Fótbolti

Leboeuf: Ummæli Zlatans óboðleg

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. vísir/getty
Franck Leboeuf, fyrrverandi varnarmaður franska landsliðsins, segir ummælin sem Zlatan lét hafa eftir sér eftir tap PSG gegn Bordeaux um helgina óboðleg.

Zlatan var illur eftir 3-2 tap PSG og kallaði Frakkland skítaland. Hann sagði það ekki verðskulda félag eins og Paris Saint-Germain.

Svíinn baðst afsökunar á ummælum sínum fljótlega eftir að hann lét þau falla, en Leboeuf var fljótur að skamma Zlatan.

„Það eru vonbrigði að heyra þetta hjá Zlatan. Mér finnst eins maður sem ég dýrka hafi móðgað landið sem ég elska,“ segir Leboeuf í viðtali við RMC.

„Þessu er mjög erfitt að taka og svona ummæli geta haft áhrif langt fyrir utan íþróttirnar. Gleymum ekki öllu því sem hefur verið í gangi í Frakklandi undanfarið.“

„Við getum ekki leyft fólki sem á að vera fyrirmyndir tala svona um landið okkar. Ég væri til í að geta varið Zlatan en þetta var bara algjörlega óboðlegt. Ég get ekki varið neinn sem móðgar landið mitt,“ segir Franck Leboeuf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×