Fornleifar þurfa ekki að koma á óvart Oddgeir Isaksen og Orri Vésteinsson skrifar 21. október 2015 07:00 Í sumar hafa fundist í miðbæ Reykjavíkur fornleifar frá sitthvorum enda Íslandssögunnar – skáli frá víkingaöld við Lækjargötu og hafnargarðar frá fyrri hluta 20. aldar neðan við Arnarhól. Í báðum tilfellum var ráðist í fornleifauppgröft vegna þess að fyrirhugað er að byggja á lóðunum og í báðum tilfellum hefur sprottið upp umræða um nauðsyn þess að varðveita minjarnar. Í báðum tilfellum hefur verið ánægjulegt að fylgjast með framkvæmdaaðilum lýsa yfir vilja til að nýta minjarnar með einhverjum hætti í fyrirhugaðri uppbyggingu. Hins vegar er ljóst að svigrúmið til að taka góðar ákvarðanir um slík mál er þröngt þegar fornleifarnar koma í ljós í miðju hönnunar- og framkvæmdaferli. Þetta þarf ekki að vera svona. Að það skuli leynast hafnargarðar undir bílastæðunum við Tryggvagötu eru engin tíðindi. Hafnargarðar voru hlaðnir framan við Hafnarstræti á ýmsum tímum milli 1880 og 1940 og hlutar af þeim hafa áður komið fram við uppgröft. Til eru ljósmyndir og mælingauppdrættir frá fyrri hluta 20. aldar sem sýna nákvæmlega hvar garðarnir liggja og nóg er vitað um dýpt kjallara þeirra húsa sem byggð hafa verið á yngri fyllingum til að hægt sé að segja með góðri vissu hvar garðarnir hafa varðveist og hvar þeim hefur verið raskað. Ólíkt hafnargörðunum hefði ekki verið hægt að vita fyrirfram að víkingaaldarskáli leyndist á lóðunum á mótum Lækjargötu og Skólabrúar en skálastæðið er hins vegar innan gamla túns Reykjavíkurbæjarins og í gömlum túnum má alltaf vænta fornleifa. Líkur á að rekast á fornleifar innan gamalla túna eru hundraðfalt meiri en utan þeirra. Ábyrg áætlanagerð um byggingaframkvæmdir í gömlu túni hlýtur því að ganga út frá þeim möguleika að fornleifar geti komið í ljós.Kort Borgarsögusafns sem sýnir hvar leifar af hlöðnum köntum er að finna undir fyllingum við höfnina í Reykjavík.Misbrestur Á síðustu áratugum hefur verið unnið gríðarlegt starf við að kortleggja fornleifar á Íslandi, bæði þær sem sjást á yfirborði og eins hinar sem ekki sjást en heimildir eru til um. Borgarsögusafn Reykjavíkur heldur skrá um fornleifar í Reykjavík og býr að auki yfir mikilli þekkingu til að meta hvar áður óþekktar fornleifar geta leynst. Þekkingarskortur er því ekki ástæðan þegar fornleifar lenda í uppnámi vegna framkvæmda heldur misbrestur á að fyrirliggjandi þekking sé nýtt í undirbúningnum. Stór veikleiki í kerfi okkar er að fyrir utan friðlýstar fornleifar – sem eru t.d. engar í miðbæ Reykjavíkur – tekur skipulagsgerð á Íslandi sjaldnast nokkurt mið af fornleifum eða menningarlandslagi. Frumákvarðanir um landnýtingu eru teknar án þess að slíkum verðmætum sé gaumur gefinn og þegar fornleifar koma svo í ljós – oft bara dögum eða vikum áður en framkvæmdir hefjast – getur valið aðeins staðið á milli þess að láta fornleifarnar fara eða hætta við framkvæmdirnar. Oftast eru það fornleifarnar sem verða undir í þeirri togstreitu. Ef framkvæmdaaðilar og leyfisveitendur vendu sig á að kynna sér þá þekkingu sem til er um fornleifar áður en byrjað er að hanna og grafa væri mun hægara um vik að varðveita og virkja þau verðmæti sem í fornleifum felast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Sjá meira
Í sumar hafa fundist í miðbæ Reykjavíkur fornleifar frá sitthvorum enda Íslandssögunnar – skáli frá víkingaöld við Lækjargötu og hafnargarðar frá fyrri hluta 20. aldar neðan við Arnarhól. Í báðum tilfellum var ráðist í fornleifauppgröft vegna þess að fyrirhugað er að byggja á lóðunum og í báðum tilfellum hefur sprottið upp umræða um nauðsyn þess að varðveita minjarnar. Í báðum tilfellum hefur verið ánægjulegt að fylgjast með framkvæmdaaðilum lýsa yfir vilja til að nýta minjarnar með einhverjum hætti í fyrirhugaðri uppbyggingu. Hins vegar er ljóst að svigrúmið til að taka góðar ákvarðanir um slík mál er þröngt þegar fornleifarnar koma í ljós í miðju hönnunar- og framkvæmdaferli. Þetta þarf ekki að vera svona. Að það skuli leynast hafnargarðar undir bílastæðunum við Tryggvagötu eru engin tíðindi. Hafnargarðar voru hlaðnir framan við Hafnarstræti á ýmsum tímum milli 1880 og 1940 og hlutar af þeim hafa áður komið fram við uppgröft. Til eru ljósmyndir og mælingauppdrættir frá fyrri hluta 20. aldar sem sýna nákvæmlega hvar garðarnir liggja og nóg er vitað um dýpt kjallara þeirra húsa sem byggð hafa verið á yngri fyllingum til að hægt sé að segja með góðri vissu hvar garðarnir hafa varðveist og hvar þeim hefur verið raskað. Ólíkt hafnargörðunum hefði ekki verið hægt að vita fyrirfram að víkingaaldarskáli leyndist á lóðunum á mótum Lækjargötu og Skólabrúar en skálastæðið er hins vegar innan gamla túns Reykjavíkurbæjarins og í gömlum túnum má alltaf vænta fornleifa. Líkur á að rekast á fornleifar innan gamalla túna eru hundraðfalt meiri en utan þeirra. Ábyrg áætlanagerð um byggingaframkvæmdir í gömlu túni hlýtur því að ganga út frá þeim möguleika að fornleifar geti komið í ljós.Kort Borgarsögusafns sem sýnir hvar leifar af hlöðnum köntum er að finna undir fyllingum við höfnina í Reykjavík.Misbrestur Á síðustu áratugum hefur verið unnið gríðarlegt starf við að kortleggja fornleifar á Íslandi, bæði þær sem sjást á yfirborði og eins hinar sem ekki sjást en heimildir eru til um. Borgarsögusafn Reykjavíkur heldur skrá um fornleifar í Reykjavík og býr að auki yfir mikilli þekkingu til að meta hvar áður óþekktar fornleifar geta leynst. Þekkingarskortur er því ekki ástæðan þegar fornleifar lenda í uppnámi vegna framkvæmda heldur misbrestur á að fyrirliggjandi þekking sé nýtt í undirbúningnum. Stór veikleiki í kerfi okkar er að fyrir utan friðlýstar fornleifar – sem eru t.d. engar í miðbæ Reykjavíkur – tekur skipulagsgerð á Íslandi sjaldnast nokkurt mið af fornleifum eða menningarlandslagi. Frumákvarðanir um landnýtingu eru teknar án þess að slíkum verðmætum sé gaumur gefinn og þegar fornleifar koma svo í ljós – oft bara dögum eða vikum áður en framkvæmdir hefjast – getur valið aðeins staðið á milli þess að láta fornleifarnar fara eða hætta við framkvæmdirnar. Oftast eru það fornleifarnar sem verða undir í þeirri togstreitu. Ef framkvæmdaaðilar og leyfisveitendur vendu sig á að kynna sér þá þekkingu sem til er um fornleifar áður en byrjað er að hanna og grafa væri mun hægara um vik að varðveita og virkja þau verðmæti sem í fornleifum felast.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun