NBA: Curry með 37 stig og Golden State vann tólfta leikinn í röð | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2015 06:48 Stephen Curry fagnar körfu í leik Golden State Warriors í nótt. Vísir/Getty NBA-meistarar Golden State Warriors héldu sigurgöngu sinni áfram í nótt þegar liðið vann spennuleik á móti Toronto. Warroirs-liðið hefur þar með unnið tólf fyrstu leiki tímabilsins. Kristaps Porzingis er enn að stela senunni í New York og LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers töpuðu sínum öðrum leik í röð.Stephen Curry var með 37 stig og 9 stoðsendingar í 115-110 heimasigri Golden State Warriors á Toronto Raptors. Klay Thompson skoraði 19 stig og Andrew Bogut var með 13 stig. Golden State hefur þar með unnið tólf fyrstu leiki sína og síðustu NBA-meistararnir til að ná því voru Michael Jordan og félagar 1996-97. Toronto Raptors liðið var ekki auðveldur andstæðingur en Golden State missti niður 18 stiga forskot og það var spenna á lokamínútum leiksins. Stephen Curry og Klay Thompson klikkuðu báðir á víti í lokin en það kom ekki að sök og Warriors eru áfram að elta söguna. Þetta er besta byrjunin í NBA-deildinni síðan að Dallas Mavericks vann fjórtán fyrstu leiki sína tímabilið 2002-03 en nú eru bara þrír sigurleikir í það að Golden State jafni met Washington Capitols liðsins frá 1948-49 og Houston Rockets liðsins frá 1993-94 yfir bestu byrjun sögunnar í NBA-deildinni.Nýliðinn Kristaps Porzingis setti nýtt persónulegt met með því að skora 29 stig þegar New York Knicks vann 102-94 sigur á Charlotte Hornets. Áhorfendurnir í New York sungu "Por-zing-is! Por-zing-is!," í seinni hálfleiknum en þessi 20 ára og 221 sentímetra hái Letti er heldur betur að slá í gegn í New York. Carmelo Anthony var með 18 stig og 11 fráköst fyrir Knicks en Kemba Walker var atkvæðamestur hjá Charlotte með 31 stig.Andre Drummond var með 25 stig og 18 fráköst þegar Detroit Pistons vann 104-99 sigur á Cleveland Cavaliers en þetta var annað tap Cleveland-liðsins í röð. LeBron James skoraði 23 af 30 stigum sínum í fyrri hálfleiknum en Detroit gekk vel að loka á hann í þeim seinni.Ítalinn Danilo Gallinari skoraði 32 stig þegar Denver Nuggets vann 115-98 útisigur á New Orleans Pelicans. Pelíkanarnir töpuðu ekki bara leiknum heldur misstu einnig stjörnuna sína Anthony Davis útaf meidda á vinstri öxl.Andrew Wiggins var með 24 stig og Zach LaVine bætti við 17 stigum þegar Minnesota Timberwolves vann 103-91 útisigur á Miami Heat. Hassan Whiteside, miðherji Miami, var með 22 stig, 14 fráköst og 10 varin skot í leiknum en Miami tapaði fjórða leikhlutanum 41-22.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt Washington Wizards - Milwaukee Bucks 115-86 Brooklyn Nets - Atlanta Hawks 90-88 Detroit Pistons - Cleveland Cavaliers 104-99 Miami Heat - Minnesota Timberwolves 91-103 New York Knicks - Charlotte Hornets 102-94 New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 98-115 Golden State Warriors - Toronto Raptors 115-110 NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira
NBA-meistarar Golden State Warriors héldu sigurgöngu sinni áfram í nótt þegar liðið vann spennuleik á móti Toronto. Warroirs-liðið hefur þar með unnið tólf fyrstu leiki tímabilsins. Kristaps Porzingis er enn að stela senunni í New York og LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers töpuðu sínum öðrum leik í röð.Stephen Curry var með 37 stig og 9 stoðsendingar í 115-110 heimasigri Golden State Warriors á Toronto Raptors. Klay Thompson skoraði 19 stig og Andrew Bogut var með 13 stig. Golden State hefur þar með unnið tólf fyrstu leiki sína og síðustu NBA-meistararnir til að ná því voru Michael Jordan og félagar 1996-97. Toronto Raptors liðið var ekki auðveldur andstæðingur en Golden State missti niður 18 stiga forskot og það var spenna á lokamínútum leiksins. Stephen Curry og Klay Thompson klikkuðu báðir á víti í lokin en það kom ekki að sök og Warriors eru áfram að elta söguna. Þetta er besta byrjunin í NBA-deildinni síðan að Dallas Mavericks vann fjórtán fyrstu leiki sína tímabilið 2002-03 en nú eru bara þrír sigurleikir í það að Golden State jafni met Washington Capitols liðsins frá 1948-49 og Houston Rockets liðsins frá 1993-94 yfir bestu byrjun sögunnar í NBA-deildinni.Nýliðinn Kristaps Porzingis setti nýtt persónulegt met með því að skora 29 stig þegar New York Knicks vann 102-94 sigur á Charlotte Hornets. Áhorfendurnir í New York sungu "Por-zing-is! Por-zing-is!," í seinni hálfleiknum en þessi 20 ára og 221 sentímetra hái Letti er heldur betur að slá í gegn í New York. Carmelo Anthony var með 18 stig og 11 fráköst fyrir Knicks en Kemba Walker var atkvæðamestur hjá Charlotte með 31 stig.Andre Drummond var með 25 stig og 18 fráköst þegar Detroit Pistons vann 104-99 sigur á Cleveland Cavaliers en þetta var annað tap Cleveland-liðsins í röð. LeBron James skoraði 23 af 30 stigum sínum í fyrri hálfleiknum en Detroit gekk vel að loka á hann í þeim seinni.Ítalinn Danilo Gallinari skoraði 32 stig þegar Denver Nuggets vann 115-98 útisigur á New Orleans Pelicans. Pelíkanarnir töpuðu ekki bara leiknum heldur misstu einnig stjörnuna sína Anthony Davis útaf meidda á vinstri öxl.Andrew Wiggins var með 24 stig og Zach LaVine bætti við 17 stigum þegar Minnesota Timberwolves vann 103-91 útisigur á Miami Heat. Hassan Whiteside, miðherji Miami, var með 22 stig, 14 fráköst og 10 varin skot í leiknum en Miami tapaði fjórða leikhlutanum 41-22.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt Washington Wizards - Milwaukee Bucks 115-86 Brooklyn Nets - Atlanta Hawks 90-88 Detroit Pistons - Cleveland Cavaliers 104-99 Miami Heat - Minnesota Timberwolves 91-103 New York Knicks - Charlotte Hornets 102-94 New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 98-115 Golden State Warriors - Toronto Raptors 115-110
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira