Útflutningur til Kína dróst saman þrátt fyrir fríverslun Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. febrúar 2015 18:12 Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Aflabrestur í loðnu vegur þungt í minni útflutningi til Kína. Þá hafa aðrar sjávarafurðir að öllum líkindum verið seldar á aðra markaði vegna betra afurðaverðs. Útflutningur Íslendinga til Kína dróst saman um þriðjung á síðasta ári. Árið sem fríverslunarsamningur milli ríkjanna tók gildi. Íslendingar fluttu út vörur til Kína fyrir 7.020 milljónir á árinu 2013 samkvæmt talnaefni á vef Hagstofunnar. Tölur fyrir árið 2014 liggja nú fyrir og það vekur sérstaka athygli að útflutningur til Kína dróst saman um tæplega þriðjung og nam samtals 4.803 milljörðum króna. Þetta eru nokur tíðindi því hinn 1. júlí í fyrra tók gildi fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína og einhver gæti dregið þá ályktun að samhliða því myndi útflutningur Íslendinga til landsins aukast. Þennan mikla samdrátt í útflutningi á milli áranna 2013 og 2014 má fyrst og fremst rekja til samdráttar í útflutningi á nokkrum sjávarafurðum fyrir Kínamarkaðinn samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Hér er um að ræða loðnu þar sem var rúmlega 1,1 milljarðs króna samdráttur einkum vegna aflabrests í þeirri fisktegund á Íslandi í fyrra, grálúðu þar sem var sem var rúmlega 760 milljóna króna samdráttur í útflutningi til Kína, karfa þar sem var rúmlega 600 milljóna króna samdráttur, og lýsisafurða, þar sem sem samdrátturinn var rúmlega 500 milljónir króna. Útflutningur þessara afurða eingöngu fór úr um 5 milljörðum króna árið 2013 í um 2 milljarða króna árið 2014. Hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, áður LÍÚ, fengust þau svör að ekki hefði farið fram ítarlegri greining á þessum tölum. Í einhverjum tilvikum hefðu sjávarafurðir að öllum líkindum verið seldar á aðra markaði en Kína í fyrra þar sem betra verð hafi fengist fyrir afurðirnar. Talsverðar árstíðabundnar sveiflur eru í loðnuveiðum hér á landi. Í fyrra voru aðeins veidd 105 þúsund tonn af loðnu en á þessu ári verða veidd 580 þúsund tonn. Meðaltals afli síðustu áratuga er 611 þúsund tonn. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Útflutningur Íslendinga til Kína dróst saman um þriðjung á síðasta ári. Árið sem fríverslunarsamningur milli ríkjanna tók gildi. Íslendingar fluttu út vörur til Kína fyrir 7.020 milljónir á árinu 2013 samkvæmt talnaefni á vef Hagstofunnar. Tölur fyrir árið 2014 liggja nú fyrir og það vekur sérstaka athygli að útflutningur til Kína dróst saman um tæplega þriðjung og nam samtals 4.803 milljörðum króna. Þetta eru nokur tíðindi því hinn 1. júlí í fyrra tók gildi fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína og einhver gæti dregið þá ályktun að samhliða því myndi útflutningur Íslendinga til landsins aukast. Þennan mikla samdrátt í útflutningi á milli áranna 2013 og 2014 má fyrst og fremst rekja til samdráttar í útflutningi á nokkrum sjávarafurðum fyrir Kínamarkaðinn samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Hér er um að ræða loðnu þar sem var rúmlega 1,1 milljarðs króna samdráttur einkum vegna aflabrests í þeirri fisktegund á Íslandi í fyrra, grálúðu þar sem var sem var rúmlega 760 milljóna króna samdráttur í útflutningi til Kína, karfa þar sem var rúmlega 600 milljóna króna samdráttur, og lýsisafurða, þar sem sem samdrátturinn var rúmlega 500 milljónir króna. Útflutningur þessara afurða eingöngu fór úr um 5 milljörðum króna árið 2013 í um 2 milljarða króna árið 2014. Hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, áður LÍÚ, fengust þau svör að ekki hefði farið fram ítarlegri greining á þessum tölum. Í einhverjum tilvikum hefðu sjávarafurðir að öllum líkindum verið seldar á aðra markaði en Kína í fyrra þar sem betra verð hafi fengist fyrir afurðirnar. Talsverðar árstíðabundnar sveiflur eru í loðnuveiðum hér á landi. Í fyrra voru aðeins veidd 105 þúsund tonn af loðnu en á þessu ári verða veidd 580 þúsund tonn. Meðaltals afli síðustu áratuga er 611 þúsund tonn.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira