Viðskipti innlent

Erlendir fjárfestar vilja kaupa Íslandsbanka

ingvar haraldsson skrifar
Í kjölfar sölunnar mun slitastjórn bankans þurfa undanþágu frá gjaldeyrishöftum vilji kröfuhafar Glitnis fá féð úr landi.
Í kjölfar sölunnar mun slitastjórn bankans þurfa undanþágu frá gjaldeyrishöftum vilji kröfuhafar Glitnis fá féð úr landi. vísir/vilhelm
Slitastjórn Glitnis hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við hóp alþjóðlegra fjárfesta um sölu á 95% eignarhlut í Íslandsbanka. Þetta kemur fram í DV í dag. 

Heimildir blaðsins herma að um sé að ræða ríkisfjárfestingasjóði frá Mið-Austurlöndum. Gangi kaupin eftir verður kaupverðið um 150 milljarðar íslenskra króna. Í kjölfar sölunnar mun slitastjórn bankans þurfa undanþágu frá gjaldeyrishöftum vilji kröfuhafar Glitnis fá féð úr landi. 

Þá gætu fjárfestarnir einnig þurft að samþykkja samkomulag þar sem  hömlur verði settar á arðgreiðslur úr bankanum. Það yrði gert til þess að auka líkur á að salan samrýmist áformum stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta. Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur sagt að sala á bönkum á lágu verði til erlendra aðila sem hefðu áhuga á verulegum arðgreiðslum gæti erfiðað losun gjaldeyrishafta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×