Hagnaður Hótel Sögu 64 milljónir Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2015 17:44 Heildartekjur hótelsins voru rúmar 1.500 milljónir króna. Vísir/Vilhelm Hagnaður Hótel Sögu var 64 milljónir króna í fyrra, eftir skatta og afskriftir. Þetta kemur fram í ársuppgjöri fyrirtækisins. Heildartekjur hótelsins voru rúmar 1.500 milljónir króna og jukust þær um 14 prósent á milli ára. Sú aukning er sögð skýrast af auknum fjölda ferðamanna og betri nýtingu. „Reksturinn gengur mjög vel eins og annarsstaðar í ferðaþjónustu þessa dagana. Nýtingin hefur aukist á milli ára, sérstaklega utan háannar,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri, í tilkynningu. „Ánægjulegt er að okkur hefur tekist að bæta framlegðina með því að fá betri meðalverð. Þannig höfum við náð miklum árangri undanfarin misseri við að bæta afkomu rekstrarins. Samhliða því hefur verið tekin ákvörðun um að fara í umtalsverðar endurbætur á hótelinu, m.a. uppgerð herbergja og breytingu á veitingarýmum.“ Fyrr á þessu ári tóku Bændasamtök Íslands, sem eiga Hótel Sögu, ákvörðun um að ganga ekki til viðræðna um sölu hótelsins. Þá lágu fyrir tilboð í söluferli sem MP banki annaðist. Í tilkynningunni segir að stjórn samtakanna hafi metið að hagstæðara væri að halda áfram rekstri og hefur sú aðstaða ekki breyst. Hótelið er í eigu Hótel Sögu ehf. sem er 50 ára gamalt fyrirtæki í eigu Bændasamtaka Íslands. Á hótelinu eru 209 herbergi, tíu funda- og veislusalir og tveir veitingastaðir. Þar starfa um 100 manns. Fasteign Hótel Sögu ehf. við Hagatorg er um 19.000 fermetrar að stærð og hýsir hótelstarfsemi, veitingastaði, banka, hárgreiðslustofu, líkamsræktarstöð o.fl. Skrifstofur Bændasamtaka Íslands eru á þriðju hæð fasteignarinnar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Hagnaður Hótel Sögu var 64 milljónir króna í fyrra, eftir skatta og afskriftir. Þetta kemur fram í ársuppgjöri fyrirtækisins. Heildartekjur hótelsins voru rúmar 1.500 milljónir króna og jukust þær um 14 prósent á milli ára. Sú aukning er sögð skýrast af auknum fjölda ferðamanna og betri nýtingu. „Reksturinn gengur mjög vel eins og annarsstaðar í ferðaþjónustu þessa dagana. Nýtingin hefur aukist á milli ára, sérstaklega utan háannar,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri, í tilkynningu. „Ánægjulegt er að okkur hefur tekist að bæta framlegðina með því að fá betri meðalverð. Þannig höfum við náð miklum árangri undanfarin misseri við að bæta afkomu rekstrarins. Samhliða því hefur verið tekin ákvörðun um að fara í umtalsverðar endurbætur á hótelinu, m.a. uppgerð herbergja og breytingu á veitingarýmum.“ Fyrr á þessu ári tóku Bændasamtök Íslands, sem eiga Hótel Sögu, ákvörðun um að ganga ekki til viðræðna um sölu hótelsins. Þá lágu fyrir tilboð í söluferli sem MP banki annaðist. Í tilkynningunni segir að stjórn samtakanna hafi metið að hagstæðara væri að halda áfram rekstri og hefur sú aðstaða ekki breyst. Hótelið er í eigu Hótel Sögu ehf. sem er 50 ára gamalt fyrirtæki í eigu Bændasamtaka Íslands. Á hótelinu eru 209 herbergi, tíu funda- og veislusalir og tveir veitingastaðir. Þar starfa um 100 manns. Fasteign Hótel Sögu ehf. við Hagatorg er um 19.000 fermetrar að stærð og hýsir hótelstarfsemi, veitingastaði, banka, hárgreiðslustofu, líkamsræktarstöð o.fl. Skrifstofur Bændasamtaka Íslands eru á þriðju hæð fasteignarinnar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira