Þann riðil hefur Portland ekki unnið síðan 2009 en þá var liðið jafnt Denver Nuggets. Portland var síðast eitt á toppnum í þeim riðli árið 1992.
Damian Lillard skoraði 19 stig í nótt og LaMarcus Aldridge bætti 17 stigum við. Portland valtaði þá yfir Phoenix og gat leyfst sér að hvíla byrjunarliðið í lokaleikhlutanum.
Suns er búið að tapa fjórum leikjum i röð og þó svo liðið eigi enn tölfræðilega möguleika á sæti í úrslitakeppninni þá eru líkurnar takmarkaðar.
Úrslit:
Charlotte-Boston 104-116
Philadelphia-LA Lakers 111-113
Atlanta-Milwaukee 101-88
Toronto-Houston 99-96
Memphis-Sacramento 97-83
Minnesota-Utah 84-104
Portland-Phoenix 109-86
Staðan í NBA-deildinni.