Stýrivextir óbreyttir Stefán Árni Pálsson skrifar 4. febrúar 2015 08:59 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri vísir/gva Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5% eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum. Greiningadeildir bankanna og IFS greining höfðu búist við að vextir yrðu lækkaðir um 0,25 prósentustig. Þar segir að samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands var hagvöxtur nokkru minni á fyrstu þremur ársfjórðungum síðasta árs en spáð var í nóvemberhefti Peningamála. Vísbendingar séu um að bráðabirgðatölurnar kunni að fela í sér vanmat, en í uppfærðri spá Seðlabankans er eigi að síður gert ráð fyrir að hagvöxtur í fyrra hafi verið minni en bankinn spáði í nóvember eða 2% í stað 2,9%. Hins vegar er búist við meiri hagvexti í ár en þá var spáð eða 4,2% í stað 3,5%. „Verðbólga hefur hjaðnað enn frekar frá síðustu vaxtaákvörðun. Í desember og janúar mældist hún aðeins 0,8% og lítils háttar lækkun verðlags mælist sé horft fram hjá áhrifum húsnæðiskostnaðar. Horfur eru á að verðbólga verði undir 2% fram á næsta ár, sem er minni verðbólga en spáð var í nóvember. Lítil alþjóðleg verðbólga og stöðugt gengi krónu halda aftur af verðbólgu og vega á móti áhrifum töluverðra launahækkana innanlands. Verðbólguvæntingar hafa einnig lækkað á undanförnum mánuðum og eru nú á helstu mælikvarða við verðbólgumarkmiðið,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir einnig að efnahagshorfur séu að ýmsu leyti tvísýnni en oft áður. „Lækkun eldsneytisverðs hefur haft mikil áhrif á verðlagsþróun bæði á Íslandi og á heimsvísu, en óvíst er hve langvinn þessi þróun verður. Launavöxtur hefur verið töluverður á Íslandi, ólíkt flestum viðskiptalöndum, og vaxandi óróa gætir á vinnumarkaði sem gæti teflt í tvísýnu stöðugleikanum sem áunnist hefur.“ Raunvextir bankans hafa hækkað að undanförnu sökum hjöðnunar verðbólgu og verðbólguvæntinga. Þeir eru nokkuð háir í ljósi stöðu hagsveiflunnar og nærhorfa. „Lækkun alþjóðlegs eldsneytisverðs er hins vegar utan áhrifasviðs peningastefnu hér á landi auk þess sem sú minnkun verðbólgu sem af henni leiðir er tímabundin. Við ákvörðun vaxta er því ekki hægt að taka fullt tillit til hjöðnunar verðbólgu sem af henni stafar. Þá ríkir mikil óvissa um horfur á vinnumarkaði á sama tíma og vísbendingar eru um öflugan hagvöxt á næstu misserum. Af þessum sökum telur peningastefnunefndin rétt að staldra við uns efnahagshorfur skýrast frekar, einkum varðandi launaþróun.“ Framvinda nafnvaxta ræðst eins og alltaf af þróun eftirspurnar og verðbólgu. „Haldist verðbólga undir markmiði og verði launahækkanir í komandi kjarasamningum í samræmi við verðbólgumarkmið gætu skapast forsendur fyrir frekari lækkun nafnvaxta. Miklar launahækkanir og vöxtur eftirspurnar gætu hins vegar grafið undan nýfengnum verðstöðugleika og valdið því að hækka þurfi vexti á ný.“ Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5% eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum. Greiningadeildir bankanna og IFS greining höfðu búist við að vextir yrðu lækkaðir um 0,25 prósentustig. Þar segir að samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands var hagvöxtur nokkru minni á fyrstu þremur ársfjórðungum síðasta árs en spáð var í nóvemberhefti Peningamála. Vísbendingar séu um að bráðabirgðatölurnar kunni að fela í sér vanmat, en í uppfærðri spá Seðlabankans er eigi að síður gert ráð fyrir að hagvöxtur í fyrra hafi verið minni en bankinn spáði í nóvember eða 2% í stað 2,9%. Hins vegar er búist við meiri hagvexti í ár en þá var spáð eða 4,2% í stað 3,5%. „Verðbólga hefur hjaðnað enn frekar frá síðustu vaxtaákvörðun. Í desember og janúar mældist hún aðeins 0,8% og lítils háttar lækkun verðlags mælist sé horft fram hjá áhrifum húsnæðiskostnaðar. Horfur eru á að verðbólga verði undir 2% fram á næsta ár, sem er minni verðbólga en spáð var í nóvember. Lítil alþjóðleg verðbólga og stöðugt gengi krónu halda aftur af verðbólgu og vega á móti áhrifum töluverðra launahækkana innanlands. Verðbólguvæntingar hafa einnig lækkað á undanförnum mánuðum og eru nú á helstu mælikvarða við verðbólgumarkmiðið,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni segir einnig að efnahagshorfur séu að ýmsu leyti tvísýnni en oft áður. „Lækkun eldsneytisverðs hefur haft mikil áhrif á verðlagsþróun bæði á Íslandi og á heimsvísu, en óvíst er hve langvinn þessi þróun verður. Launavöxtur hefur verið töluverður á Íslandi, ólíkt flestum viðskiptalöndum, og vaxandi óróa gætir á vinnumarkaði sem gæti teflt í tvísýnu stöðugleikanum sem áunnist hefur.“ Raunvextir bankans hafa hækkað að undanförnu sökum hjöðnunar verðbólgu og verðbólguvæntinga. Þeir eru nokkuð háir í ljósi stöðu hagsveiflunnar og nærhorfa. „Lækkun alþjóðlegs eldsneytisverðs er hins vegar utan áhrifasviðs peningastefnu hér á landi auk þess sem sú minnkun verðbólgu sem af henni leiðir er tímabundin. Við ákvörðun vaxta er því ekki hægt að taka fullt tillit til hjöðnunar verðbólgu sem af henni stafar. Þá ríkir mikil óvissa um horfur á vinnumarkaði á sama tíma og vísbendingar eru um öflugan hagvöxt á næstu misserum. Af þessum sökum telur peningastefnunefndin rétt að staldra við uns efnahagshorfur skýrast frekar, einkum varðandi launaþróun.“ Framvinda nafnvaxta ræðst eins og alltaf af þróun eftirspurnar og verðbólgu. „Haldist verðbólga undir markmiði og verði launahækkanir í komandi kjarasamningum í samræmi við verðbólgumarkmið gætu skapast forsendur fyrir frekari lækkun nafnvaxta. Miklar launahækkanir og vöxtur eftirspurnar gætu hins vegar grafið undan nýfengnum verðstöðugleika og valdið því að hækka þurfi vexti á ný.“
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira