Aðkoma almennings að fjárlögum – ódýr og einföld leið Einar Guðmundsson skrifar 15. október 2015 07:00 Lýðræðislega sinnaðir stjórnmálamenn eru sífellt að leita leiða til að rödd almennings heyrist betur í sem flestum málaflokkum. Þó hafa margir þeirra lýst því yfir að þjóðaratkvæði um fjárlög sé ekki heillavænlegt og er þá gjarnan Kalifornía nefnd sem nýlegt dæmi um vafasamar afleiðingar. Það eru ýmis rök fyrir því að fjárlög henti illa til bindandi þjóðaratkvæðagreiðslna. Hins vegar gildir annað um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Hér á eftir er bent á auðvelda og ódýra leið til að fá fram ósk almennings/skattgreiðanda um það hvernig þeir vilja að skattgreiðslum þeirra sé best varið. Þetta má gera á þann hátt að í lok hverrar skattskýrslu sé skattgreiðandinn spurður örstutt um hvernig hann vilji að skattgreiðsla hans skiptist á milli helstu málaflokka á fjárlögum og þá gjarnan í prósentum talið. Málaflokkarnir væru listaðir upp fyrirfram. Þannig gæti skattgreiðandi til dæmis sagt: Heilbrigðismál 40%, Menntamál 20%, Dómsmál 15% o.s.frv. Þar sem um rafrænar skattskýrslur er að ræða, í nær öllum tilfellum, ætti að vera auðvelt fyrir skattstjóra að láta forrit lesa sjálfkrafa úr þessum upplýsingum og birta síðan niðurstöðurnar opinberlega. Vegna þess að ekki er um bindandi kosningu að ræða, heldur ósk skattgreiðanda, geta stjórnvöld ráðið fjármögnun hinna ýmsu málaflokka eins og áður, stjórnvöld hafa því áfram lokaorðið.Stjórnvöld rökstyðji Lýðræðið gerir hins vegar alltaf þær kröfur á stjórnvöld að rökstyðja það vandlega, þegar gengið er gegn vilja almennings. Segjum svo að málaflokkur eins og menntun sé skv. niðurstöðu skattframtala að meðaltali 30% skv. vilja skattgreiðanda, en stjórnvöld ákveða annað , t.d. 25%, eða 35%. Það er þá skylda stjórnvalda að útskýra/rökstyðja fyrir skattgreiðendum hvers vegna ráðgjöf þeirra upp á 30% var hafnað o.s.frv. Ef þessi leið verður farin munu stjórnvöld alltaf vita við gerð fjárlaga hver afstaða skattgreiðenda er til hinna ýmsu málaflokka. Sé almenningur á villigötum að mati stjórnvalda eru hæg heimatökin að útskýra villurnar og væntanlega mun sá rökstuðningur skila sér í breyttri niðurstöðu við skil á næstu skattskýrslu. Þannig lærir almenningur af stjórnvöldum og stjórnvöld af almenningi. Það hlýtur að teljast lúxus fyrir íslensk stjórnvöld við fjárlagagerð að hafa alltaf nýjar tölur um hvað almenningur vill um skiptingu þjóðarkökunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Sjá meira
Lýðræðislega sinnaðir stjórnmálamenn eru sífellt að leita leiða til að rödd almennings heyrist betur í sem flestum málaflokkum. Þó hafa margir þeirra lýst því yfir að þjóðaratkvæði um fjárlög sé ekki heillavænlegt og er þá gjarnan Kalifornía nefnd sem nýlegt dæmi um vafasamar afleiðingar. Það eru ýmis rök fyrir því að fjárlög henti illa til bindandi þjóðaratkvæðagreiðslna. Hins vegar gildir annað um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Hér á eftir er bent á auðvelda og ódýra leið til að fá fram ósk almennings/skattgreiðanda um það hvernig þeir vilja að skattgreiðslum þeirra sé best varið. Þetta má gera á þann hátt að í lok hverrar skattskýrslu sé skattgreiðandinn spurður örstutt um hvernig hann vilji að skattgreiðsla hans skiptist á milli helstu málaflokka á fjárlögum og þá gjarnan í prósentum talið. Málaflokkarnir væru listaðir upp fyrirfram. Þannig gæti skattgreiðandi til dæmis sagt: Heilbrigðismál 40%, Menntamál 20%, Dómsmál 15% o.s.frv. Þar sem um rafrænar skattskýrslur er að ræða, í nær öllum tilfellum, ætti að vera auðvelt fyrir skattstjóra að láta forrit lesa sjálfkrafa úr þessum upplýsingum og birta síðan niðurstöðurnar opinberlega. Vegna þess að ekki er um bindandi kosningu að ræða, heldur ósk skattgreiðanda, geta stjórnvöld ráðið fjármögnun hinna ýmsu málaflokka eins og áður, stjórnvöld hafa því áfram lokaorðið.Stjórnvöld rökstyðji Lýðræðið gerir hins vegar alltaf þær kröfur á stjórnvöld að rökstyðja það vandlega, þegar gengið er gegn vilja almennings. Segjum svo að málaflokkur eins og menntun sé skv. niðurstöðu skattframtala að meðaltali 30% skv. vilja skattgreiðanda, en stjórnvöld ákveða annað , t.d. 25%, eða 35%. Það er þá skylda stjórnvalda að útskýra/rökstyðja fyrir skattgreiðendum hvers vegna ráðgjöf þeirra upp á 30% var hafnað o.s.frv. Ef þessi leið verður farin munu stjórnvöld alltaf vita við gerð fjárlaga hver afstaða skattgreiðenda er til hinna ýmsu málaflokka. Sé almenningur á villigötum að mati stjórnvalda eru hæg heimatökin að útskýra villurnar og væntanlega mun sá rökstuðningur skila sér í breyttri niðurstöðu við skil á næstu skattskýrslu. Þannig lærir almenningur af stjórnvöldum og stjórnvöld af almenningi. Það hlýtur að teljast lúxus fyrir íslensk stjórnvöld við fjárlagagerð að hafa alltaf nýjar tölur um hvað almenningur vill um skiptingu þjóðarkökunnar.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun