„Sala á hlut borgarinnar í Landsvirkjun var reginhneyksli“ ingvar haraldsson skrifar 5. maí 2015 13:37 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gagnrýnir söluna á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun árið 2006 harðlega. vísir/vilhelm „Það sannast nú enn og aftur að sala á hlut borgarinnar í Landsvirkjun var reginhneyksli,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgastjóri í færslu sem hann ritar á Facebook við frétt um að Landsvirkjun muni geta greitt tíu til tuttugu milljarða í arð árlega eftir tvö til þrjú ár. Sjá einnig: Tuttugu milljarðar í arð á áriÁrið 2006 seldu Akureyrarbær og Reykjavíkurborg ríkinu samanlagt helmingshlut í Landsvirkjun. Þar af átti Reykjavíkurborg 44,5% og Akureyrarbær 5,5%. Fyrir hlutina voru greiddir 30,25 milljarðar, þar af 3,4 milljarðar þegar kaupin gengu í gegn við upphaf árs 2007. Eftirstöðvarnar voru greiddar með skuldabréfum til 28 ára sem runnið hafa til lífeyrissjóða sveitarfélaganna, þ.e. Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar, til að mæta lífeyrisskuldbindingum vegna starfsmanna þeirra. Dagur segir að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi keyrt söluna í gegn þrátt fyrir hörð mótmæli og baráttu minnihlutans. „Okkar megingagnrýni, sem úttektarnefnd Reykjavíkurborgar tók síðar undir, var sú að verðmæti Landsvirkjunar væru gróflega vanmetin. Þessar áætlanir um framtíðar-arð eru enn ein staðfestingin á því," segir Dagur.Borgin í ábyrgð fyrir lánum eftir söluna Í kaupsamningnum voru ákvæði um að Reykjavíkurborg yrði áfram í ábyrgð fyrir hluta af skuldum Landsvirkjunar eftir söluna. Þær ábyrgðir stóðu í 110 milljörðum króna um mitt ár 2009 samkvæmt frétt Eyjunnar. Hefði Landsvirkjun lent í greiðsluerfiðleikum og ekki geta greitt af lánum sínum hefði hluti af skuldum fyrirtækisins lent á Reykjavíkurborg þrátt fyrir að borgin ætti ekki lengur hlut í fyrirtækinu. Dagur segir að helstu rökin fyrir sölunni hafi verið að borgarbúar væru í of miklum ábyrgðum í orkumálum, sem nær helmingseigendur í Landsvirkjun og 96% eigendur að Orkuveitu Reykjavíkur. „Borgarfulltrúar eiga gæta hagsmuna borgarbúa og borgarsjóðs - meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerðu það ekki í þessu máli og verða að svara fyrir það,“ segir Dagur.Það sannast nú enn og aftur að sala á hlut borgarinnar í Landsvirkjun var reginnhneyksli. Meirihluti Sjálfstæðisflokks...Posted by Dagur B. Eggertsson on Tuesday, May 5, 2015 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
„Það sannast nú enn og aftur að sala á hlut borgarinnar í Landsvirkjun var reginhneyksli,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgastjóri í færslu sem hann ritar á Facebook við frétt um að Landsvirkjun muni geta greitt tíu til tuttugu milljarða í arð árlega eftir tvö til þrjú ár. Sjá einnig: Tuttugu milljarðar í arð á áriÁrið 2006 seldu Akureyrarbær og Reykjavíkurborg ríkinu samanlagt helmingshlut í Landsvirkjun. Þar af átti Reykjavíkurborg 44,5% og Akureyrarbær 5,5%. Fyrir hlutina voru greiddir 30,25 milljarðar, þar af 3,4 milljarðar þegar kaupin gengu í gegn við upphaf árs 2007. Eftirstöðvarnar voru greiddar með skuldabréfum til 28 ára sem runnið hafa til lífeyrissjóða sveitarfélaganna, þ.e. Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar, til að mæta lífeyrisskuldbindingum vegna starfsmanna þeirra. Dagur segir að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi keyrt söluna í gegn þrátt fyrir hörð mótmæli og baráttu minnihlutans. „Okkar megingagnrýni, sem úttektarnefnd Reykjavíkurborgar tók síðar undir, var sú að verðmæti Landsvirkjunar væru gróflega vanmetin. Þessar áætlanir um framtíðar-arð eru enn ein staðfestingin á því," segir Dagur.Borgin í ábyrgð fyrir lánum eftir söluna Í kaupsamningnum voru ákvæði um að Reykjavíkurborg yrði áfram í ábyrgð fyrir hluta af skuldum Landsvirkjunar eftir söluna. Þær ábyrgðir stóðu í 110 milljörðum króna um mitt ár 2009 samkvæmt frétt Eyjunnar. Hefði Landsvirkjun lent í greiðsluerfiðleikum og ekki geta greitt af lánum sínum hefði hluti af skuldum fyrirtækisins lent á Reykjavíkurborg þrátt fyrir að borgin ætti ekki lengur hlut í fyrirtækinu. Dagur segir að helstu rökin fyrir sölunni hafi verið að borgarbúar væru í of miklum ábyrgðum í orkumálum, sem nær helmingseigendur í Landsvirkjun og 96% eigendur að Orkuveitu Reykjavíkur. „Borgarfulltrúar eiga gæta hagsmuna borgarbúa og borgarsjóðs - meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gerðu það ekki í þessu máli og verða að svara fyrir það,“ segir Dagur.Það sannast nú enn og aftur að sala á hlut borgarinnar í Landsvirkjun var reginnhneyksli. Meirihluti Sjálfstæðisflokks...Posted by Dagur B. Eggertsson on Tuesday, May 5, 2015
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira