Þrír gullverðlaunahafar í íslenska hópnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2015 12:00 Brynjar Þór, Logi og Helgi Már á landsliðsæfingu. mynd/kkí Í dag verða Smáþjóðaleikarnir settir formlega en þeir fara fram hér á landi 1.-6. júní og eru þetta 16. leikarnir sem haldnir eru. Það eru liðin átta ár síðan að íslenska karlalandsliðið vann gullverðlaun á Smáþjóðaleikunum en strákarnir okkar fengu síðast gull um hálsinn eftir körfuboltakeppnina á leikunum í Mónakó. Íslenska liðið fékk gullið sitt þó ekki afhent strax eftir úrslitaleikinn í Mónakó í júní 2007 eins og venjan er því leikurinn leystist upp í lokin og var á endanum flautaður af eftir að Kýpverjar misstu stjórn á skapi sínu og slagsmál brutust út. Íslandi var dæmdur sigur í leiknum og vann íslenska liðið því alla fimm leiki sína á leikunun. Kýpur var fyrir þessa leika búið að vinna fimm Smáþjóðaleika í röð og íslenska liðið hafði endaði í öðru sætinu á þremur þeirra. Íslenska liðið vann þarna fyrstu gullverðlaun sína í 24 ár eða síðan liðið vann gullið á Smáþjóðaleikunum á Möltu 1993. Þrír leikmenn íslenska liðsins á Smáþjóðaleikunum í ár voru með þegar gullið vannst fyrir átta árum en það eru þeir Logi Gunnarsson, Helgi Már Magnússon og Brynjar Þór Björnsson. Hörður Axel Vilhjálmsson var líka í þessu liði og hann er enn að spila með landsliðinu en getur ekki verið með í Höllinni vegna meiðsla. Logi var þriðji stigahæsti leikmaður íslenska liðsins fyrir átta árum á eftir þeim Brenton Birmingham og Páli Axel Vilbergssyni en Logi skoraði þá 15,0 stig að meðaltali í leik. Logi hitti meðal annars úr 21 af 23 vítum sínum sem gerir 91,3 prósent vítanýtingu. Logi og Helgi Már Magnússon fengu skráðar á sig flestar stoðsendingar á mótinu, sjö hvor, og Helgi Már Magnússon varð annar í fráköstum á eftir Friðriki Stefánssyni en Helgi Már tók samtals 24 fráköst eða 4,8 í leik.Stig íslenska liðsins á Smáþjóðaleikunum í Mónakó 2007: Brenton Birmingham · 87 Páll Axel Vilbergsson · 80 Logi Gunnarsson · 75 Helgi Már Magnússon · 49 Friðrik Stefánsson · 38 Magnús Þór Gunnarsson · 26 Hreggviður Magnússon · 25 Brynjar Þór Björnsson · 23 Þorleifur Ólafsson · 12 Kristinn Jónasson · 11 Hörður Axel Vilhjálmsson · 6 Jóhann Árni Ólafsson · 4 Fyrsti leikur íslensku strákanna á Smáþjóðaleikunum 2015 er miðvikudaginn 3. júní á móti Andorra í Laugardalshöllinni og hefst hann klukkan 19.30. Liðið spilar síðan við Lúxemborg á fimmtudeginum 4. júní (klukkan 19.30) og svo lokaleikinn sinn á móti Svartfjallalandi á laugardeginum 6. júní (klukkan 16.00). Íslenski körfuboltinn Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Í dag verða Smáþjóðaleikarnir settir formlega en þeir fara fram hér á landi 1.-6. júní og eru þetta 16. leikarnir sem haldnir eru. Það eru liðin átta ár síðan að íslenska karlalandsliðið vann gullverðlaun á Smáþjóðaleikunum en strákarnir okkar fengu síðast gull um hálsinn eftir körfuboltakeppnina á leikunum í Mónakó. Íslenska liðið fékk gullið sitt þó ekki afhent strax eftir úrslitaleikinn í Mónakó í júní 2007 eins og venjan er því leikurinn leystist upp í lokin og var á endanum flautaður af eftir að Kýpverjar misstu stjórn á skapi sínu og slagsmál brutust út. Íslandi var dæmdur sigur í leiknum og vann íslenska liðið því alla fimm leiki sína á leikunun. Kýpur var fyrir þessa leika búið að vinna fimm Smáþjóðaleika í röð og íslenska liðið hafði endaði í öðru sætinu á þremur þeirra. Íslenska liðið vann þarna fyrstu gullverðlaun sína í 24 ár eða síðan liðið vann gullið á Smáþjóðaleikunum á Möltu 1993. Þrír leikmenn íslenska liðsins á Smáþjóðaleikunum í ár voru með þegar gullið vannst fyrir átta árum en það eru þeir Logi Gunnarsson, Helgi Már Magnússon og Brynjar Þór Björnsson. Hörður Axel Vilhjálmsson var líka í þessu liði og hann er enn að spila með landsliðinu en getur ekki verið með í Höllinni vegna meiðsla. Logi var þriðji stigahæsti leikmaður íslenska liðsins fyrir átta árum á eftir þeim Brenton Birmingham og Páli Axel Vilbergssyni en Logi skoraði þá 15,0 stig að meðaltali í leik. Logi hitti meðal annars úr 21 af 23 vítum sínum sem gerir 91,3 prósent vítanýtingu. Logi og Helgi Már Magnússon fengu skráðar á sig flestar stoðsendingar á mótinu, sjö hvor, og Helgi Már Magnússon varð annar í fráköstum á eftir Friðriki Stefánssyni en Helgi Már tók samtals 24 fráköst eða 4,8 í leik.Stig íslenska liðsins á Smáþjóðaleikunum í Mónakó 2007: Brenton Birmingham · 87 Páll Axel Vilbergsson · 80 Logi Gunnarsson · 75 Helgi Már Magnússon · 49 Friðrik Stefánsson · 38 Magnús Þór Gunnarsson · 26 Hreggviður Magnússon · 25 Brynjar Þór Björnsson · 23 Þorleifur Ólafsson · 12 Kristinn Jónasson · 11 Hörður Axel Vilhjálmsson · 6 Jóhann Árni Ólafsson · 4 Fyrsti leikur íslensku strákanna á Smáþjóðaleikunum 2015 er miðvikudaginn 3. júní á móti Andorra í Laugardalshöllinni og hefst hann klukkan 19.30. Liðið spilar síðan við Lúxemborg á fimmtudeginum 4. júní (klukkan 19.30) og svo lokaleikinn sinn á móti Svartfjallalandi á laugardeginum 6. júní (klukkan 16.00).
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira