Stefna að skráningu Arion á markað Ingvar Haraldsson skrifar 17. nóvember 2015 06:00 Eigið fé Arion banka nemur 175 milljörðum króna. Um umtalsverða fjárfestingu yrði að ræða fyrir lífeyrissjóðina kaupi þeir allan hlut Kaupþings í bankanum. Vísir/Pjetur Fulltrúar þriggja stærstu lífeyrissjóða landsins, LSR, Gildis og Lífeyrissjóðs verslunarmanna, funduðu í gærmorgun með slitastjórn Kaupþings þar sem þeir lýstu yfir áhuga á að hefja viðræður um kaup á Arion banka. Samkvæmt stöðugleikaskilyrðum sem Kaupþing hefur undirgengist skal stefnt að því að selja 87 prósenta hlut Kaupþings í Arion banka fyrir árslok 2016, svo lengi sem viðunandi verð fáist. Bókfært virði hlutar Kaupþings í Arion banka nemur 152 milljörðum króna. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, segir að þeim hafi verið vel tekið og slitastjórnin hafi haft áhuga á að halda viðræðunum áfram. Hann býst við því að fundað verði á ný í næstu viku. Ekki sé farið að ræða neinar verðhugmyndir. Lífeyrissjóðirnir stefna að því að í kjölfar kaupanna, ef af verður, verði Arion banki skráður á markað. „Hugsunin á bak við þetta er að það verði bara lífeyrissjóðir í fyrstu atrennu en almenningur og þá aðrir fjárfestar í framhaldinu. En þetta á allt eftir að móta frekar þegar við áttum okkur á því hvort við fáum þær undirtektir sem við þurfum,“ segir Árni.Árni GuðmundssonEkki hefur komið til tals að fá erlenda fjárfesta með lífeyrissjóðunum í viðræðurnar að sögn Árna. Hann útilokar hins vegar ekki að af því verði standi slíkt til boða. Öðrum lífeyrissjóðum hefur verið greint frá áformunum. „Ef af samningi verður, þá verður öllum lífeyrissjóðum boðið að taka þátt í verkefninu,“ segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, stærsta lífeyrissjóðs landsins. Þá útilokar hann ekki að fleiri lífeyrissjóðir taki þátt í viðræðunum þegar á líður. Haukur segir lífeyrissjóðina ekki hafa áhuga á því að fara með virkan eignarhlut í fjarmálafyrirtæki þannig að eignarhlutur hvers lífeyrissjóðs yrði alltaf undir tíu prósentum fari svo að af samningum verði. Ljóst er að um talsverða fjárfestingu yrði að ræða fyrir lífeyrissjóðina, sérstaklega þá minni verði af aðild þeirra. Þeir lífeyrissjóðir sem eru á eftir LSR, Gildi og Lífeyrissjóði verslunarmanna að stærð áttu um síðustu áramót ríflega 150 milljarða eignir hver. Því gæti tæplega tíu prósenta eignarhlutur í Arion banka numið tíu prósentum af heildareignum minni lífeyrissjóða. Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyf og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Sjá meira
Fulltrúar þriggja stærstu lífeyrissjóða landsins, LSR, Gildis og Lífeyrissjóðs verslunarmanna, funduðu í gærmorgun með slitastjórn Kaupþings þar sem þeir lýstu yfir áhuga á að hefja viðræður um kaup á Arion banka. Samkvæmt stöðugleikaskilyrðum sem Kaupþing hefur undirgengist skal stefnt að því að selja 87 prósenta hlut Kaupþings í Arion banka fyrir árslok 2016, svo lengi sem viðunandi verð fáist. Bókfært virði hlutar Kaupþings í Arion banka nemur 152 milljörðum króna. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs, segir að þeim hafi verið vel tekið og slitastjórnin hafi haft áhuga á að halda viðræðunum áfram. Hann býst við því að fundað verði á ný í næstu viku. Ekki sé farið að ræða neinar verðhugmyndir. Lífeyrissjóðirnir stefna að því að í kjölfar kaupanna, ef af verður, verði Arion banki skráður á markað. „Hugsunin á bak við þetta er að það verði bara lífeyrissjóðir í fyrstu atrennu en almenningur og þá aðrir fjárfestar í framhaldinu. En þetta á allt eftir að móta frekar þegar við áttum okkur á því hvort við fáum þær undirtektir sem við þurfum,“ segir Árni.Árni GuðmundssonEkki hefur komið til tals að fá erlenda fjárfesta með lífeyrissjóðunum í viðræðurnar að sögn Árna. Hann útilokar hins vegar ekki að af því verði standi slíkt til boða. Öðrum lífeyrissjóðum hefur verið greint frá áformunum. „Ef af samningi verður, þá verður öllum lífeyrissjóðum boðið að taka þátt í verkefninu,“ segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, stærsta lífeyrissjóðs landsins. Þá útilokar hann ekki að fleiri lífeyrissjóðir taki þátt í viðræðunum þegar á líður. Haukur segir lífeyrissjóðina ekki hafa áhuga á því að fara með virkan eignarhlut í fjarmálafyrirtæki þannig að eignarhlutur hvers lífeyrissjóðs yrði alltaf undir tíu prósentum fari svo að af samningum verði. Ljóst er að um talsverða fjárfestingu yrði að ræða fyrir lífeyrissjóðina, sérstaklega þá minni verði af aðild þeirra. Þeir lífeyrissjóðir sem eru á eftir LSR, Gildi og Lífeyrissjóði verslunarmanna að stærð áttu um síðustu áramót ríflega 150 milljarða eignir hver. Því gæti tæplega tíu prósenta eignarhlutur í Arion banka numið tíu prósentum af heildareignum minni lífeyrissjóða.
Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyf og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Sjá meira