Ferðamenn eyddu tveimur milljörðum í skoðunarferðir ingvar haraldsson skrifar 26. febrúar 2015 11:18 Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hér á landi var alls 7,2 milljarðar króna í janúar sem er 32,5 prósent hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra. vísir/stefán Erlendir ferðamenn greiddu 2 milljarða króna fyrir skipulagðar skoðunarferðir með greiðslukortum hér á landi í janúar. Kortaveltan í þessum geira jókst um 71 prósent frá janúar í fyrra. Þetta kemur fram í gögnum sem Rannsóknarsetri verslunarinnar.Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hér á landi var alls 7,2 milljarðar króna í janúar sem er 32,5 prósent hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Kortavelta bílaleiga jókst um 50 prósent milli ára og yfir þriðjungsaukning var í veltu hótela- og gistihúsa. Þá naut menningarstarfsemi, eins og söfn og viðburðir, góðs af aukinzni kortaveltu útlendinga þar sem aukningin nam næstum 30 prósent frá janúar í fyrra. Þá jókst erlend kortavelta í verslunum um næstum 20 prósent frá janúar í fyrra. Stærstur hluti erlendrar kortaveltu í verslunum var í tollfrjálsri verslun eða sem nam 130 milljónum og jókst um fjórðung frá því í fyrra.Litlar breytingar í vetrarferðamennsku Íslendinga Ekki varð sambærileg aukning í kortaveltu íslenskra ferðamanna samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarsetrinu. Mældir eru þrír útgjaldaliðir íslenskrar kortaveltu, þ.e. vegna gistinga, flugferða og ýmissar ferðaþjónustu eins og skoðunarferða. Heildarveltuaukningin í janúar í þessum útgjaldaflokkum á milli ára er alls 5,3 prósent. Ef borin er saman velta íslenskra ferðamanna og erlendra á gistihúsum í janúar síðastliðnum kemur í ljós að innlend kortavelta í þessum flokki er aðeins um 9 prósent af erlendu veltunni.Ferðamenn frá Noregi greiða hæstu meðalupphæðina með greiðslukortum.vísir/rannsóknarsetur verslunarinnarFerðamenn frá Noregi og Sviss eyða mestuFerðamenn frá Noregi keyptu að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum eða 217 þúsund krónur. Hluti kortaeigenda gæti þó verið Íslendingar sem eru búsettir í Noregi og noti þarlend greiðslukort. Svisslendingar greiða næst mest með greiðslukortum eða 211 þúsund krónur að meðaltali.Meðalvelta erlendra ferðamanna var 115 þúsund krónur í janúar og dróst saman um 1,5 prósent milli ára. Greiðslukortavelta á hvern erlendan ferðamann hefur dregist saman um 10,8 prósent frá janúar 2013. Aukin útgjöld gegnum erlendar bókunarsíður eða styttri dvöl hér á landi gæti skýrt breytingarnar að mati Rannsóknarsetursins. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Loksins Bar og Mathús í Leifsstöð Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Sigurjón áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira
Erlendir ferðamenn greiddu 2 milljarða króna fyrir skipulagðar skoðunarferðir með greiðslukortum hér á landi í janúar. Kortaveltan í þessum geira jókst um 71 prósent frá janúar í fyrra. Þetta kemur fram í gögnum sem Rannsóknarsetri verslunarinnar.Greiðslukortavelta erlendra ferðamanna hér á landi var alls 7,2 milljarðar króna í janúar sem er 32,5 prósent hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Kortavelta bílaleiga jókst um 50 prósent milli ára og yfir þriðjungsaukning var í veltu hótela- og gistihúsa. Þá naut menningarstarfsemi, eins og söfn og viðburðir, góðs af aukinzni kortaveltu útlendinga þar sem aukningin nam næstum 30 prósent frá janúar í fyrra. Þá jókst erlend kortavelta í verslunum um næstum 20 prósent frá janúar í fyrra. Stærstur hluti erlendrar kortaveltu í verslunum var í tollfrjálsri verslun eða sem nam 130 milljónum og jókst um fjórðung frá því í fyrra.Litlar breytingar í vetrarferðamennsku Íslendinga Ekki varð sambærileg aukning í kortaveltu íslenskra ferðamanna samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarsetrinu. Mældir eru þrír útgjaldaliðir íslenskrar kortaveltu, þ.e. vegna gistinga, flugferða og ýmissar ferðaþjónustu eins og skoðunarferða. Heildarveltuaukningin í janúar í þessum útgjaldaflokkum á milli ára er alls 5,3 prósent. Ef borin er saman velta íslenskra ferðamanna og erlendra á gistihúsum í janúar síðastliðnum kemur í ljós að innlend kortavelta í þessum flokki er aðeins um 9 prósent af erlendu veltunni.Ferðamenn frá Noregi greiða hæstu meðalupphæðina með greiðslukortum.vísir/rannsóknarsetur verslunarinnarFerðamenn frá Noregi og Sviss eyða mestuFerðamenn frá Noregi keyptu að jafnaði fyrir hæstu upphæðir með greiðslukortum eða 217 þúsund krónur. Hluti kortaeigenda gæti þó verið Íslendingar sem eru búsettir í Noregi og noti þarlend greiðslukort. Svisslendingar greiða næst mest með greiðslukortum eða 211 þúsund krónur að meðaltali.Meðalvelta erlendra ferðamanna var 115 þúsund krónur í janúar og dróst saman um 1,5 prósent milli ára. Greiðslukortavelta á hvern erlendan ferðamann hefur dregist saman um 10,8 prósent frá janúar 2013. Aukin útgjöld gegnum erlendar bókunarsíður eða styttri dvöl hér á landi gæti skýrt breytingarnar að mati Rannsóknarsetursins.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Loksins Bar og Mathús í Leifsstöð Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Sigurjón áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Fleiri fréttir Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Sjá meira