Að stofna RÚV í dag Víkingur Heiðar Ólafsson skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Myndum við stofna Ríkisútvarpið í dag? Nei, að sjálfsögðu ekki. Við gætum það ekki. Menningarstofnun á borð við RÚV er ekki þess eðlis að manni detti hún í hug, bara sísona, í öllum sínum margbreytileika, stofni um hana fyrirtæki, skrái á markað og hlakki til arðgreiðslna. Saga RÚV er samofin sögu lýðveldisins. Tími er stundum peningar, en ekki alltaf. Enginn verðmiði nær utan um þau 85 ár af þekkingu og verðmætum sem RÚV byggir á og nýtir til nýsköpunar í dag.Pólarísering Dagurinn er að verða ískyggilega stuttur. Þá er maður minntur enn meir en vanalega á þá hefð sem er rótgrónari á Íslandi en annars staðar, þó ekki sé til almennilegt íslenskt orð yfir hana. Pólarísering: listin að etja fólki saman í gagnstæðar fylkingar, þrýsta því út á sitthvorn jaðarinn og minnka líkur á því að sameiginleg niðurstaða náist. Hún er sterkasta vopn sérhagsmunaaðila og bandamaður pólitískra áróðursmanna. Með því að ýkja og setja hlutina vísvitandi í villandi samhengi, og endurtaka það nógu oft, öðlast ósannindi falskan trúverðugleika. RÚV hefur á síðustu árum ítrekað verið sakað um hlutdrægni, án þess að fyrir því séu færð haldbær rök. T.d. hefur fréttastofan reglulega verið sökuð um að reka ESB áróður. Hlutlaus skoðun leiddi hins vegar í ljós að RÚV flutti fleiri neikvæðar fréttir af ESB en jákvæðar. RÚV hefur verið sagt illa rekið í dag. Þó hefur verið sýnt fram á algjöran viðsnúning í rekstri hjá nýjum stjórnendum. RÚV hefur verið sagt hafa blásið út á undanförnum árum. Allir sem þekkja til hafa hins vegar horft upp á fjöldauppsagnir og gegndarlausan niðurskurð. RÚV hefur verið sagt njóta hæstra framlaga per capita miðað við nágrannalöndin. Hið rétta er að RÚV fær minnst allra Norðurlandanna í nefskatt per capita, þrátt fyrir smæð þjóðarinnar. Það er hins vegar látið klöngrast á litlum auglýsingamarkaði í miklu ríkari mæli en ríkisfjölmiðlar Norðurlandanna, með tilheyrandi úlfúð samkeppnismiðla, að einhverju leyti skiljanlegri.Afdrifaríkir tímar Á Vesturlöndum er mikið rætt um hlutverk ríkisfjölmiðla, gæði, rekstur og framþróun. En ólíkt því sem gerist hér á landi, endar umræðan ekki í spurningum um hvort tilvist BBC, DR eð NRK sé réttlætanleg yfir höfuð. Þeir sem tala fyrir því að leggja niður ríkisfjölmiðlana í Evrópu eru staðsettir yst á jaðri stjórnmálanna. Á Íslandi er áróðurinn gegn RÚV hins vegar farinn að skila árangri. Hann hefur enda staðið yfir í áratug, og með vaxandi styrk. Hugmyndin um að leggja niður RÚV eða selja telst ekki lengur öfgahugmynd í umræðunni, þó um eina mikilvægustu menningarstofnun þjóðarinnar sé að ræða. Fram undan eru afdrifaríkir tímar.Að vona Maður vonar að tillaga um að falla frá frekari lækkun útvarpsgjalds nái fram að ganga við afgreiðslu fjárlaga 2016, svo ekki komi til enn eins blóðugs niðurskurðarins, sjöunda árið í röð. Maður vonar að RÚV verði í framhaldinu tryggður nauðsynlegur starfsfriður með samningum við ríkið um framlög til lengri tíma, svo stjórnendur þurfi ekki árlega að grátbiðja stjórnmálamenn um opinber framlög. Maður vonar að RÚV þurfi í minnkandi mæli að treysta á auglýsingatekjur en fái í staðinn hærri framlög frá ríkinu. Þannig gætu stjórnendur einbeitt sér að því sem þeir vinna þegar að: styrkingu sértækrar, frjórrar og forvitnilegrar dagskrárgerðar útvarps og sjónvarps og því að aðlaga sig breyttu fjölmiðlaneyslumynstri þjóðarinnar. Þannig myndu allir vinna. Ég skora á þingmenn alla að lúta vilja mikils meirihluta þjóðarinnar, standa vörð um útvarp allra landsmanna og styðja það til góðra verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Myndum við stofna Ríkisútvarpið í dag? Nei, að sjálfsögðu ekki. Við gætum það ekki. Menningarstofnun á borð við RÚV er ekki þess eðlis að manni detti hún í hug, bara sísona, í öllum sínum margbreytileika, stofni um hana fyrirtæki, skrái á markað og hlakki til arðgreiðslna. Saga RÚV er samofin sögu lýðveldisins. Tími er stundum peningar, en ekki alltaf. Enginn verðmiði nær utan um þau 85 ár af þekkingu og verðmætum sem RÚV byggir á og nýtir til nýsköpunar í dag.Pólarísering Dagurinn er að verða ískyggilega stuttur. Þá er maður minntur enn meir en vanalega á þá hefð sem er rótgrónari á Íslandi en annars staðar, þó ekki sé til almennilegt íslenskt orð yfir hana. Pólarísering: listin að etja fólki saman í gagnstæðar fylkingar, þrýsta því út á sitthvorn jaðarinn og minnka líkur á því að sameiginleg niðurstaða náist. Hún er sterkasta vopn sérhagsmunaaðila og bandamaður pólitískra áróðursmanna. Með því að ýkja og setja hlutina vísvitandi í villandi samhengi, og endurtaka það nógu oft, öðlast ósannindi falskan trúverðugleika. RÚV hefur á síðustu árum ítrekað verið sakað um hlutdrægni, án þess að fyrir því séu færð haldbær rök. T.d. hefur fréttastofan reglulega verið sökuð um að reka ESB áróður. Hlutlaus skoðun leiddi hins vegar í ljós að RÚV flutti fleiri neikvæðar fréttir af ESB en jákvæðar. RÚV hefur verið sagt illa rekið í dag. Þó hefur verið sýnt fram á algjöran viðsnúning í rekstri hjá nýjum stjórnendum. RÚV hefur verið sagt hafa blásið út á undanförnum árum. Allir sem þekkja til hafa hins vegar horft upp á fjöldauppsagnir og gegndarlausan niðurskurð. RÚV hefur verið sagt njóta hæstra framlaga per capita miðað við nágrannalöndin. Hið rétta er að RÚV fær minnst allra Norðurlandanna í nefskatt per capita, þrátt fyrir smæð þjóðarinnar. Það er hins vegar látið klöngrast á litlum auglýsingamarkaði í miklu ríkari mæli en ríkisfjölmiðlar Norðurlandanna, með tilheyrandi úlfúð samkeppnismiðla, að einhverju leyti skiljanlegri.Afdrifaríkir tímar Á Vesturlöndum er mikið rætt um hlutverk ríkisfjölmiðla, gæði, rekstur og framþróun. En ólíkt því sem gerist hér á landi, endar umræðan ekki í spurningum um hvort tilvist BBC, DR eð NRK sé réttlætanleg yfir höfuð. Þeir sem tala fyrir því að leggja niður ríkisfjölmiðlana í Evrópu eru staðsettir yst á jaðri stjórnmálanna. Á Íslandi er áróðurinn gegn RÚV hins vegar farinn að skila árangri. Hann hefur enda staðið yfir í áratug, og með vaxandi styrk. Hugmyndin um að leggja niður RÚV eða selja telst ekki lengur öfgahugmynd í umræðunni, þó um eina mikilvægustu menningarstofnun þjóðarinnar sé að ræða. Fram undan eru afdrifaríkir tímar.Að vona Maður vonar að tillaga um að falla frá frekari lækkun útvarpsgjalds nái fram að ganga við afgreiðslu fjárlaga 2016, svo ekki komi til enn eins blóðugs niðurskurðarins, sjöunda árið í röð. Maður vonar að RÚV verði í framhaldinu tryggður nauðsynlegur starfsfriður með samningum við ríkið um framlög til lengri tíma, svo stjórnendur þurfi ekki árlega að grátbiðja stjórnmálamenn um opinber framlög. Maður vonar að RÚV þurfi í minnkandi mæli að treysta á auglýsingatekjur en fái í staðinn hærri framlög frá ríkinu. Þannig gætu stjórnendur einbeitt sér að því sem þeir vinna þegar að: styrkingu sértækrar, frjórrar og forvitnilegrar dagskrárgerðar útvarps og sjónvarps og því að aðlaga sig breyttu fjölmiðlaneyslumynstri þjóðarinnar. Þannig myndu allir vinna. Ég skora á þingmenn alla að lúta vilja mikils meirihluta þjóðarinnar, standa vörð um útvarp allra landsmanna og styðja það til góðra verka.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun