Viðskipti innlent

128 milljóna króna gjaldþrot Herberts Guðmundssonar

ingvar haraldsson skrifar
Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson var lýstur gjaldþrota í lok nóvember á síðasta ári.
Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson var lýstur gjaldþrota í lok nóvember á síðasta ári.
Skiptum í þrotabú tónlistarmannsins Herberts Guðmundssonar er nú lokið. Lýstar kröfur námu 128 milljónum króna,  þar af fengust greiddar 43,5 milljónir króna upp í veð- og lögveðskröfur en ekki fékkst greitt upp í aðrar kröfur.

Herbert sagðist vera orðinn „endanlega frjáls“ í samtali við Vísi þegar hann fór fram á gjaldþrotaskiptin í nóvember síðastliðnum. Herbert bætti við að hann hefði farið fram á gjaldþrotaskiptin vegna tíu milljóna króna körfu frá húsfélaginu að Prestbakka 11 til 21.



Sjá einnig: Herbert Guðmundsson á leið í gjaldþrot


„Það eina sem menn geta náð af mér núna er að tappa af mér blóðinu,“ sagði Herbert.

Skuldin við húsfélagið var tilkomin vegna þakviðgerða árið 2005 á raðhúsalengjunni við Prestbakka 11 til 21 þar sem Herbert bjó. Húsfélagið fór fram á að Herbert tæki þátt í kostnaðnum við viðgerðina. Því neitaði Herbert og í kjölfarið hófust málaferli sem Herbert tapaði að lokum.


Tengdar fréttir

Hæstiréttur dæmir Herbert til að greiða milljónir

Herbert Guðmundsson söngvari og Svala Guðbjörg Jóhannesdóttir, fyrrverandi eiginkona hans, voru í dag dæmd til að greiða 3,6 milljónir króna vegna vangoldinna hússjóðsgjalda. Hæstiréttur kvað upp dóminn í dag og staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, sama efnis, sem kveðinn var upp 25. júní 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×