Landsbankinn íhugar að hætta við byggingu höfuðstöðva Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 8. ágúst 2015 19:50 Bankastjóri Landsbankans segir að til greina komi að hætta við byggingu nýrra höfuðstöðva á Hörpu-reitnum í Reykjavík en bankinn þurfi að bregðast við gagnrýni frá háttsettum stjórnmálamönnum. Hönnunarsamkeppni um fyrirhugaða byggingu höfuðstöðva Landsbankans í miðbæ Reykjavíkur átti að hefjast síðar í þessum mánuði. Bankinn tilkynnti um það síðdegis í gær að keppninni hefði verið frestað en í tilkynningu kemur fram að það sé meðal annars gert til að fara yfir þau sjónarmið sem fram hafa komið á síðustu vikum. Vísar bankinn þar til þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið, meðal annars frá stjórnarþingmönnum og forsætisráðherra. „Það hafa ýmsir komið fram og verið að tala um að það mætti skoða þetta aðeins betur. Við teljum eðlilegt að bregðast við því þegar svona hefur komið frá mörgum háttsettum aðilum í þessu þjóðfélagi. Við munum því fara yfir þessi sjónarmið og ábendingar sem er búið að beina til okkar,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Bankinn vilji skoða hvort ekki sé hægt að lenda málinu í sátt en ekki liggur fyrir hvort eða hvenær hönnunarsamkeppnin fer fram.Kemur til greina að hætta við þessi áform?„Það felst í því að skoða sjónarmið,“ segir Steinþór. Stjórnendur bankans hefðu talið þetta vera mjög hagfelldan kost eftir að hafa skoðað húsnæðismálin vel.Það að fresta þessari hönnunarsamkeppni. Má skilja það sem svo að bankinn hafi ef til vill farið of geyst í þessi áform?„Ég veit það ekki. Við höfum kannski ekki komið hlutunum nógu vel á framfæri eða aðilar ekki verið tilbúnir að kíkja á það sem við höfum fram að færa. Ég held að við höfum ekki farið of geyst en ef öðrum finnst það, sem virðist vera, að þá er sjálfsagt að hægja aðeins á og það er það sem við erum að gera núna,“ segir Steinþór. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Bankastjóri Landsbankans segir að til greina komi að hætta við byggingu nýrra höfuðstöðva á Hörpu-reitnum í Reykjavík en bankinn þurfi að bregðast við gagnrýni frá háttsettum stjórnmálamönnum. Hönnunarsamkeppni um fyrirhugaða byggingu höfuðstöðva Landsbankans í miðbæ Reykjavíkur átti að hefjast síðar í þessum mánuði. Bankinn tilkynnti um það síðdegis í gær að keppninni hefði verið frestað en í tilkynningu kemur fram að það sé meðal annars gert til að fara yfir þau sjónarmið sem fram hafa komið á síðustu vikum. Vísar bankinn þar til þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið, meðal annars frá stjórnarþingmönnum og forsætisráðherra. „Það hafa ýmsir komið fram og verið að tala um að það mætti skoða þetta aðeins betur. Við teljum eðlilegt að bregðast við því þegar svona hefur komið frá mörgum háttsettum aðilum í þessu þjóðfélagi. Við munum því fara yfir þessi sjónarmið og ábendingar sem er búið að beina til okkar,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Bankinn vilji skoða hvort ekki sé hægt að lenda málinu í sátt en ekki liggur fyrir hvort eða hvenær hönnunarsamkeppnin fer fram.Kemur til greina að hætta við þessi áform?„Það felst í því að skoða sjónarmið,“ segir Steinþór. Stjórnendur bankans hefðu talið þetta vera mjög hagfelldan kost eftir að hafa skoðað húsnæðismálin vel.Það að fresta þessari hönnunarsamkeppni. Má skilja það sem svo að bankinn hafi ef til vill farið of geyst í þessi áform?„Ég veit það ekki. Við höfum kannski ekki komið hlutunum nógu vel á framfæri eða aðilar ekki verið tilbúnir að kíkja á það sem við höfum fram að færa. Ég held að við höfum ekki farið of geyst en ef öðrum finnst það, sem virðist vera, að þá er sjálfsagt að hægja aðeins á og það er það sem við erum að gera núna,“ segir Steinþór.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira