Stefna að skráningu Arion á markað Ingvar Haraldsson skrifar 17. nóvember 2015 06:00 Eigið fé Arion banka nemur 175 milljörðum króna. Um umtalsverða fjárfestingu yrði að ræða fyrir lífeyrissjóðina kaupi þeir allan hlut Kaupþings í bankanum. Vísir/Pjetur Fulltrúar þriggja stærstu lífeyrissjóða landsins, LSR, Gildis og Lífeyrissjóðs verslunarmanna, funduðu í gærmorgun með slitastjórn Kaupþings þar sem þeir lýstu yfir áhuga á að hefja viðræður um kaup á Arion banka. Samkvæmt stöðugleikaskilyrðum sem Kaupþing hefur undirgengist skal stefnt að því að selja 87 prósenta hlut Kaupþings í Arion banka fyrir árslok 2016, svo lengi sem viðunandi verð fáist. Bókfært virði hlutar Kaupþings í Arion banka nemur 152 milljörðum króna. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, segir að þeim hafi verið vel tekið og slitastjórnin hafi haft áhuga á að halda viðræðunum áfram. Hann býst við því að fundað verði á ný í næstu viku. Ekki sé farið að ræða neinar verðhugmyndir. Lífeyrissjóðirnir stefna að því að í kjölfar kaupanna, ef af verður, verði Arion banki skráður á markað. „Hugsunin á bak við þetta er að það verði bara lífeyrissjóðir í fyrstu atrennu en almenningur og þá aðrir fjárfestar í framhaldinu. En þetta á allt eftir að móta frekar þegar við áttum okkur á því hvort við fáum þær undirtektir sem við þurfum,“ segir Árni.Árni GuðmundssonEkki hefur komið til tals að fá erlenda fjárfesta með lífeyrissjóðunum í viðræðurnar að sögn Árna. Hann útilokar hins vegar ekki að af því verði standi slíkt til boða. Öðrum lífeyrissjóðum hefur verið greint frá áformunum. „Ef af samningi verður, þá verður öllum lífeyrissjóðum boðið að taka þátt í verkefninu,“ segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, stærsta lífeyrissjóðs landsins. Þá útilokar hann ekki að fleiri lífeyrissjóðir taki þátt í viðræðunum þegar á líður. Haukur segir lífeyrissjóðina ekki hafa áhuga á því að fara með virkan eignarhlut í fjarmálafyrirtæki þannig að eignarhlutur hvers lífeyrissjóðs yrði alltaf undir tíu prósentum fari svo að af samningum verði. Ljóst er að um talsverða fjárfestingu yrði að ræða fyrir lífeyrissjóðina, sérstaklega þá minni verði af aðild þeirra. Þeir lífeyrissjóðir sem eru á eftir LSR, Gildi og Lífeyrissjóði verslunarmanna að stærð áttu um síðustu áramót ríflega 150 milljarða eignir hver. Því gæti tæplega tíu prósenta eignarhlutur í Arion banka numið tíu prósentum af heildareignum minni lífeyrissjóða. Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira
Fulltrúar þriggja stærstu lífeyrissjóða landsins, LSR, Gildis og Lífeyrissjóðs verslunarmanna, funduðu í gærmorgun með slitastjórn Kaupþings þar sem þeir lýstu yfir áhuga á að hefja viðræður um kaup á Arion banka. Samkvæmt stöðugleikaskilyrðum sem Kaupþing hefur undirgengist skal stefnt að því að selja 87 prósenta hlut Kaupþings í Arion banka fyrir árslok 2016, svo lengi sem viðunandi verð fáist. Bókfært virði hlutar Kaupþings í Arion banka nemur 152 milljörðum króna. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, segir að þeim hafi verið vel tekið og slitastjórnin hafi haft áhuga á að halda viðræðunum áfram. Hann býst við því að fundað verði á ný í næstu viku. Ekki sé farið að ræða neinar verðhugmyndir. Lífeyrissjóðirnir stefna að því að í kjölfar kaupanna, ef af verður, verði Arion banki skráður á markað. „Hugsunin á bak við þetta er að það verði bara lífeyrissjóðir í fyrstu atrennu en almenningur og þá aðrir fjárfestar í framhaldinu. En þetta á allt eftir að móta frekar þegar við áttum okkur á því hvort við fáum þær undirtektir sem við þurfum,“ segir Árni.Árni GuðmundssonEkki hefur komið til tals að fá erlenda fjárfesta með lífeyrissjóðunum í viðræðurnar að sögn Árna. Hann útilokar hins vegar ekki að af því verði standi slíkt til boða. Öðrum lífeyrissjóðum hefur verið greint frá áformunum. „Ef af samningi verður, þá verður öllum lífeyrissjóðum boðið að taka þátt í verkefninu,“ segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, stærsta lífeyrissjóðs landsins. Þá útilokar hann ekki að fleiri lífeyrissjóðir taki þátt í viðræðunum þegar á líður. Haukur segir lífeyrissjóðina ekki hafa áhuga á því að fara með virkan eignarhlut í fjarmálafyrirtæki þannig að eignarhlutur hvers lífeyrissjóðs yrði alltaf undir tíu prósentum fari svo að af samningum verði. Ljóst er að um talsverða fjárfestingu yrði að ræða fyrir lífeyrissjóðina, sérstaklega þá minni verði af aðild þeirra. Þeir lífeyrissjóðir sem eru á eftir LSR, Gildi og Lífeyrissjóði verslunarmanna að stærð áttu um síðustu áramót ríflega 150 milljarða eignir hver. Því gæti tæplega tíu prósenta eignarhlutur í Arion banka numið tíu prósentum af heildareignum minni lífeyrissjóða.
Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Sjá meira