JetBlue og Icelandair deila með sér flugnúmerum Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. febrúar 2015 13:38 Birkir Hólm Guðnason framkvæmdastjóri Icelandair Group og Tracy Lynn Bink, framkvæmdastjóri samstarfs- og samvinnu við flugfélög hjá JetBlue, handsala samkomulag félaganna. Með þeim eru Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og Ragneiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála. Fréttablaðið/GVA Icelandair og bandaríska flugfélagið JetBlue hafa gert með sér samkomulag um sameiginleg flugnúmer og sótt um heimild til slíks „codeshare“ samstars til yfirvalda samgöngumála í Bandaríkjunum, bæði samgönguráðuneytis (DOT) og flugmálastofnunar (FAA). Með samstarfinu er viðskiptavinum flugfélaganna sagt gert auðveldara að ferðast á flugleiðum félaganna með áherslu á tengipunkta í Boston og New York í Bandaríkjunum og Keflavíkurflugvöll hér. Skrifað var undir samkomulagið á Icelandair Mid-Atlantic kaupstefnunni í Laugardalshöll laust eftir klukkan tvö í dag og tilkynning um samstarfið send út í kjölfarið. Félögin eru bæði skráð i kauphallir Nasdaq Icelandair Group á Íslandi og JetBlue í New York í Bandaríkjunum. Sala á ferðum undir nýju fyrirkomulagi getur svo hafist að fengnu leyfi stjórnvalda vestra. Samkvæmt upplýsingum frá JetBlue, er ekki óvanalegt að það ferli taki um einn og hálfan mánuð. Í tilkynningu félaganna kemur fram að samningurinn sé framhald af farsælu samstarfi sem staðið hafi frá árinu 2011 og að þau hlakki til frekara samstarfs sem samningurinn um sameiginleg flugnúmer hafi í för með sér. „Við erum stöðugt að leita leiða til þess að vaxa og þróa samstarf við bestu flugfélög heims. Icelandair er frábær samstarfsaðili með spennandi og vaxandi leiðakerfi milli Norður-Ameríku, Íslands og Evrópu og gefur viðskiptavinum okkar ný tækifæri,“ er í tilkynningu félaganna haft eftir Robin Hayes, forstjóra JetBlue. Þá er haft eftir Birki Hólm Guðnasyni, framkvæmdastjóra Icelandair, að félagið haldi á árinu áfram að styrkja net flugleiða hjá sér, með fleiri tengimögleikum, aukinni tíðni flugferða og fleiri áfangastöðum. Aukin samvinna við JetBlue sé áfangi á þeirri vegferð. „Við höfum átt mjög farsælt samstarf við JetBlue í nokkur ár og höfum nú ákveðið að styrkja það enn frekar með hagsmuni beggja í huga,“ segir hann í tilkynningu félaganna. Gangi fyrirætlanir félaganna eftir verður „B6“ flugkóða JetBlue bætt við níu leiðir Icelandair milli Bandaríkjanna og Keflavíkur og átta flugleiðir til Norðurlanda og fleiri Evrópulanda. Áfangastaðirnir sem um ræðir eru: [AMS] Amsterdam í Hollandi [ANC] Anchorage í Alaska [BHX] Birmingham í Bretlandi [BOS] Boston í Massachusetts í Bandaríkjunum [DEN] Denver í Colorado í Bandaríkjunum [GLA] Glasgow í Skotlandi [HEL] Helsinki í Finnlandi [CPH] Kaupmannahöfn í Danmörku[MAN] Manchester í Bretlandi[MSP] Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum[EWR] Newark í New Jersey í Bandaríkjunum[JFK] New York-borg í Bandaríkjunum[MCO] Orlando í Flórída í Bandaríkjunum (síðar á þessu ári)[OSL] Ósló í Noregi[SEA] Seattle í Washingtonríki í Bandaríkjunum[ARN] Stokkhólmur í Svíþjóð[IAD] Washingtonborg í BandaríkjunumAirbus A320 farþegaþota frá JetBlue. Icelandair og JetBlue bjóða svipaða þjónustu um borð í vélum sínum, þar á meðal skjái í sætisbökum fyrir farþega. JetBlue notast hins vegar við Airbus þotur í flugflota sínum á meðan Icelandair er með samning við Boeing.Mynd/AirbusÞá verður „FI“ kóða Icelandair bætt við flug JetBlue til að heimila tengiflug út fyrir grunnáfangastaðina í Boston og New York (JFK-flugvelli). Þar er um að ræða áfangastaðina:[AUS] Austin, Texas[BWI] Baltimore, Maryland (BWI)[ORD] Chicago, Illinois (ORD)[DTW] Detroit, Michigan (DTW)[FLL] Fort Lauderdale-Hollywood, Flórída (FLL)[LAX] Los Angeles (LAX)[MCO] Orlando, Flórída (MCO)[EWR] Newark, New Jersey (EWR)[PHL] Philadelphia, Pennsylvanía (PHL) [PIT] Pittsburgh, Pennsylvanía (PIT)[RDU] Raleigh-Durham, Norður-Karólína (RDU)[SFO] San Francisco, Kalifornía (SFO)[TPA] Tampa, Flórída (TPA)[DCA & IAD] Washington D.C. Tengdar fréttir Sjá tækifæri í ferðum til Íslands Codeshare-samningur Icelandair Group og JetBlue í Bandaríkjunum, sem kynntur var í gær, er sá fjórði sinnar tegundar hjá JetBlue. Icelandair hefur gert viðlíka samninga við SAS og Finnair. JetBlue hefur lagt áherslu á orlofs- og skemmtiferðir 7. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
Icelandair og bandaríska flugfélagið JetBlue hafa gert með sér samkomulag um sameiginleg flugnúmer og sótt um heimild til slíks „codeshare“ samstars til yfirvalda samgöngumála í Bandaríkjunum, bæði samgönguráðuneytis (DOT) og flugmálastofnunar (FAA). Með samstarfinu er viðskiptavinum flugfélaganna sagt gert auðveldara að ferðast á flugleiðum félaganna með áherslu á tengipunkta í Boston og New York í Bandaríkjunum og Keflavíkurflugvöll hér. Skrifað var undir samkomulagið á Icelandair Mid-Atlantic kaupstefnunni í Laugardalshöll laust eftir klukkan tvö í dag og tilkynning um samstarfið send út í kjölfarið. Félögin eru bæði skráð i kauphallir Nasdaq Icelandair Group á Íslandi og JetBlue í New York í Bandaríkjunum. Sala á ferðum undir nýju fyrirkomulagi getur svo hafist að fengnu leyfi stjórnvalda vestra. Samkvæmt upplýsingum frá JetBlue, er ekki óvanalegt að það ferli taki um einn og hálfan mánuð. Í tilkynningu félaganna kemur fram að samningurinn sé framhald af farsælu samstarfi sem staðið hafi frá árinu 2011 og að þau hlakki til frekara samstarfs sem samningurinn um sameiginleg flugnúmer hafi í för með sér. „Við erum stöðugt að leita leiða til þess að vaxa og þróa samstarf við bestu flugfélög heims. Icelandair er frábær samstarfsaðili með spennandi og vaxandi leiðakerfi milli Norður-Ameríku, Íslands og Evrópu og gefur viðskiptavinum okkar ný tækifæri,“ er í tilkynningu félaganna haft eftir Robin Hayes, forstjóra JetBlue. Þá er haft eftir Birki Hólm Guðnasyni, framkvæmdastjóra Icelandair, að félagið haldi á árinu áfram að styrkja net flugleiða hjá sér, með fleiri tengimögleikum, aukinni tíðni flugferða og fleiri áfangastöðum. Aukin samvinna við JetBlue sé áfangi á þeirri vegferð. „Við höfum átt mjög farsælt samstarf við JetBlue í nokkur ár og höfum nú ákveðið að styrkja það enn frekar með hagsmuni beggja í huga,“ segir hann í tilkynningu félaganna. Gangi fyrirætlanir félaganna eftir verður „B6“ flugkóða JetBlue bætt við níu leiðir Icelandair milli Bandaríkjanna og Keflavíkur og átta flugleiðir til Norðurlanda og fleiri Evrópulanda. Áfangastaðirnir sem um ræðir eru: [AMS] Amsterdam í Hollandi [ANC] Anchorage í Alaska [BHX] Birmingham í Bretlandi [BOS] Boston í Massachusetts í Bandaríkjunum [DEN] Denver í Colorado í Bandaríkjunum [GLA] Glasgow í Skotlandi [HEL] Helsinki í Finnlandi [CPH] Kaupmannahöfn í Danmörku[MAN] Manchester í Bretlandi[MSP] Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum[EWR] Newark í New Jersey í Bandaríkjunum[JFK] New York-borg í Bandaríkjunum[MCO] Orlando í Flórída í Bandaríkjunum (síðar á þessu ári)[OSL] Ósló í Noregi[SEA] Seattle í Washingtonríki í Bandaríkjunum[ARN] Stokkhólmur í Svíþjóð[IAD] Washingtonborg í BandaríkjunumAirbus A320 farþegaþota frá JetBlue. Icelandair og JetBlue bjóða svipaða þjónustu um borð í vélum sínum, þar á meðal skjái í sætisbökum fyrir farþega. JetBlue notast hins vegar við Airbus þotur í flugflota sínum á meðan Icelandair er með samning við Boeing.Mynd/AirbusÞá verður „FI“ kóða Icelandair bætt við flug JetBlue til að heimila tengiflug út fyrir grunnáfangastaðina í Boston og New York (JFK-flugvelli). Þar er um að ræða áfangastaðina:[AUS] Austin, Texas[BWI] Baltimore, Maryland (BWI)[ORD] Chicago, Illinois (ORD)[DTW] Detroit, Michigan (DTW)[FLL] Fort Lauderdale-Hollywood, Flórída (FLL)[LAX] Los Angeles (LAX)[MCO] Orlando, Flórída (MCO)[EWR] Newark, New Jersey (EWR)[PHL] Philadelphia, Pennsylvanía (PHL) [PIT] Pittsburgh, Pennsylvanía (PIT)[RDU] Raleigh-Durham, Norður-Karólína (RDU)[SFO] San Francisco, Kalifornía (SFO)[TPA] Tampa, Flórída (TPA)[DCA & IAD] Washington D.C.
Tengdar fréttir Sjá tækifæri í ferðum til Íslands Codeshare-samningur Icelandair Group og JetBlue í Bandaríkjunum, sem kynntur var í gær, er sá fjórði sinnar tegundar hjá JetBlue. Icelandair hefur gert viðlíka samninga við SAS og Finnair. JetBlue hefur lagt áherslu á orlofs- og skemmtiferðir 7. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
Sjá tækifæri í ferðum til Íslands Codeshare-samningur Icelandair Group og JetBlue í Bandaríkjunum, sem kynntur var í gær, er sá fjórði sinnar tegundar hjá JetBlue. Icelandair hefur gert viðlíka samninga við SAS og Finnair. JetBlue hefur lagt áherslu á orlofs- og skemmtiferðir 7. febrúar 2015 07:00
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent