Stefna að byggingu nýs heilsuhótels í Hveragerði jón hákon halldórsson skrifar 6. ágúst 2015 07:00 Áformað er að heilsuhótelið verði byggt á lóð Heilsustofnunar Náttúrulækningafélagsins. vísir/pjetur Náttúrulækningafélag Íslands hefur síðustu þrjú ár skoðað möguleika á að byggja upp heilsuþjónustu fyrir almenning og ferðamenn í Hveragerði. Á dögunum var lögð inn umsókn til Hveragerðisbæjar um verkefnið. Þetta segir Ingi Þór Jónsson, stjórnarmaður hjá Náttúrulækningafélaginu. Erindi þessa efnis er hjá skipulagsyfirvöldum til umfjöllunar með tilliti til breytinga á aðal- og deiliskipulagi og segir Ingi Þór að vonast sé til þess að skýr svör liggi fyrir fljótlega. „Við erum búin að skoða markaðinn og fara mjög vandlega yfir þetta. Hugmyndin snýr að því að vera sem næst náttúrunni og að upplifunin sé vatnið og krafturinn úr jörðinni og náttúran og hreina loftið,“ segir Ingi Þór. Áformað er að byggingin verði 8.500 fermetrar að flatarmáli, 90 herbergi með heilsulind og gróðurhúsum. Markhópurinn yrði fólk á bilinu 30 til 70 ára. Ingi Þór segir að aukin eftirspurn sé eftir heilsuþjónustu, bæði vellíðunar- og lækningaþjónustu, og gert sé ráð fyrir að á næstu árum og áratugum muni sú eftirspurn aukast verulega. „Það eru allt að fimmtán prósent ferðamanna í Evrópu sem eru skilgreind heilsuferðamenn,“ segir Ingi Þór, en einnig sé vaxandi markaður í Bandaríkjunum. Hann segir að inn í áformin spili 60 ára reynsla af rekstri Heilsustofnunar Náttúrulækningafélagsins í endurhæfingu. Heilsustofnunin muni þó starfa áfram með svipuðum hætti og verið hefur. „Við viljum vanda til verka og enn er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um verkið en það skýrist von bráðar,“ segir Ingi. Frekari heilsutengd ferðaþjónusta er ráðgerð í nágrenni Hveragerðis. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að bæjarráð hefði samþykkt beiðni eignarhaldsfélagsins First um forgang að byggingarlóð til byggingar heilsulindar í Ölfusdal. Hugmyndirnar ganga út á byggingu hostels auk fjölbreyttrar aðstöðu fyrir náttúruböð. Undirbúningur er kominn vel á veg, en verkefnið er unnið í samstarfi við EFLU verkfræðistofu og nokkra arkitekta. Hugmyndir First ehf. ganga út á byggingu 65 herbergja hostels auk fjölbreyttrar aðstöðu fyrir náttúruböð. „Á hostelinu verður gisting ódýr og þarna verða baðlón með heitu vatni, leirböð og gufuböð auk aðstöðu fyrir viðeigandi slökunarmeðferðir,“ sagði Ólafur Sigurðsson hjá First ehf. í samtali við Fréttablaðið. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Sjá meira
Náttúrulækningafélag Íslands hefur síðustu þrjú ár skoðað möguleika á að byggja upp heilsuþjónustu fyrir almenning og ferðamenn í Hveragerði. Á dögunum var lögð inn umsókn til Hveragerðisbæjar um verkefnið. Þetta segir Ingi Þór Jónsson, stjórnarmaður hjá Náttúrulækningafélaginu. Erindi þessa efnis er hjá skipulagsyfirvöldum til umfjöllunar með tilliti til breytinga á aðal- og deiliskipulagi og segir Ingi Þór að vonast sé til þess að skýr svör liggi fyrir fljótlega. „Við erum búin að skoða markaðinn og fara mjög vandlega yfir þetta. Hugmyndin snýr að því að vera sem næst náttúrunni og að upplifunin sé vatnið og krafturinn úr jörðinni og náttúran og hreina loftið,“ segir Ingi Þór. Áformað er að byggingin verði 8.500 fermetrar að flatarmáli, 90 herbergi með heilsulind og gróðurhúsum. Markhópurinn yrði fólk á bilinu 30 til 70 ára. Ingi Þór segir að aukin eftirspurn sé eftir heilsuþjónustu, bæði vellíðunar- og lækningaþjónustu, og gert sé ráð fyrir að á næstu árum og áratugum muni sú eftirspurn aukast verulega. „Það eru allt að fimmtán prósent ferðamanna í Evrópu sem eru skilgreind heilsuferðamenn,“ segir Ingi Þór, en einnig sé vaxandi markaður í Bandaríkjunum. Hann segir að inn í áformin spili 60 ára reynsla af rekstri Heilsustofnunar Náttúrulækningafélagsins í endurhæfingu. Heilsustofnunin muni þó starfa áfram með svipuðum hætti og verið hefur. „Við viljum vanda til verka og enn er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um verkið en það skýrist von bráðar,“ segir Ingi. Frekari heilsutengd ferðaþjónusta er ráðgerð í nágrenni Hveragerðis. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að bæjarráð hefði samþykkt beiðni eignarhaldsfélagsins First um forgang að byggingarlóð til byggingar heilsulindar í Ölfusdal. Hugmyndirnar ganga út á byggingu hostels auk fjölbreyttrar aðstöðu fyrir náttúruböð. Undirbúningur er kominn vel á veg, en verkefnið er unnið í samstarfi við EFLU verkfræðistofu og nokkra arkitekta. Hugmyndir First ehf. ganga út á byggingu 65 herbergja hostels auk fjölbreyttrar aðstöðu fyrir náttúruböð. „Á hostelinu verður gisting ódýr og þarna verða baðlón með heitu vatni, leirböð og gufuböð auk aðstöðu fyrir viðeigandi slökunarmeðferðir,“ sagði Ólafur Sigurðsson hjá First ehf. í samtali við Fréttablaðið.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Sjá meira