Umfjöllun og viðtöl: Benfica - ÍBV 34-26 | Hetjuleg barátta ÍBV dugði ekki til Guðmundur Tómas Sigfússon í Lisboa skrifar 28. nóvember 2015 21:30 Úr fyrri leiknum í gær. vísir/gts Eyjamenn eru úr leik í Evrópukeppninni eftir átta marka tap í seinni leik liðsins gegn Benfica. ÍBV tapaði fyrri leiknum með tveimur mörkum og því einvíginu með tíu. Í lið ÍBV í einvíginu vantaði þrjá sterka pósta en þeir Nemanja Malovic, Sindri Haraldsson og Theodór Sigurbjörnsson eru fjarri góðu gamni. Það hefði líklega munað um þá í þessu einvígi. Lið ÍBV sýndi marga ljósa punkta og áttu marga frábæra kafla. Það er þó ekki nóg á móti atvinnumannaliði eins og Benfica sem tætti ÍBV í sig við hvert einasta tækifæri. Í dag byrjaði liðið líkt og í gær mjög vel en ÍBV leiddi leikinn stóran hluta fyrri hálfleiks. Það munaði þó um framlag Einars Sverrissonar í fyrri hálfleik en hann skoraði átta mörk í gær á fyrstu 30 mínútunum en einungis eitt í dag. Skotnýting heimamanna var einnig miklu betri en skotnýting ÍBV í einvíginu en þeir völdu sér færin mun betur en ÍBV. Þar lá helsti munurinn á liðunum, í staðinn fyrir það að þvinga fram erfið skot reyndu þeir hvað eftir annað að galopna vörnina í leit að góðu hornafæri eða algjöru dauðafæri. Benfica notaði hópinn sinn rosalega vel og eru átta leikmenn með þrjú mörk eða fleiri í liði þeirra. Það sást vel að þessir leikmenn eru atvinnumenn og eru þeir heilt yfir með betri leikmenn en ÍBV þó svo að liðsheildin hafi verið mun betri hjá íslenska liðinu. Það sem maður sá einnig er að í Benfica er engin skytta sem að á fleiri en tíu skot í leik, tvær svoleiðis skyttur voru hjá Eyjamönnum en þeir Andri Heimir Friðriksson og Einar Sverrisson voru með sex mörk hvor en úr ellefu og þrettán skotum. Á einum kafla í leiknum þegar Eyjamenn voru tveimur fleiri í stöðunni 22-21 en þá fiskuðu heimamenn Einar Sverrisson útaf og skoruðu fjögur mörk gegn engu. Eftir það skoruðu Eyjamenn þrjú mörk í röð en það var í rauninni of seint, bilið var of mikið til þess að brúa. Hetjulegri baráttu ÍBV er því lokið í Evrópukeppninni þetta árið en liðið sýndi þó að þeir eiga mikið inni í deildinni heima. Í lokin fór þetta út í algjöra vitleysu þegar ungu leikmenn ÍBV fengu spiltíma, þá röðuðu heimamenn aldeilis hraðaupphlaupunum á ungu strákana. Einar Sverrisson var markahæsti leikmaður ÍBV í einvíginu með átján mörk, nú halda Eyjamenn heim til Íslands í nótt og gera sig tilbúna fyrir komandi átök í Olís-deildinni.Arnar: Svekktur að þetta endi í átta mörkum „Þetta var alltof stórt miðað við gang leiksins,“ sagði þjálfari Eyjamanna, Arnar Pétursson, í viðtali eftir átta marka tap í seinni leik liðsins gegn Benfica í Áskorendakeppni Evrópu. „Við vorum með þetta í hörkuleik í 50 mínútur. Undir lokin gefum við fullmikið eftir og þeir klára þetta of stórt.“ „Þegar þetta var að fjara út, fjögur mörk komin, þá gáfumst við bara upp, sem er kannski ekki óeðlilegt. Menn voru búnir að berjast og berjast í tveimur hörkuleikjum við þetta atvinnumannalið.“ ÍBV skoraði fjögur mörk í röð og jöfnuðu leikinn í upphafi seinni hálfleiks, þá héldu margir að þeir gætu komið til baka og gert þetta að alvöru leik. „Maður var að gæla við það að þetta væri að koma aftur, þeir svara síðan með tveimur mörkum. Þá lendum við í reynsluleysi.“ „Við erum semsagt sex á fjóra, en þá fáum við akkúrat tækifæri til þess að koma okkur inn í þetta aftur. Þá var miðjumaðurinn þeirra helvíti klókur og fiskar tvær mínútur á okkur. Í kjölfarið liggur Hákon eftir á vellinum eftir olnbogaskot og þeir skora.“ „Ég fæ síðan algjörar aula tvær mínútur í kjölfarið því miður. Það var dýrt þegar uppi er staðið.“ Við spurðum Arnar hvað hefði helst þurft að fara betur í þessu einvígi? Þetta lið Benfica var með mjög góðan leikmannahóp og gátu þeir rúllað leikmönnum inn og út eins og ekkert væri. „Það sem hefði helst mátt betur fara eigum við eftir að skoða. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum að spila á móti liði sem að nær að rúlla hópnum miklu betur en við. Þeir eru með fleiri leikmenn og breiðari hóp,“ sagði Arnar en átta leikmenn í liði Benfica skoruðu þrjú mörk eða fleiri í dag. „Ég er gríðarlega stoltur af strákunum, mér fannst þeir koma gríðarlega flottir í þessa báða leiki og leysa þetta verkefni ótrúlega vel. Ég er svekktur að þetta endi í átta mörkum og tíu mörkum samtals þegar við horfum á þetta eftir nokkur ár.“ sagði Arnar. „Við förum heim með fullt af punktum, það verður ekki af okkur tekið að við erum að spila án Nemanja, Tedda og Sindra en stöndum samt svona vel í þeim, ég hefði viljað hafa þessa stráka með okkur í dag.“ Arnar: Svekktur að þetta endi í átta mörkum „Þetta var alltof stórt miðað við gang leiksins,“ sagði þjálfari Eyjamanna, Arnar Pétursson, í viðtali eftir átta marka tap í seinni leik liðsins gegn Benfica í Áskorendakeppni Evrópu. „Við vorum með þetta í hörkuleik í 50 mínútur. Undir lokin gefum við fullmikið eftir og þeir klára þetta of stórt.“ „Þegar þetta var að fjara út, fjögur mörk komin, þá gáfumst við bara upp, sem er kannski ekki óeðlilegt. Menn voru búnir að berjast og berjast í tveimur hörkuleikjum við þetta atvinnumannalið.“ ÍBV skoraði fjögur mörk í röð og jöfnuðu leikinn í upphafi seinni hálfleiks, þá héldu margir að þeir gætu komið til baka og gert þetta að alvöru leik. „Maður var að gæla við það að þetta væri að koma aftur, þeir svara síðan með tveimur mörkum. Þá lendum við í reynsluleysi.“ „Við erum semsagt sex á fjóra, en þá fáum við akkúrat tækifæri til þess að koma okkur inn í þetta aftur. Þá var miðjumaðurinn þeirra helvíti klókur og fiskar tvær mínútur á okkur. Í kjölfarið liggur Hákon eftir á vellinum eftir olnbogaskot og þeir skora.“ „Ég fæ síðan algjörar aula tvær mínútur í kjölfarið því miður. Það var dýrt þegar uppi er staðið.“ Við spurðum Arnar hvað hefði helst þurft að fara betur í þessu einvígi? Þetta lið Benfica var með mjög góðan leikmannahóp og gátu þeir rúllað leikmönnum inn og út eins og ekkert væri. „Það sem hefði helst mátt betur fara eigum við eftir að skoða. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum að spila á móti liði sem að nær að rúlla hópnum miklu betur en við. Þeir eru með fleiri leikmenn og breiðari hóp,“ sagði Arnar en átta leikmenn í liði Benfica skoruðu þrjú mörk eða fleiri í dag. „Ég er gríðarlega stoltur af strákunum, mér fannst þeir koma gríðarlega flottir í þessa báða leiki og leysa þetta verkefni ótrúlega vel. Ég er svekktur að þetta endi í átta mörkum og tíu mörkum samtals þegar við horfum á þetta eftir nokkur ár.“ sagði Arnar. „Við förum heim með fullt af punktum, það verður ekki af okkur tekið að við erum að spila án Nemanja, Tedda og Sindra en stöndum samt svona vel í þeim, ég hefði viljað hafa þessa stráka með okkur í dag.“ Handbolti Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Eyjamenn eru úr leik í Evrópukeppninni eftir átta marka tap í seinni leik liðsins gegn Benfica. ÍBV tapaði fyrri leiknum með tveimur mörkum og því einvíginu með tíu. Í lið ÍBV í einvíginu vantaði þrjá sterka pósta en þeir Nemanja Malovic, Sindri Haraldsson og Theodór Sigurbjörnsson eru fjarri góðu gamni. Það hefði líklega munað um þá í þessu einvígi. Lið ÍBV sýndi marga ljósa punkta og áttu marga frábæra kafla. Það er þó ekki nóg á móti atvinnumannaliði eins og Benfica sem tætti ÍBV í sig við hvert einasta tækifæri. Í dag byrjaði liðið líkt og í gær mjög vel en ÍBV leiddi leikinn stóran hluta fyrri hálfleiks. Það munaði þó um framlag Einars Sverrissonar í fyrri hálfleik en hann skoraði átta mörk í gær á fyrstu 30 mínútunum en einungis eitt í dag. Skotnýting heimamanna var einnig miklu betri en skotnýting ÍBV í einvíginu en þeir völdu sér færin mun betur en ÍBV. Þar lá helsti munurinn á liðunum, í staðinn fyrir það að þvinga fram erfið skot reyndu þeir hvað eftir annað að galopna vörnina í leit að góðu hornafæri eða algjöru dauðafæri. Benfica notaði hópinn sinn rosalega vel og eru átta leikmenn með þrjú mörk eða fleiri í liði þeirra. Það sást vel að þessir leikmenn eru atvinnumenn og eru þeir heilt yfir með betri leikmenn en ÍBV þó svo að liðsheildin hafi verið mun betri hjá íslenska liðinu. Það sem maður sá einnig er að í Benfica er engin skytta sem að á fleiri en tíu skot í leik, tvær svoleiðis skyttur voru hjá Eyjamönnum en þeir Andri Heimir Friðriksson og Einar Sverrisson voru með sex mörk hvor en úr ellefu og þrettán skotum. Á einum kafla í leiknum þegar Eyjamenn voru tveimur fleiri í stöðunni 22-21 en þá fiskuðu heimamenn Einar Sverrisson útaf og skoruðu fjögur mörk gegn engu. Eftir það skoruðu Eyjamenn þrjú mörk í röð en það var í rauninni of seint, bilið var of mikið til þess að brúa. Hetjulegri baráttu ÍBV er því lokið í Evrópukeppninni þetta árið en liðið sýndi þó að þeir eiga mikið inni í deildinni heima. Í lokin fór þetta út í algjöra vitleysu þegar ungu leikmenn ÍBV fengu spiltíma, þá röðuðu heimamenn aldeilis hraðaupphlaupunum á ungu strákana. Einar Sverrisson var markahæsti leikmaður ÍBV í einvíginu með átján mörk, nú halda Eyjamenn heim til Íslands í nótt og gera sig tilbúna fyrir komandi átök í Olís-deildinni.Arnar: Svekktur að þetta endi í átta mörkum „Þetta var alltof stórt miðað við gang leiksins,“ sagði þjálfari Eyjamanna, Arnar Pétursson, í viðtali eftir átta marka tap í seinni leik liðsins gegn Benfica í Áskorendakeppni Evrópu. „Við vorum með þetta í hörkuleik í 50 mínútur. Undir lokin gefum við fullmikið eftir og þeir klára þetta of stórt.“ „Þegar þetta var að fjara út, fjögur mörk komin, þá gáfumst við bara upp, sem er kannski ekki óeðlilegt. Menn voru búnir að berjast og berjast í tveimur hörkuleikjum við þetta atvinnumannalið.“ ÍBV skoraði fjögur mörk í röð og jöfnuðu leikinn í upphafi seinni hálfleiks, þá héldu margir að þeir gætu komið til baka og gert þetta að alvöru leik. „Maður var að gæla við það að þetta væri að koma aftur, þeir svara síðan með tveimur mörkum. Þá lendum við í reynsluleysi.“ „Við erum semsagt sex á fjóra, en þá fáum við akkúrat tækifæri til þess að koma okkur inn í þetta aftur. Þá var miðjumaðurinn þeirra helvíti klókur og fiskar tvær mínútur á okkur. Í kjölfarið liggur Hákon eftir á vellinum eftir olnbogaskot og þeir skora.“ „Ég fæ síðan algjörar aula tvær mínútur í kjölfarið því miður. Það var dýrt þegar uppi er staðið.“ Við spurðum Arnar hvað hefði helst þurft að fara betur í þessu einvígi? Þetta lið Benfica var með mjög góðan leikmannahóp og gátu þeir rúllað leikmönnum inn og út eins og ekkert væri. „Það sem hefði helst mátt betur fara eigum við eftir að skoða. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum að spila á móti liði sem að nær að rúlla hópnum miklu betur en við. Þeir eru með fleiri leikmenn og breiðari hóp,“ sagði Arnar en átta leikmenn í liði Benfica skoruðu þrjú mörk eða fleiri í dag. „Ég er gríðarlega stoltur af strákunum, mér fannst þeir koma gríðarlega flottir í þessa báða leiki og leysa þetta verkefni ótrúlega vel. Ég er svekktur að þetta endi í átta mörkum og tíu mörkum samtals þegar við horfum á þetta eftir nokkur ár.“ sagði Arnar. „Við förum heim með fullt af punktum, það verður ekki af okkur tekið að við erum að spila án Nemanja, Tedda og Sindra en stöndum samt svona vel í þeim, ég hefði viljað hafa þessa stráka með okkur í dag.“ Arnar: Svekktur að þetta endi í átta mörkum „Þetta var alltof stórt miðað við gang leiksins,“ sagði þjálfari Eyjamanna, Arnar Pétursson, í viðtali eftir átta marka tap í seinni leik liðsins gegn Benfica í Áskorendakeppni Evrópu. „Við vorum með þetta í hörkuleik í 50 mínútur. Undir lokin gefum við fullmikið eftir og þeir klára þetta of stórt.“ „Þegar þetta var að fjara út, fjögur mörk komin, þá gáfumst við bara upp, sem er kannski ekki óeðlilegt. Menn voru búnir að berjast og berjast í tveimur hörkuleikjum við þetta atvinnumannalið.“ ÍBV skoraði fjögur mörk í röð og jöfnuðu leikinn í upphafi seinni hálfleiks, þá héldu margir að þeir gætu komið til baka og gert þetta að alvöru leik. „Maður var að gæla við það að þetta væri að koma aftur, þeir svara síðan með tveimur mörkum. Þá lendum við í reynsluleysi.“ „Við erum semsagt sex á fjóra, en þá fáum við akkúrat tækifæri til þess að koma okkur inn í þetta aftur. Þá var miðjumaðurinn þeirra helvíti klókur og fiskar tvær mínútur á okkur. Í kjölfarið liggur Hákon eftir á vellinum eftir olnbogaskot og þeir skora.“ „Ég fæ síðan algjörar aula tvær mínútur í kjölfarið því miður. Það var dýrt þegar uppi er staðið.“ Við spurðum Arnar hvað hefði helst þurft að fara betur í þessu einvígi? Þetta lið Benfica var með mjög góðan leikmannahóp og gátu þeir rúllað leikmönnum inn og út eins og ekkert væri. „Það sem hefði helst mátt betur fara eigum við eftir að skoða. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum að spila á móti liði sem að nær að rúlla hópnum miklu betur en við. Þeir eru með fleiri leikmenn og breiðari hóp,“ sagði Arnar en átta leikmenn í liði Benfica skoruðu þrjú mörk eða fleiri í dag. „Ég er gríðarlega stoltur af strákunum, mér fannst þeir koma gríðarlega flottir í þessa báða leiki og leysa þetta verkefni ótrúlega vel. Ég er svekktur að þetta endi í átta mörkum og tíu mörkum samtals þegar við horfum á þetta eftir nokkur ár.“ sagði Arnar. „Við förum heim með fullt af punktum, það verður ekki af okkur tekið að við erum að spila án Nemanja, Tedda og Sindra en stöndum samt svona vel í þeim, ég hefði viljað hafa þessa stráka með okkur í dag.“
Handbolti Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira