Lán færð yfir með miklum afslætti en engin skýr svör gefin Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. janúar 2015 18:45 Víglundur Þorsteinsson (t.h) ásamt lögmanni sínum Sigurði G. Guðjónssyni. Stofnefnahagsreikningar nýju bankanna, sem eru á meðal gagna sem Víglundur Þorsteinsson hefur sent Alþingi, sýna svart á hvítu að lánasöfn bankanna voru færð yfir í nýju bankana með miklum afslætti sem í sumum tilvikum nam upp undir 50 prósentum. Stjórnvöld voru ekki tilbúin að gefa upp á hvaða verði lánasöfnin voru færð yfir þegar fyrirspurnir um slíkt voru lagðar fram í þinginu. Meðal þeirra gagna sem Víglundur, sem er lögfræðingur og fyrrverandi aðaleigandi BM Vallár, aflaði voru stofnefnahagsreikningar nýju bankanna og fundargerðir stýrihóps þáverandi fjármálaráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, vegna viðræðna stjórnvalda við slitabú föllnu bankanna í aðdraganda fjármögnunar nýju bankanna með samningum sumarið 2009. Í hnotskurn telur Víglundur að síðasta ríkisstjórn hafi brotið lög þegar ákveðið var verðmæti þeirra eigna sem voru færðar yfir til nýju bankanna. Þannig hafi þessar eignir verið færðar yfir að teknu tilliti til afskrifta en síðan hafi þessi sömu lán verið innheimt í nýju bönkunum á nafnverði. Steingrímur bar af sér ásakanir Víglundar í fréttum okkar í gærkvöldi en hvað er hæft í ásökunum Víglundar? Stofnefnahagsreikningar nýju bankanna, sem eru á meðal þeirra gagna sem Víglundur afhenti Alþingi, staðfesta að lánasöfn þessara banka voru færð myndarlega niður. Lán fær niður um tugi prósenta Í samantekt sem var gerð á sínum tíma vegna stofnefnahagsreiknings Nýja Kaupþings banka, í dag Arion banka, segir að lán með veði í fasteignum hafi verið færð niður um 50 prósent. Önnur lán á viðskiptabankasviði sem ekki hlutu sérstaka skoðun voru færð niður um 30 prósent. Í samantekt á ensku vegna stofnefnahagsreiknings Nýja Glitnis banka, í dag Íslandsbanka, segir í sérstökum kafla að niðurfærsla eða rýrnun sem hlutfall heildarlána sé 40 prósent (e. impairment as a proportion of total loans). Í minnisblaði sem Víglundur ritaði og er á meðal gagna sem hann sendi Alþingi segir: „Rétt til upprifjunar er vert að halda til haga að þegar Framsóknarflokkurinn hélt því fram vorið 2009 að lán hefðu verið afskrifuð áður en þau voru færð í hina nýju banka var það miskunnarlaust barið niður af yfirvöldum sem rangfærslur, þótt yfirvöld vissu að rétt væri.“ Þessi orð Víglundar eru rétt og má sjá til dæmis í þessari fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, sem nú er félags- og húsnæðismálaráðhera, en þá var hún þingmaður í stjórnarandstöðu. Þar spurði hún um verðmat Deloitte/Oliver Wyman á eignasöfnum nýju bankanna sem hlutfall af höfuðstól og hvernig verðmatið hefði breyst frá október 2008. Og þessari fyrirspurn þar sem Eygló spurði um verðmat á lánasöfnum en engin svör var að fá frá þáverandi fjármálaráðherra því að „mati fjármálaráðuneytisins lúta þær upplýsingar sem óskað er eftir í fyrirspurninni ekki að málefnum sem talist geta opinber í fyrrgreindum skilningi,“ eins og segir í svarinu. Víglundur Þorsteinsson telur að samantektir vegna stofnefnahagsreikninga nýju bankanna sýni svart á hvítu að niðurfærslan á lánasöfnum hafi átt að vera í hinum nýju bönkum og viðskiptavinir þessara banka hafi í raun átt að njóta góðs af henni. Þetta hafi hins vegar ekki verið gert því þegar ný ríkisstjórn hafi tekið við í febrúar 2009 hafi menn breytt um kúrs. Víglundur vísar þar í samkomulag við slitabú föllnu bankanna um endurgjald vegna yfirfærðra eigna. Með samningum sumarið 2009 eignaðist slitabú Glitnis banka 95 prósenta hlut í Íslandsbanka og slitabú Kaupþings 87 prósenta hlut í Arion banka. Þá vísar jafnframt til þess að þrátt fyrir niðurfærslu lánasafna hafi þau verið innheimt á nafnverði. Þannig hafi slitabúin og erlendir kröfuhafar þeirra notið góðs af hagnaði af innheimtu lánasafnanna í krafti þeirra samninga sem voru gerðir.Eiga skuldarar réttmæta kröfu um niðurfærslu við sölu lánasafns? Tekið skal fram að það er ekkert sem segir að skuldarar eigi að njóta góðs af afslætti þegar lánasafn er selt eða eigi réttmætar væntingar til slíks, enda á eigandi kröfunnar, í þessu tilviki fjármálafyrirtæki, rétt til greiðslu þeirrar fjárhæðar sem er tilgreind í lánasamningnum. Þannig gerist það reglulega að lán, eða heilu lánasöfnin eru seld, með afslætti en síðan innheimt á grundvelli þeirra upplýsinga sem koma fram í samningi hverju sinni. Brynjar Níelsson varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar skilar senn umsögn til nefndarinnar um ásakanir Víglundar.Rökstyður ekki alvarlegar ásakanir um lögbrot nema að litlu leyti Ýmsar alvarlegar ásakanir koma fram í minnisblaði Víglundar sem áður er vitnað til. Þar segir á einum stað að Víglundur telji að almenn hegningarlög, stjórnsýslulög, lög um fjármálafyrirtæki og lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi hafi verið brotin. Hann gerir hins vegar ekki tilraun til að heimfæra ætluð brot til ákvæða í umræddum lögum nema að mjög takmörkuðu leyti. Þannig er ekki hægt að glöggva sig á því í hverju ætluð lögbrot fólust. Brynjar Níelsson, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, vinnur nú minnisblað fyrir nefndina um hvort eitthvað sé hæft í þeim ásökunum að lög hafi verið brotin í aðdraganda stofnefnhagsreikninga nýju bankanna sumarið 2009. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að þessari vinnu yrði lokið fljótlega. Tengdar fréttir Þungar ásakanir gegn Steingrími Þáverandi stjórnvöld eru sökuð um að hafa farið fram hjá neyðarlögunum, með ávinning kröfuhafa bankanna að leiðarljósi. 24. janúar 2015 07:00 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
Stofnefnahagsreikningar nýju bankanna, sem eru á meðal gagna sem Víglundur Þorsteinsson hefur sent Alþingi, sýna svart á hvítu að lánasöfn bankanna voru færð yfir í nýju bankana með miklum afslætti sem í sumum tilvikum nam upp undir 50 prósentum. Stjórnvöld voru ekki tilbúin að gefa upp á hvaða verði lánasöfnin voru færð yfir þegar fyrirspurnir um slíkt voru lagðar fram í þinginu. Meðal þeirra gagna sem Víglundur, sem er lögfræðingur og fyrrverandi aðaleigandi BM Vallár, aflaði voru stofnefnahagsreikningar nýju bankanna og fundargerðir stýrihóps þáverandi fjármálaráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, vegna viðræðna stjórnvalda við slitabú föllnu bankanna í aðdraganda fjármögnunar nýju bankanna með samningum sumarið 2009. Í hnotskurn telur Víglundur að síðasta ríkisstjórn hafi brotið lög þegar ákveðið var verðmæti þeirra eigna sem voru færðar yfir til nýju bankanna. Þannig hafi þessar eignir verið færðar yfir að teknu tilliti til afskrifta en síðan hafi þessi sömu lán verið innheimt í nýju bönkunum á nafnverði. Steingrímur bar af sér ásakanir Víglundar í fréttum okkar í gærkvöldi en hvað er hæft í ásökunum Víglundar? Stofnefnahagsreikningar nýju bankanna, sem eru á meðal þeirra gagna sem Víglundur afhenti Alþingi, staðfesta að lánasöfn þessara banka voru færð myndarlega niður. Lán fær niður um tugi prósenta Í samantekt sem var gerð á sínum tíma vegna stofnefnahagsreiknings Nýja Kaupþings banka, í dag Arion banka, segir að lán með veði í fasteignum hafi verið færð niður um 50 prósent. Önnur lán á viðskiptabankasviði sem ekki hlutu sérstaka skoðun voru færð niður um 30 prósent. Í samantekt á ensku vegna stofnefnahagsreiknings Nýja Glitnis banka, í dag Íslandsbanka, segir í sérstökum kafla að niðurfærsla eða rýrnun sem hlutfall heildarlána sé 40 prósent (e. impairment as a proportion of total loans). Í minnisblaði sem Víglundur ritaði og er á meðal gagna sem hann sendi Alþingi segir: „Rétt til upprifjunar er vert að halda til haga að þegar Framsóknarflokkurinn hélt því fram vorið 2009 að lán hefðu verið afskrifuð áður en þau voru færð í hina nýju banka var það miskunnarlaust barið niður af yfirvöldum sem rangfærslur, þótt yfirvöld vissu að rétt væri.