Körfubolti

Tyson-Thomas rifbeinsbrotin og missir líklega af bikarúrslitunum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Carmen Tyson-Thomas í leik gegn Val.
Carmen Tyson-Thomas í leik gegn Val. vísir/stefán

Lið Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfubolta varð fyrir miklu áfalli í gær þegar Carmen Tyson-Thomas, bandarískur leikmaður liðsins, meiddist.

Tyson-Thomas, sem hefur spilað frábærlega fyrir Keflavík og skorað 26 stig að meðaltali í leik, meiddist þegar Taleya Mayberry, leikmaður Vals braut á henni í leik liðanna í gær.

„Þetta var ekkert annað en tækling og þetta hefði verið gult flag og 15 jarda víti í amerískum fótobolta,“ segir Falur Harðarson, stjórnarmaður hjá Keflavík, í viðtali við karfan.is um brotið.
 
„Það verður fróðlegt að sjá hvað dómaranefnd gerir við þessu atviki,“ bætti hann við, en Ingunn Embla Kristíndardóttir, leikstjórnandi Keflavíkur, var úrskurðuð í tveggja leikja bann fyrir að sparka í mótherja í síðustu viku.

Fram kemur á karfan.is að Carmen Tyson-Thomas sé rifbeinsbrotin og verði frá í mánuð. Það er mikið áfall fyrir Keflavíkurliðið sem mætir Grindavík í bikaúrslitum laugardaginn 21. febrúar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.