Viðskipti innlent

Síminn verður skráður á markað í haust

ingvar haraldsson skrifar
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Orri Hauksson, forstjóri Símans. vísir/vilhelm
Síminn, stærsta fjarskiptafyrirtæki landsins, verður skráð í Kauphöll Íslands næsta haust. Þetta kom fram í máli Orra Haukssonar, forstjóra Símans á Kauphallardögum Arion Banka fyrr í dag.

Orri sagði jafnframt að verið væri að undirbúa fyrirtækið fjárhagslega undir skráninguna.

Arion Banki er stærsti hluthafi Skipta, móðurfélags Símans, en bankinn á tæplega 40% hluti í fyrirtækinu.Lífeyrissjóðir eiga einnig stóran hlut í félaginu.

Síminn verður því líklega þriðja fyrirtækið sem skráð verður í Kauphöllina á þessu ári. Fasteignafélögin Reitir og Eik verða bæði skráð á markað í þessum mánuði.


Tengdar fréttir

Hlutafjárútboð Eikar þann 17. apríl

Stefnt er að því að útboð á hlutum í fasteignafélaginu Eik verði haldið dagana 17. - 20. apríl næstkomandi. í framhaldi verður félagið skráð á markað.

Reitir á markað 9. apríl

Almennt hlutafjárútboð í fasteignafélaginu Reitum fer fram dagana 25. – 27 mars. Búist er við því að viðskipti með hlutabréf félagsins geti hafist á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands þann 9. apríl.

Hagnaður Eikar jókst um 110 milljónir

Hagnaður fasteignafélagsins Eikar á síðasta ári nam 1.336 milljónum króna. Það er um 110 milljónum meiri hagnaður en árið áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×