Reiði og réttarríki Hildur Sverrisdóttir skrifar 27. nóvember 2015 07:00 Því var mótmælt í gær að dómskerfið væri vanhæft í kynferðisbrotamálum. Ég skil að margir séu reiðir. Ég staldra þó við umræðu sem fer geyst um netheima, til dæmis um að kveðinn hafi verið upp rangur sýknudómur yfir nokkrum drengjum. Ég las dóminn í gegn og leyfi mér að viðra það álit mitt að þó þar séu atriði sem vert er að ræða varðandi kynlífshegðun ungmenna þá er erfitt að ætla annað en þar hafi dómarar dæmt eftir lögunum. Fyrir utan óvissu um mögulega afstöðu Hæstaréttar virðist mörgun það reyndar vera aukaatriði. Ótrúlega margir eru á því að þótt tæknilega sé kannski engin sekt sönnuð eigi samt að refsa fyrir hátterni sem kemur illa við fólk og ætti því að vera bannað. Það er skiljanleg en hættuleg nálgun. Það er grunnregla að það sem er refsivert eigi að vera skýrlega bannað. Það má aldrei vera í boði að fólk sé dæmt út frá huglægu mati með afturvirkum hætti af því að eitthvað kemur ógeðfellt fyrir sjónir. Ef vilji er til verður þá fyrst að banna skýrlega það sem fólki finnst ógeðfellt. Þegar felldir eru þungir dómar fyrir kynferðisbrot er kerfið að virka. Sumir virðast hins vegar ekki una því að þegar sýknað er vegnar ónógrar sönnunar er kerfið líka að virka. Viljum við breyta þeirri meginreglu að fólk sé saklaust uns sekt er sönnuð? Viljum við ekki frekar efla rannsóknarferli og stuðning við brotaþola í saksókn kynferðisbrotamála, þannig að fleiri mál fari vel rannsökuð fyrir dóm? Það er engum greiði gerður með að dómstóll götunnar án nokkurra mannréttinda- og réttarríkisreglna taki við þegar dómstólar ríkisins dæma okkur ekki að skapi. Ég hef áhyggjur af að allra síst sé það greiði við þolendur kynferðisbrota. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun
Því var mótmælt í gær að dómskerfið væri vanhæft í kynferðisbrotamálum. Ég skil að margir séu reiðir. Ég staldra þó við umræðu sem fer geyst um netheima, til dæmis um að kveðinn hafi verið upp rangur sýknudómur yfir nokkrum drengjum. Ég las dóminn í gegn og leyfi mér að viðra það álit mitt að þó þar séu atriði sem vert er að ræða varðandi kynlífshegðun ungmenna þá er erfitt að ætla annað en þar hafi dómarar dæmt eftir lögunum. Fyrir utan óvissu um mögulega afstöðu Hæstaréttar virðist mörgun það reyndar vera aukaatriði. Ótrúlega margir eru á því að þótt tæknilega sé kannski engin sekt sönnuð eigi samt að refsa fyrir hátterni sem kemur illa við fólk og ætti því að vera bannað. Það er skiljanleg en hættuleg nálgun. Það er grunnregla að það sem er refsivert eigi að vera skýrlega bannað. Það má aldrei vera í boði að fólk sé dæmt út frá huglægu mati með afturvirkum hætti af því að eitthvað kemur ógeðfellt fyrir sjónir. Ef vilji er til verður þá fyrst að banna skýrlega það sem fólki finnst ógeðfellt. Þegar felldir eru þungir dómar fyrir kynferðisbrot er kerfið að virka. Sumir virðast hins vegar ekki una því að þegar sýknað er vegnar ónógrar sönnunar er kerfið líka að virka. Viljum við breyta þeirri meginreglu að fólk sé saklaust uns sekt er sönnuð? Viljum við ekki frekar efla rannsóknarferli og stuðning við brotaþola í saksókn kynferðisbrotamála, þannig að fleiri mál fari vel rannsökuð fyrir dóm? Það er engum greiði gerður með að dómstóll götunnar án nokkurra mannréttinda- og réttarríkisreglna taki við þegar dómstólar ríkisins dæma okkur ekki að skapi. Ég hef áhyggjur af að allra síst sé það greiði við þolendur kynferðisbrota.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun