JetBlue og Icelandair deila með sér flugnúmerum Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. febrúar 2015 13:38 Birkir Hólm Guðnason framkvæmdastjóri Icelandair Group og Tracy Lynn Bink, framkvæmdastjóri samstarfs- og samvinnu við flugfélög hjá JetBlue, handsala samkomulag félaganna. Með þeim eru Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og Ragneiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála. Fréttablaðið/GVA Icelandair og bandaríska flugfélagið JetBlue hafa gert með sér samkomulag um sameiginleg flugnúmer og sótt um heimild til slíks „codeshare“ samstars til yfirvalda samgöngumála í Bandaríkjunum, bæði samgönguráðuneytis (DOT) og flugmálastofnunar (FAA). Með samstarfinu er viðskiptavinum flugfélaganna sagt gert auðveldara að ferðast á flugleiðum félaganna með áherslu á tengipunkta í Boston og New York í Bandaríkjunum og Keflavíkurflugvöll hér. Skrifað var undir samkomulagið á Icelandair Mid-Atlantic kaupstefnunni í Laugardalshöll laust eftir klukkan tvö í dag og tilkynning um samstarfið send út í kjölfarið. Félögin eru bæði skráð i kauphallir Nasdaq Icelandair Group á Íslandi og JetBlue í New York í Bandaríkjunum. Sala á ferðum undir nýju fyrirkomulagi getur svo hafist að fengnu leyfi stjórnvalda vestra. Samkvæmt upplýsingum frá JetBlue, er ekki óvanalegt að það ferli taki um einn og hálfan mánuð. Í tilkynningu félaganna kemur fram að samningurinn sé framhald af farsælu samstarfi sem staðið hafi frá árinu 2011 og að þau hlakki til frekara samstarfs sem samningurinn um sameiginleg flugnúmer hafi í för með sér. „Við erum stöðugt að leita leiða til þess að vaxa og þróa samstarf við bestu flugfélög heims. Icelandair er frábær samstarfsaðili með spennandi og vaxandi leiðakerfi milli Norður-Ameríku, Íslands og Evrópu og gefur viðskiptavinum okkar ný tækifæri,“ er í tilkynningu félaganna haft eftir Robin Hayes, forstjóra JetBlue. Þá er haft eftir Birki Hólm Guðnasyni, framkvæmdastjóra Icelandair, að félagið haldi á árinu áfram að styrkja net flugleiða hjá sér, með fleiri tengimögleikum, aukinni tíðni flugferða og fleiri áfangastöðum. Aukin samvinna við JetBlue sé áfangi á þeirri vegferð. „Við höfum átt mjög farsælt samstarf við JetBlue í nokkur ár og höfum nú ákveðið að styrkja það enn frekar með hagsmuni beggja í huga,“ segir hann í tilkynningu félaganna. Gangi fyrirætlanir félaganna eftir verður „B6“ flugkóða JetBlue bætt við níu leiðir Icelandair milli Bandaríkjanna og Keflavíkur og átta flugleiðir til Norðurlanda og fleiri Evrópulanda. Áfangastaðirnir sem um ræðir eru: [AMS] Amsterdam í Hollandi [ANC] Anchorage í Alaska [BHX] Birmingham í Bretlandi [BOS] Boston í Massachusetts í Bandaríkjunum [DEN] Denver í Colorado í Bandaríkjunum [GLA] Glasgow í Skotlandi [HEL] Helsinki í Finnlandi [CPH] Kaupmannahöfn í Danmörku[MAN] Manchester í Bretlandi[MSP] Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum[EWR] Newark í New Jersey í Bandaríkjunum[JFK] New York-borg í Bandaríkjunum[MCO] Orlando í Flórída í Bandaríkjunum (síðar á þessu ári)[OSL] Ósló í Noregi[SEA] Seattle í Washingtonríki í Bandaríkjunum[ARN] Stokkhólmur í Svíþjóð[IAD] Washingtonborg í BandaríkjunumAirbus A320 farþegaþota frá JetBlue. Icelandair og JetBlue bjóða svipaða þjónustu um borð í vélum sínum, þar á meðal skjái í sætisbökum fyrir farþega. JetBlue notast hins vegar við Airbus þotur í flugflota sínum á meðan Icelandair er með samning við Boeing.Mynd/AirbusÞá verður „FI“ kóða Icelandair bætt við flug JetBlue til að heimila tengiflug út fyrir grunnáfangastaðina í Boston og New York (JFK-flugvelli). Þar er um að ræða áfangastaðina:[AUS] Austin, Texas[BWI] Baltimore, Maryland (BWI)[ORD] Chicago, Illinois (ORD)[DTW] Detroit, Michigan (DTW)[FLL] Fort Lauderdale-Hollywood, Flórída (FLL)[LAX] Los Angeles (LAX)[MCO] Orlando, Flórída (MCO)[EWR] Newark, New Jersey (EWR)[PHL] Philadelphia, Pennsylvanía (PHL) [PIT] Pittsburgh, Pennsylvanía (PIT)[RDU] Raleigh-Durham, Norður-Karólína (RDU)[SFO] San Francisco, Kalifornía (SFO)[TPA] Tampa, Flórída (TPA)[DCA & IAD] Washington D.C. Tengdar fréttir Sjá tækifæri í ferðum til Íslands Codeshare-samningur Icelandair Group og JetBlue í Bandaríkjunum, sem kynntur var í gær, er sá fjórði sinnar tegundar hjá JetBlue. Icelandair hefur gert viðlíka samninga við SAS og Finnair. JetBlue hefur lagt áherslu á orlofs- og skemmtiferðir 7. febrúar 2015 07:00 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Icelandair og bandaríska flugfélagið JetBlue hafa gert með sér samkomulag um sameiginleg flugnúmer og sótt um heimild til slíks „codeshare“ samstars til yfirvalda samgöngumála í Bandaríkjunum, bæði samgönguráðuneytis (DOT) og flugmálastofnunar (FAA). Með samstarfinu er viðskiptavinum flugfélaganna sagt gert auðveldara að ferðast á flugleiðum félaganna með áherslu á tengipunkta í Boston og New York í Bandaríkjunum og Keflavíkurflugvöll hér. Skrifað var undir samkomulagið á Icelandair Mid-Atlantic kaupstefnunni í Laugardalshöll laust eftir klukkan tvö í dag og tilkynning um samstarfið send út í kjölfarið. Félögin eru bæði skráð i kauphallir Nasdaq Icelandair Group á Íslandi og JetBlue í New York í Bandaríkjunum. Sala á ferðum undir nýju fyrirkomulagi getur svo hafist að fengnu leyfi stjórnvalda vestra. Samkvæmt upplýsingum frá JetBlue, er ekki óvanalegt að það ferli taki um einn og hálfan mánuð. Í tilkynningu félaganna kemur fram að samningurinn sé framhald af farsælu samstarfi sem staðið hafi frá árinu 2011 og að þau hlakki til frekara samstarfs sem samningurinn um sameiginleg flugnúmer hafi í för með sér. „Við erum stöðugt að leita leiða til þess að vaxa og þróa samstarf við bestu flugfélög heims. Icelandair er frábær samstarfsaðili með spennandi og vaxandi leiðakerfi milli Norður-Ameríku, Íslands og Evrópu og gefur viðskiptavinum okkar ný tækifæri,“ er í tilkynningu félaganna haft eftir Robin Hayes, forstjóra JetBlue. Þá er haft eftir Birki Hólm Guðnasyni, framkvæmdastjóra Icelandair, að félagið haldi á árinu áfram að styrkja net flugleiða hjá sér, með fleiri tengimögleikum, aukinni tíðni flugferða og fleiri áfangastöðum. Aukin samvinna við JetBlue sé áfangi á þeirri vegferð. „Við höfum átt mjög farsælt samstarf við JetBlue í nokkur ár og höfum nú ákveðið að styrkja það enn frekar með hagsmuni beggja í huga,“ segir hann í tilkynningu félaganna. Gangi fyrirætlanir félaganna eftir verður „B6“ flugkóða JetBlue bætt við níu leiðir Icelandair milli Bandaríkjanna og Keflavíkur og átta flugleiðir til Norðurlanda og fleiri Evrópulanda. Áfangastaðirnir sem um ræðir eru: [AMS] Amsterdam í Hollandi [ANC] Anchorage í Alaska [BHX] Birmingham í Bretlandi [BOS] Boston í Massachusetts í Bandaríkjunum [DEN] Denver í Colorado í Bandaríkjunum [GLA] Glasgow í Skotlandi [HEL] Helsinki í Finnlandi [CPH] Kaupmannahöfn í Danmörku[MAN] Manchester í Bretlandi[MSP] Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum[EWR] Newark í New Jersey í Bandaríkjunum[JFK] New York-borg í Bandaríkjunum[MCO] Orlando í Flórída í Bandaríkjunum (síðar á þessu ári)[OSL] Ósló í Noregi[SEA] Seattle í Washingtonríki í Bandaríkjunum[ARN] Stokkhólmur í Svíþjóð[IAD] Washingtonborg í BandaríkjunumAirbus A320 farþegaþota frá JetBlue. Icelandair og JetBlue bjóða svipaða þjónustu um borð í vélum sínum, þar á meðal skjái í sætisbökum fyrir farþega. JetBlue notast hins vegar við Airbus þotur í flugflota sínum á meðan Icelandair er með samning við Boeing.Mynd/AirbusÞá verður „FI“ kóða Icelandair bætt við flug JetBlue til að heimila tengiflug út fyrir grunnáfangastaðina í Boston og New York (JFK-flugvelli). Þar er um að ræða áfangastaðina:[AUS] Austin, Texas[BWI] Baltimore, Maryland (BWI)[ORD] Chicago, Illinois (ORD)[DTW] Detroit, Michigan (DTW)[FLL] Fort Lauderdale-Hollywood, Flórída (FLL)[LAX] Los Angeles (LAX)[MCO] Orlando, Flórída (MCO)[EWR] Newark, New Jersey (EWR)[PHL] Philadelphia, Pennsylvanía (PHL) [PIT] Pittsburgh, Pennsylvanía (PIT)[RDU] Raleigh-Durham, Norður-Karólína (RDU)[SFO] San Francisco, Kalifornía (SFO)[TPA] Tampa, Flórída (TPA)[DCA & IAD] Washington D.C.
Tengdar fréttir Sjá tækifæri í ferðum til Íslands Codeshare-samningur Icelandair Group og JetBlue í Bandaríkjunum, sem kynntur var í gær, er sá fjórði sinnar tegundar hjá JetBlue. Icelandair hefur gert viðlíka samninga við SAS og Finnair. JetBlue hefur lagt áherslu á orlofs- og skemmtiferðir 7. febrúar 2015 07:00 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Sjá tækifæri í ferðum til Íslands Codeshare-samningur Icelandair Group og JetBlue í Bandaríkjunum, sem kynntur var í gær, er sá fjórði sinnar tegundar hjá JetBlue. Icelandair hefur gert viðlíka samninga við SAS og Finnair. JetBlue hefur lagt áherslu á orlofs- og skemmtiferðir 7. febrúar 2015 07:00