“ Þessi orð Víglundar eru rétt og má sjá til dæmis í þessari fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, sem nú er félags- og húsnæðismálaráðhera, en þá var hún þingmaður í stjórnarandstöðu. Þar spurði hún um verðmat Deloitte/Oliver Wyman á eignasöfnum nýju bankanna sem hlutfall af höfuðstól og hvernig verðmatið hefði breyst frá október 2008. Og þessari fyrirspurn þar sem Eygló spurði um verðmat á lánasöfnum en engin svör var að fá frá þáverandi fjármálaráðherra því að „mati fjármálaráðuneytisins lúta þær upplýsingar sem óskað er eftir í fyrirspurninni ekki að málefnum sem talist geta opinber í fyrrgreindum skilningi,“ eins og segir í svarinu. Víglundur Þorsteinsson telur að samantektir vegna stofnefnahagsreikninga nýju bankanna sýni svart á hvítu að niðurfærslan á lánasöfnum hafi átt að vera í hinum nýju bönkum og viðskiptavinir þessara banka hafi í raun átt að njóta góðs af henni. Þetta hafi hins vegar ekki verið gert því þegar ný ríkisstjórn hafi tekið við í febrúar 2009 hafi menn breytt um kúrs. Víglundur vísar þar í samkomulag við slitabú föllnu bankanna um endurgjald vegna yfirfærðra eigna. Með samningum sumarið 2009 eignaðist slitabú Glitnis banka 95 prósenta hlut í Íslandsbanka og slitabú Kaupþings 87 prósenta hlut í Arion banka. Þá vísar jafnframt til þess að þrátt fyrir niðurfærslu lánasafna hafi þau verið innheimt á nafnverði. Þannig hafi slitabúin og erlendir kröfuhafar þeirra notið góðs af hagnaði af innheimtu lánasafnanna í krafti þeirra samninga sem voru gerðir.Eiga skuldarar réttmæta kröfu um niðurfærslu við sölu lánasafns? Tekið skal fram að það er ekkert sem segir að skuldarar eigi að njóta góðs af afslætti þegar lánasafn er selt eða eigi réttmætar væntingar til slíks, enda á eigandi kröfunnar, í þessu tilviki fjármálafyrirtæki, rétt til greiðslu þeirrar fjárhæðar sem er tilgreind í lánasamningnum. Þannig gerist það reglulega að lán, eða heilu lánasöfnin eru seld, með afslætti en síðan innheimt á grundvelli þeirra upplýsinga sem koma fram í samningi hverju sinni. Brynjar Níelsson varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar skilar senn umsögn til nefndarinnar um ásakanir Víglundar.Rökstyður ekki alvarlegar ásakanir um lögbrot nema að litlu leyti Ýmsar alvarlegar ásakanir koma fram í minnisblaði Víglundar sem áður er vitnað til. Þar segir á einum stað að Víglundur telji að almenn hegningarlög, stjórnsýslulög, lög um fjármálafyrirtæki og lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi hafi verið brotin. Hann gerir hins vegar ekki tilraun til að heimfæra ætluð brot til ákvæða í umræddum lögum nema að mjög takmörkuðu leyti. Þannig er ekki hægt að glöggva sig á því í hverju ætluð lögbrot fólust. Brynjar Níelsson, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, vinnur nú minnisblað fyrir nefndina um hvort eitthvað sé hæft í þeim ásökunum að lög hafi verið brotin í aðdraganda stofnefnhagsreikninga nýju bankanna sumarið 2009. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að þessari vinnu yrði lokið fljótlega.
Tengdar fréttir Þungar ásakanir gegn Steingrími Þáverandi stjórnvöld eru sökuð um að hafa farið fram hjá neyðarlögunum, með ávinning kröfuhafa bankanna að leiðarljósi. 24. janúar 2015 07:00 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
Þungar ásakanir gegn Steingrími Þáverandi stjórnvöld eru sökuð um að hafa farið fram hjá neyðarlögunum, með ávinning kröfuhafa bankanna að leiðarljósi. 24. janúar 2015 07:00
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent