Viðskipti innlent

Samkomulag um sameiningu Straums og MP banka

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Í tilkynningu segir að sameining bankanna muni hafa í för með sér "augljósan ávinning fyrir hluthafa félaganna“, ef hún gengur eftir.
Í tilkynningu segir að sameining bankanna muni hafa í för með sér "augljósan ávinning fyrir hluthafa félaganna“, ef hún gengur eftir. Vísir
Stjórnir Straums fjárfestingabanka hf. og MP banka hf. hafa náð saman um helstu skilmála varðandi samruna bankanna tveggja. Er samkomulagið gert með fyrirvara um samþykki hluthafafunda og eftirlitsaðila sem og um niðurstöður áreiðanleikakannanna.

Nú taka við viðræður um nánari útfærslu á sameiningu bankanna sem og áreiðanleikakannanir sem síðan verða lagðar fyrir hluthafa til endanlegs samþykkis.

Í tilkynningu segir að sameiningin muni hafa í för með sér „augljósan ávinning fyrir hluthafa félaganna“, ef hún gengur eftir. Þá segir:

„Jafnframt getur sameinaður banki eflt og bætt þjónustu við viðskiptavini

og verið áhugaverður og metnaðarfullur vinnustaður. Sameinaður banki mun horfa til sóknarfæra á sviði eignastýringar og fjárfestingabankastarfsemi og yrði hann með sterka stöðu á íslenskum fjármálamarkaði á þeim sviðum. Sameinaður banki hefur jafnframt trausta eiginfjárstöðu og styrk til að veita fjárfestum, sparifjáreigendum og atvinnulífi sérhæfða bankaþjónustu.“


Tengdar fréttir

Straumur lýkur við 500 milljóna hlutafjáraukningu

Straumur fjárfestingabanki hefur lokið við hlutafjáraukningu upp á 500 milljónir króna. 65% af nýju útgefnu hlutafé seldist til fjögurra stærstu hluthafanna og 35% til starfsmanna.

Straumur hagnast um 225 milljónir

Straumur fjárfestingabanki hagnaðist um 225 milljónir króna á síðasta ári. Arðsemi eigin fjár var 12%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×