Segir þjóðpeningakerfi nothæfan grundvöll endurbóta Samúel Karl Ólason skrifar 31. mars 2015 10:51 Frosti Sigurjónsson, alþingismaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, skilaði í dag skýrslu sinni til forsætisráðherra um endurbætur á peningakerfinu. Skýrslan er unnin að beiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, en hún skoðar að hvaða leyti megi rekja vandamál í stjórn peningamála til þess að bönkum er heimilt að „búa til peninga“ þegar þeir veita lán. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að í gegnum tíðina hafi hagkerfi Íslands þurft að glíma við þráláta verðbólgu og óstöðugan gjaldmiðil. Einnig hafi hér á landi orðið eitt dýrasta bankahrun sem sögur fari af. Í skýrslunni eru skoðaðar hugmyndir um endurbætur á peningakerfinu. Í skýrslunni kemur fram að íslenskir viðskiptabankar hafi skapað mun meira af peningum en hagkerfið hafi þurft á að halda. Að Seðlabankanum hafi ekki tekist að hafa heimil á peningamyndun bankanna með hefðbundnum stjórntækjum sínum. Niðurstaða skýrslunnar er að svokallað þjóðpeningakerfi geti verið nothæfur grundvöllur að endurbótum á peningakerfinu. Í því kerfi myndi Seðlabankanum einum vera heimilt að búa til peninga fyrir hagkerfið. Þar að auki yrði peningavaldinu skipt upp. Seðlabankanum yrði falið að skapa þá peninga sem hagkerfið þarf, en Alþingi yrði falið að ráðstafa peningum með fjárlögum. Í tilkynningunni segir að þannig yrði dregið úr óstöðugleika peningakerfisins, skuldsetning myndi minnka og tekjur af peningamyndun renna til ríkisins í stað þess að renna til viðskiptabankanna. Þó segir að ítarlegri greining á kostum og göllum þjóðpeningakerfis sé nauðsynleg áður en afstaða sé tekin til þess hvort umbætur á grunni þess væru fýsilegar hér á landi. Formála skýrslunnar ritar Adair Turner lávarður. Hann var formaður breska Fjármálaeftirlitsins og formaður þeirrar nefndar sem vann stefnu alþjóðlega fjármálastöðugleikaráðsins. Í formála sínum segir Turner: „Tilraunir til að draga úr óstöðugleika núverandi fjármálakerfis hafa enn sem komið er ekki tekið á aðalvandanum þ.e. möguleika bankanna til að búa til skuldir, peninga og kaupmátt og þeim óstöðugleika sem því fylgir óhjákvæmilega. Niðurstaðan er sú að þær umbætur sem hafa verið samþykktar fram til þessa, skilja veröldina eftir berskjaldaða gegn fjármálalegum og efnahagslegum óstöðugleika í framtíðinni.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist ánægður með að skýrslan skuli vera komin út. „Ég vænti þess að hún verði mikilvægt innlegg í þá nauðsynlegu umræðu sem framundan er, hér sem annars staðar, um peningamyndun og stjórnun peningamála.“ „Ísland er fullvalda ríki með eigin gjaldmiðil og hefur því frelsi til að segja skilið við hið óstöðuga brotaforðakerfi og innleiða betra peningakerfi,“ segir Frosti Sigurjónsson, höfundur skýrslunnar. „Slíkt frumkvæði þarf hins vegar að grundvallast á ítarlegri skoðun valkosta og víðtækri sátt um mikilvægi raunverulegra umbóta.“ Skýrsluna í heild sinni er hægt að nálgast hér á vef Forsætisráðuneytisins. Alþingi Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Frosti Sigurjónsson, alþingismaður og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, skilaði í dag skýrslu sinni til forsætisráðherra um endurbætur á peningakerfinu. Skýrslan er unnin að beiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, en hún skoðar að hvaða leyti megi rekja vandamál í stjórn peningamála til þess að bönkum er heimilt að „búa til peninga“ þegar þeir veita lán. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að í gegnum tíðina hafi hagkerfi Íslands þurft að glíma við þráláta verðbólgu og óstöðugan gjaldmiðil. Einnig hafi hér á landi orðið eitt dýrasta bankahrun sem sögur fari af. Í skýrslunni eru skoðaðar hugmyndir um endurbætur á peningakerfinu. Í skýrslunni kemur fram að íslenskir viðskiptabankar hafi skapað mun meira af peningum en hagkerfið hafi þurft á að halda. Að Seðlabankanum hafi ekki tekist að hafa heimil á peningamyndun bankanna með hefðbundnum stjórntækjum sínum. Niðurstaða skýrslunnar er að svokallað þjóðpeningakerfi geti verið nothæfur grundvöllur að endurbótum á peningakerfinu. Í því kerfi myndi Seðlabankanum einum vera heimilt að búa til peninga fyrir hagkerfið. Þar að auki yrði peningavaldinu skipt upp. Seðlabankanum yrði falið að skapa þá peninga sem hagkerfið þarf, en Alþingi yrði falið að ráðstafa peningum með fjárlögum. Í tilkynningunni segir að þannig yrði dregið úr óstöðugleika peningakerfisins, skuldsetning myndi minnka og tekjur af peningamyndun renna til ríkisins í stað þess að renna til viðskiptabankanna. Þó segir að ítarlegri greining á kostum og göllum þjóðpeningakerfis sé nauðsynleg áður en afstaða sé tekin til þess hvort umbætur á grunni þess væru fýsilegar hér á landi. Formála skýrslunnar ritar Adair Turner lávarður. Hann var formaður breska Fjármálaeftirlitsins og formaður þeirrar nefndar sem vann stefnu alþjóðlega fjármálastöðugleikaráðsins. Í formála sínum segir Turner: „Tilraunir til að draga úr óstöðugleika núverandi fjármálakerfis hafa enn sem komið er ekki tekið á aðalvandanum þ.e. möguleika bankanna til að búa til skuldir, peninga og kaupmátt og þeim óstöðugleika sem því fylgir óhjákvæmilega. Niðurstaðan er sú að þær umbætur sem hafa verið samþykktar fram til þessa, skilja veröldina eftir berskjaldaða gegn fjármálalegum og efnahagslegum óstöðugleika í framtíðinni.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist ánægður með að skýrslan skuli vera komin út. „Ég vænti þess að hún verði mikilvægt innlegg í þá nauðsynlegu umræðu sem framundan er, hér sem annars staðar, um peningamyndun og stjórnun peningamála.“ „Ísland er fullvalda ríki með eigin gjaldmiðil og hefur því frelsi til að segja skilið við hið óstöðuga brotaforðakerfi og innleiða betra peningakerfi,“ segir Frosti Sigurjónsson, höfundur skýrslunnar. „Slíkt frumkvæði þarf hins vegar að grundvallast á ítarlegri skoðun valkosta og víðtækri sátt um mikilvægi raunverulegra umbóta.“ Skýrsluna í heild sinni er hægt að nálgast hér á vef Forsætisráðuneytisins.
Alþingi Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira