Er unga fólkið að gefa stjórnvöldum puttann? Benóný Harðarson skrifar 5. nóvember 2015 11:10 Þrátt fyrir að hér drjúpi gull af hverju strái, samkvæmt forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar, og heimsmet séu slegin í hverri viku samkvæmt Sigmundi Davíð sýna tölur að mikill fjöldi fólks flytur af landi brott. Stór hluti þeirra sem flytur erlendis er ungt fólk og á því eru einföld skýring; unga fólkið ætlar ekki að láta bjóða sér ástandið á landinu lengur. Nær daglega les ég færslur á Facebook þar sem fólk dásamar þau lönd sem vinir og kunningjar hafa nýlega flutt til. Sögurnar hljóma eins og lygasögur, en fólk reynir að telja manni trú um það að ekki þurfi að borga fyrir læknisþjónustu, að leiga eða afborganir á húsnæði séu ekki að sliga heimilisbókhaldið og sumir hafa jafnvel reynt að telja manni trú um það að vinnudagurinn sé styttri og frítíminn meiri. Auk þess þurfi námsmenn ekki að vinna með skóla því námslánin dugi fyrir framfærslu, fæðingarorlof sé lengra, spítalarnir séu ekki að hruni komnir og það sé hægt að fá tíma hjá heimilislækni án þess að bíða í 3-4 vikur. Það skal engan undra að maður spyrji sig af hverju maður er ekki löngu fluttur erlendis sjálfur. Ég er þeirrar skoðunar að við megum ekki gefast upp. Á Íslandi á að vera best að búa, við eigum nefnilega nægar auðlindir til þess að við getum öll haft það gott. Ef við skiptum arðinum af auðlindum landsins jafnar á milli okkar getum við nefnilega búið til alvöru velferðarsamfélag. Við viljum flest búa í öflugu velferðarsamfélagi sem býður upp á gott samfélagsnet ef við veikjumst, sem er fjármagnað með skatttekjum. Við viljum að geta notið lífsins þegar við eignumst börn og við viljum geta haft það gott í ellinni. Við viljum að samneysla sjái um okkur þegar eitthvað bjátar á. Við unga fólkið höfum engan áhuga á því að Bjarni Benediktsson gefi okkur hlut í banka sem við eigum nú þegar, og við viljum ekki að Sigmundur Davíð lofi að moka í okkur milljörðum sem hann stendur svo ekki við nema að litlu leyti. Við viljum ekki að ríkisstjórnin veiki velferðarkerfið okkar enn frekar. Við viljum bara að hér sé betra að búa, að Ísland verði betra velferðarríki sem hugsar um hag almennings. Við viljum að ríkisstjórnarflokkarnir hætti að berjast fyrir hagsmunum fárra í samfélaginu. Ég ætla ekki að gefast upp, ég ætla að berjast fyrir betra og réttlátara samfélagi, og ég ætla að gefa allt mitt í það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að hér drjúpi gull af hverju strái, samkvæmt forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar, og heimsmet séu slegin í hverri viku samkvæmt Sigmundi Davíð sýna tölur að mikill fjöldi fólks flytur af landi brott. Stór hluti þeirra sem flytur erlendis er ungt fólk og á því eru einföld skýring; unga fólkið ætlar ekki að láta bjóða sér ástandið á landinu lengur. Nær daglega les ég færslur á Facebook þar sem fólk dásamar þau lönd sem vinir og kunningjar hafa nýlega flutt til. Sögurnar hljóma eins og lygasögur, en fólk reynir að telja manni trú um það að ekki þurfi að borga fyrir læknisþjónustu, að leiga eða afborganir á húsnæði séu ekki að sliga heimilisbókhaldið og sumir hafa jafnvel reynt að telja manni trú um það að vinnudagurinn sé styttri og frítíminn meiri. Auk þess þurfi námsmenn ekki að vinna með skóla því námslánin dugi fyrir framfærslu, fæðingarorlof sé lengra, spítalarnir séu ekki að hruni komnir og það sé hægt að fá tíma hjá heimilislækni án þess að bíða í 3-4 vikur. Það skal engan undra að maður spyrji sig af hverju maður er ekki löngu fluttur erlendis sjálfur. Ég er þeirrar skoðunar að við megum ekki gefast upp. Á Íslandi á að vera best að búa, við eigum nefnilega nægar auðlindir til þess að við getum öll haft það gott. Ef við skiptum arðinum af auðlindum landsins jafnar á milli okkar getum við nefnilega búið til alvöru velferðarsamfélag. Við viljum flest búa í öflugu velferðarsamfélagi sem býður upp á gott samfélagsnet ef við veikjumst, sem er fjármagnað með skatttekjum. Við viljum að geta notið lífsins þegar við eignumst börn og við viljum geta haft það gott í ellinni. Við viljum að samneysla sjái um okkur þegar eitthvað bjátar á. Við unga fólkið höfum engan áhuga á því að Bjarni Benediktsson gefi okkur hlut í banka sem við eigum nú þegar, og við viljum ekki að Sigmundur Davíð lofi að moka í okkur milljörðum sem hann stendur svo ekki við nema að litlu leyti. Við viljum ekki að ríkisstjórnin veiki velferðarkerfið okkar enn frekar. Við viljum bara að hér sé betra að búa, að Ísland verði betra velferðarríki sem hugsar um hag almennings. Við viljum að ríkisstjórnarflokkarnir hætti að berjast fyrir hagsmunum fárra í samfélaginu. Ég ætla ekki að gefast upp, ég ætla að berjast fyrir betra og réttlátara samfélagi, og ég ætla að gefa allt mitt í það.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun