Ekki hætta á „týndum áratug“ á Íslandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. janúar 2015 18:30 Bæði seðlabankastjóri og hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins telja litlar líkur á langvinnri verðhjöðnun. Þá réttlætir lítil verðbólga nú ekki ríflegar launahækkanir að mati seðlabankastjóra því hún eigi sér alþjóðlegar skýringar. Tólf mánaða verðbólga hér á landi mældist aðeins 0,8 prósent í desember en þetta er í fyrsta skipti sem verðbólgan fer undir eins prósenta neðri fráviksmörk frá því verðbólgumarkmið var tekið upp sem ný peningastefna hinn 27. mars 2001. Þessi lága verðbólga hefur orðið tilefni til vangaveltna um hvort það sé raunveruleg hætta á verðhjöðnun, þ.e. almennri lækkun verðlags, andstæðunni við verðbólgu. Þannig sá peningastefnunefnd Seðlabankans ástæðu til að fjalla sérstaklega um þetta í greinargerð til ríkisstjórnarinnar hinn 29. desember en slík greinargerð er alltaf send ef verðbólga mælist yfir eða undir fráviksmörkum. Eitt helsta stýritæki seðlabanka, vextir, verður óvirkt í verðhjöðnun því vextir geta ekki farið undir 0 prósent. Verðhjöðnun fylgir yfirleitt samdráttur og langvinn verðhjöðnun getur haft mjög skaðlegar afleiðingar fyrir efnahag ríkja. Nærtækasta dæmið er Japan en Japanir hafa glímt við verðhjöðnun í rúman aldarfjórðung. Í fyrstu var talað um „týnda áratuginn“ í Japan, frá 1990 til 2000 en nú þykir nærri lagi að tala um „týndu áratugina.“Áhyggjur af verðhjöðnun í Evrópusambandinu Í Þýskalandi hafa menn miklar áhyggjur af verðhjöðnun um þessar mundir og raunar víðar í Evrópusambandinu. Er beðið eftir nýjum hagtölum, sem birtar verða á morgun, með mikilli eftirvæntingu. Umræða um verðjöðnun er í raun framandi og sérstakt fyrirbæri fyrir Íslendinga sem hafa áratugum saman glímt við verðbólgu. „Ef við sjáum innlenda eftirspurn taka við sér og húsnæðisliðinn vega þyngra þá sé ég ekki viðvarandi verðhjöðnun framundan,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur og forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. „Eins og staðan er núna eru litlar líkur á langri og viðvarandi verðhjöðnun hér á landi af því tagi sem Japan hefur glímt við og menn eru að óttast í Evrópu í dag. Í fyrsta lagi er Ísland lítið og opið hagkerfi og það er fljótlegt að knýja niður gengið ef þess þarf,“ segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri en við gengisfellingu verður innflutningur dýrari og verðbólgan tekur við sér. Kjaraviðræður aðila vinnumarkaðarins eru á næsta leiti en forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins reikna með að þær hefjist af fullum krafti í byrjun febrúar. Seðlabankastjóri segir ekki ástæðu til að víkja frá markmiði um 3,5 prósenta hækkun launa á ársgrundvelli í komandi kjaraviðræðum því lág verðbólga nú skýrist aðallega af verðlækkunum á innfluttum vörum. Þannig eigi hún sér alþjóðlegar skýringar og þessi staða geti breyst snögglega. „Þetta er lækkun olíuverðs og lækkun annarrar hrávöru, mjög lág alþjóðleg verðbólga, og við vitum ekki hversu hratt það snýst við. Um leið og það kemst í normal stöðu þá erum við, miðað við þann takt sem er í launahækkunum hér, komin með verðbólguna að markmiði og jafnvel hærra,“ segir Már. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.mynd/saBýst við flóknum og erfiðum kjaraviðræðum Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist búast við flóknum og erfiðum kjaraviðræðum. Ekki síst fyrir þær sakir að þessu sinni semja aðildarfélög ASÍ hvert og eitt um kjör sinna félagsmanna. „Það verður auðvitað miklu erfiðara viðfangsefni að samræma launaþróun þegar verið er að semja við hvert aðildarfélag fyrir sig en það hefur verið gert áður. Það er alveg hægt að vinna úr þeirri stöðu en það verða vissulega snúnari samningaviðræður,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Bæði seðlabankastjóri og hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins telja litlar líkur á langvinnri verðhjöðnun. Þá réttlætir lítil verðbólga nú ekki ríflegar launahækkanir að mati seðlabankastjóra því hún eigi sér alþjóðlegar skýringar. Tólf mánaða verðbólga hér á landi mældist aðeins 0,8 prósent í desember en þetta er í fyrsta skipti sem verðbólgan fer undir eins prósenta neðri fráviksmörk frá því verðbólgumarkmið var tekið upp sem ný peningastefna hinn 27. mars 2001. Þessi lága verðbólga hefur orðið tilefni til vangaveltna um hvort það sé raunveruleg hætta á verðhjöðnun, þ.e. almennri lækkun verðlags, andstæðunni við verðbólgu. Þannig sá peningastefnunefnd Seðlabankans ástæðu til að fjalla sérstaklega um þetta í greinargerð til ríkisstjórnarinnar hinn 29. desember en slík greinargerð er alltaf send ef verðbólga mælist yfir eða undir fráviksmörkum. Eitt helsta stýritæki seðlabanka, vextir, verður óvirkt í verðhjöðnun því vextir geta ekki farið undir 0 prósent. Verðhjöðnun fylgir yfirleitt samdráttur og langvinn verðhjöðnun getur haft mjög skaðlegar afleiðingar fyrir efnahag ríkja. Nærtækasta dæmið er Japan en Japanir hafa glímt við verðhjöðnun í rúman aldarfjórðung. Í fyrstu var talað um „týnda áratuginn“ í Japan, frá 1990 til 2000 en nú þykir nærri lagi að tala um „týndu áratugina.“Áhyggjur af verðhjöðnun í Evrópusambandinu Í Þýskalandi hafa menn miklar áhyggjur af verðhjöðnun um þessar mundir og raunar víðar í Evrópusambandinu. Er beðið eftir nýjum hagtölum, sem birtar verða á morgun, með mikilli eftirvæntingu. Umræða um verðjöðnun er í raun framandi og sérstakt fyrirbæri fyrir Íslendinga sem hafa áratugum saman glímt við verðbólgu. „Ef við sjáum innlenda eftirspurn taka við sér og húsnæðisliðinn vega þyngra þá sé ég ekki viðvarandi verðhjöðnun framundan,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur og forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. „Eins og staðan er núna eru litlar líkur á langri og viðvarandi verðhjöðnun hér á landi af því tagi sem Japan hefur glímt við og menn eru að óttast í Evrópu í dag. Í fyrsta lagi er Ísland lítið og opið hagkerfi og það er fljótlegt að knýja niður gengið ef þess þarf,“ segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri en við gengisfellingu verður innflutningur dýrari og verðbólgan tekur við sér. Kjaraviðræður aðila vinnumarkaðarins eru á næsta leiti en forsvarsmenn aðila vinnumarkaðarins reikna með að þær hefjist af fullum krafti í byrjun febrúar. Seðlabankastjóri segir ekki ástæðu til að víkja frá markmiði um 3,5 prósenta hækkun launa á ársgrundvelli í komandi kjaraviðræðum því lág verðbólga nú skýrist aðallega af verðlækkunum á innfluttum vörum. Þannig eigi hún sér alþjóðlegar skýringar og þessi staða geti breyst snögglega. „Þetta er lækkun olíuverðs og lækkun annarrar hrávöru, mjög lág alþjóðleg verðbólga, og við vitum ekki hversu hratt það snýst við. Um leið og það kemst í normal stöðu þá erum við, miðað við þann takt sem er í launahækkunum hér, komin með verðbólguna að markmiði og jafnvel hærra,“ segir Már. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.mynd/saBýst við flóknum og erfiðum kjaraviðræðum Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist búast við flóknum og erfiðum kjaraviðræðum. Ekki síst fyrir þær sakir að þessu sinni semja aðildarfélög ASÍ hvert og eitt um kjör sinna félagsmanna. „Það verður auðvitað miklu erfiðara viðfangsefni að samræma launaþróun þegar verið er að semja við hvert aðildarfélag fyrir sig en það hefur verið gert áður. Það er alveg hægt að vinna úr þeirri stöðu en það verða vissulega snúnari samningaviðræður,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira