staða, ekki síst með gjaldeyrishöft. Þetta er verkefni í vinnslu og ekki tímabært að tjá sig um það á þessum tímapunkti,“ segir Steinunn aðspurð um hvort slitastjórnin hefði skrifað undir viljayfirlýsingu við fjárfesta frá Mið-Austurlöndum um kaup á 95% hlut slitastjórnarinnar í Íslandabanka. Greint var frá því í DV í dag.



Sjá einnig:
Erlendir fjárfestar vilja kaupa Íslandsbanka

Steinunn bendir á að slitastjórnin vilji selja bankann þar sem markmið slitastjórnarinnar sé að selja eigur slitabúsins. „Þetta er ein af eignum Glitnis og Glitnir er í slitameðferð. Markmiðið er að selja eignir og úthluta þeim til kröfuhafa,“ segir Steinunn og bætir við að gott sé að erlendir aðilar sýni bankanum áhuga.

„Við erum sannfærð um það að það skipti miklu máli og sé mikil lyftistöng fyrir Ísland að erlendir aðilar sýni íslenskum eignum áhuga. Síðustu fréttir sem ég las voru að íslensk fyrirtæki væru að flýja úr landi þannig að þetta hljóta að vera góðar og jákvæðar fréttir,“ segir Steinunn.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×