Nexpo 2015: Plain Vanilla sprotafyrirtæki ársins Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2015 15:54 Þorsteinn Baldur Friðriksson, framkvæmdastjóri Plain Vanilla. Plain Vanilla var valið sprotafyrirtæki ársins á Nexpo verðlaunahátíðinni sem fram fór í gær. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Plain Vanilla hafi farið sigurför um heiminn með ávanabindandi appinu QuizUp og hafi verið í samstarfi við fyrirtæki eins og Coca-Cola í kringum HM í fótbolta og HBO í tengslum við Game of Thrones. Verðlaun voru alls veitt í átta flokkum, þar af tveimur nýjum flokkum - sprotafyrirtæki ársins og besti markaðsárangur sprotafyrirtækis. Aðrir verðlaunaflokkar eru vefhetjan, app ársins, vefur, herferð og stafrænt markaðsstarf ársins. Þá var besta óhefðbundna auglýsing ársins verðlaunuð.Tæknivefurinn Simon tók við hátíðinni af fyrirtækinu Silent, sem vann hana í samstarfi við Vísi síðustu ár. Simon annaðist framkvæmd hátíðarinnar í samstarfi við Kjarnann og Klak Innovit.Verðlaunahafar ársins„Vefhetja ársins er Atli Fannar Bjarkason. „Honum einum tókst að koma nýjum fjölmiðli í loftið sem er ætlaður fyrir ungt fólk. Nútíminn fór í loftið 25. ágúst 2014 og hefur sprungið út síðan.App ársins er Strætó appið frá Strætó BS. Gamla appið var rækilega tekið í gegn og útlitið bætt, en helsta viðbótin var greiðslumöguleiki í appinu. Notendur þurfa ekki lengur að vera með klink eða strætómiða og geta því nýtt snjallsímann til þess að greiða fargjöld.Vefur ársins er Blær.is. Vefurinn þykir einstaklega vel hannaður og nýtir nútímatækni til þess að birta áhugavert efni. Blær virkar á öllum tækjum án þess að efnið líði fyrir það.Herferð ársins er Heim um jólin frá Icelandair, þar sem spilað var á tilfinningar áhorfenda. Ekki var annað hægt en að tárast örlítið undir lok auglýsingarinnar. Verðlaun fyrir stafrænt markaðsstarf ársins fékk Nova fyrir Nova Snap. Notkun Nova á nýmiðlinum Snapchat þykir einstaklega frumlegur, en þar sáu þjóðkunnir einstaklingar um að skemmta landsmönnum í stuttum 5-10 sekúndna myndbrotum.Óhefðbunda auglýsing ársins er Örugg borg frá UN Women á Íslandi. Augýsingin sýndi óhugnalegan raunveruleika byggðan á reynslusögum kvenna um allan heim á nýstárlegan hátt, þar sem áhorfendur upplifðu tvær hliðar samtímis með því að tengja snjallsímann við myndbandið. Plain Vanilla vann í flokkinum sprotafyrirtæki ársins. Plain Vanilla hefur farið siguför um heiminn með ávanabindandi appinu QuizUp og hefur verið í samstarfi við fyrirtæki eins og Coca-Cola í kringum HM í fótbolta og HBO í tengslum við Game of Thrones. Dómnefndin valdi svo Meniga fyrir besta markaðsárangur sprotafyrirtækis. Meniga bætti nýju appi í þjónustuflóru sína á árinu og þar sem notandinn getur fundið betri kjör í nágrenni sínu.“ Hér fyrir neðan má sjá myndasafn af verðlaunahöfum og gestum á Nexpo 2015. Game of Thrones Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Plain Vanilla var valið sprotafyrirtæki ársins á Nexpo verðlaunahátíðinni sem fram fór í gær. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Plain Vanilla hafi farið sigurför um heiminn með ávanabindandi appinu QuizUp og hafi verið í samstarfi við fyrirtæki eins og Coca-Cola í kringum HM í fótbolta og HBO í tengslum við Game of Thrones. Verðlaun voru alls veitt í átta flokkum, þar af tveimur nýjum flokkum - sprotafyrirtæki ársins og besti markaðsárangur sprotafyrirtækis. Aðrir verðlaunaflokkar eru vefhetjan, app ársins, vefur, herferð og stafrænt markaðsstarf ársins. Þá var besta óhefðbundna auglýsing ársins verðlaunuð.Tæknivefurinn Simon tók við hátíðinni af fyrirtækinu Silent, sem vann hana í samstarfi við Vísi síðustu ár. Simon annaðist framkvæmd hátíðarinnar í samstarfi við Kjarnann og Klak Innovit.Verðlaunahafar ársins„Vefhetja ársins er Atli Fannar Bjarkason. „Honum einum tókst að koma nýjum fjölmiðli í loftið sem er ætlaður fyrir ungt fólk. Nútíminn fór í loftið 25. ágúst 2014 og hefur sprungið út síðan.App ársins er Strætó appið frá Strætó BS. Gamla appið var rækilega tekið í gegn og útlitið bætt, en helsta viðbótin var greiðslumöguleiki í appinu. Notendur þurfa ekki lengur að vera með klink eða strætómiða og geta því nýtt snjallsímann til þess að greiða fargjöld.Vefur ársins er Blær.is. Vefurinn þykir einstaklega vel hannaður og nýtir nútímatækni til þess að birta áhugavert efni. Blær virkar á öllum tækjum án þess að efnið líði fyrir það.Herferð ársins er Heim um jólin frá Icelandair, þar sem spilað var á tilfinningar áhorfenda. Ekki var annað hægt en að tárast örlítið undir lok auglýsingarinnar. Verðlaun fyrir stafrænt markaðsstarf ársins fékk Nova fyrir Nova Snap. Notkun Nova á nýmiðlinum Snapchat þykir einstaklega frumlegur, en þar sáu þjóðkunnir einstaklingar um að skemmta landsmönnum í stuttum 5-10 sekúndna myndbrotum.Óhefðbunda auglýsing ársins er Örugg borg frá UN Women á Íslandi. Augýsingin sýndi óhugnalegan raunveruleika byggðan á reynslusögum kvenna um allan heim á nýstárlegan hátt, þar sem áhorfendur upplifðu tvær hliðar samtímis með því að tengja snjallsímann við myndbandið. Plain Vanilla vann í flokkinum sprotafyrirtæki ársins. Plain Vanilla hefur farið siguför um heiminn með ávanabindandi appinu QuizUp og hefur verið í samstarfi við fyrirtæki eins og Coca-Cola í kringum HM í fótbolta og HBO í tengslum við Game of Thrones. Dómnefndin valdi svo Meniga fyrir besta markaðsárangur sprotafyrirtækis. Meniga bætti nýju appi í þjónustuflóru sína á árinu og þar sem notandinn getur fundið betri kjör í nágrenni sínu.“ Hér fyrir neðan má sjá myndasafn af verðlaunahöfum og gestum á Nexpo 2015.
Game of Thrones Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira