Viðskipti erlent

Apple heldur kynningu fyrir snjallúr

Samúel Karl Ólason skrifar
Ein myndanna sem birtust í Vogue.
Ein myndanna sem birtust í Vogue.
Tæknirisinn Apple mun kynna snjallúr sitt, Apple Watch þann 9. mars næstkomandi. Þá er talið að fyrirtækið muni gefa upp verð og hvar úrið verði selt. Einnig mun Apple kynna notkunarmöguleika úrsins.

Á vef TheVerge segir að einnig sé mögulegt að Apple muni kynna nýja MacBook Air tölvu og breytingar á Beats tónlistarstreymiþjónustu fyrirtækisins. Apple er þekkt fyrir fáa upplýsingaleka hvað varðar vörur sínar og tekst þeim iðulega að skapa mikla spennu í kringum kynningar sínar.

Einnig er talið að fyrirtækið muni kynna öpp fyrir snjallúrið sem og upplýsingar um minni, örgjafa og þess háttar tækniupplýsingar ásamt upplýsingum um rafhlöðuendingu.

Úrið mun koma í þremur eintökum: Gulli, með leðuról og málmól. Apple hefur unnið náið með útgáfufyrirtækjum fyrir kynningu úrsins og meðal annars birtist tólf síðna myndaumfjöllun um úrið í Vogue nýverið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×