Handbolti

Dagur: Er ekki rétt að maður hringi í íslensku þjálfarana?

Arnar Björnsson í Katar skrifar
Dagur Sigurðsson var ánægður eftir öruggan sigur á Sádi Arabíu sem tryggðu Þjóðverjum 1. sætið í D-riðli.

Dagur hafði ekki miklar áhyggjur af leiknum og Danir notuðu daginn í gær til að fara í Jeppasafarí í eyðimörkina. Svo öruggur var Dagur með sigurinn fyrir leikinn að hann gat leyft sér að hvíla marga af lykilmönnum sínum.

Vinstri hornamaðurinn, Matthias Musche kom inní þýska liðið og lék sinn fyrsta leik í keppninni.  Hann skoraði 11 mörk líkt og hægri hornamaðurinn Johannes Sellin. Dagur var ánægður með þá félaga.

„Það var flott fyrir þá að fá smá sjálfstraust. Fyrstu 2-3 skotin voru stöngin út en þetta er vonandi það sem maður getur gengið að - að ef við þurfum á þeim að halda séu þeir tilbúnir,“ sagði Dagur.

Hann segir að hann verði að leita í smiðju íslensku þjálfaranna en mótherjar Þjóðverja í 16 liða úrslitunum, Egyptar, töpuðu fyrir Íslendingum í dag og urðu því í 4. sæti í C-riðli.

„Mér líst ágætlega á mótherjann. Er ekki rétt að maður hringi í íslensku þjálfaranna og sjái hvernig þetta er gert,“ sagði Dagur sem var jafnframt ánægður með sigur Íslands.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×