Segir ekki efnahagslegt svigrúm fyrir kröfur verkalýðsfélaga Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2015 15:02 Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Valli Formaður Samtaka atvinnulífsins segir að ekki sé efnahagslegt svigrúm til að verða eftir kröfum verkalýðsfélaga. Mögulega sé svigrúm fyrir einn tíunda af kröfunum. Þetta sagði Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, í ræðu sinni á ársfundi samtakanna í Hörpu í dag. „Forysta verkalýðsfélaganna stefnir félagsmönnum sínum til verkfalla og telur að þótt kröfurnar fáist samþykktar þá muni það ekki hafa áhrif út fyrir eigin raðir. Kannski telja einhverjir að þetta geti gengið upp hjá fámennum hópum. Að það skiptu engu máli fyrir aðra þótt laun eins hóps hækki hressilega.“ Björgólfur sagði ekkert rými fyrir laumufarþega sem geti rifið sig lausa frá samfélaginu. Allir fylgist með og launahækkun eins hóps leiði óhjákvæmilega til aukinna krafna annarra. „Ég hef áður hvatt til að þess að gætt sé hófs þegar laun stjórnenda fyrirtækja og stjórna þeirra eru ákveðin. Samtök atvinnulífsins hafa markað ákveðna stefnu um launaþróun næstu misserin. Sú stefna á að sjálfsögðu að ná til stjórnenda fyrirtækjanna og stjórna þeirra. Það er ekkert svigrúm nú til að leiðrétta laun þessa hóps frekar en annarra. Þar verða allir að sýna ábyrgð.“ Björgólfur sagði að breyta þyrfti skipulagi vinnumarkaðarins. Að ná þyrfti samkomulagi aðila á almennum og opinberum vinnumarkaði um leikreglur við gerð kjarasamninga og úrræði við að styðja við þær. Hann sagði að kjarasamningar yrðu að byggja á svigrúmi útflutnings- og samkeppnisgreina til launabreytinga og styðja við almenna hagstjórn sem tryggi stöðugleika, lága verðbólgu, hóflega vexti og festu í gengi krónunnar. „Markmiðið verði að tryggja samkeppnishæfni atvinnulífsins, öflugan hagvöxt, fjölgun starfa og betri lífskjör.“Ný leið í samningum „Samtök atvinnulífsins hafa boðið stéttarfélögunum að fara nýja leið í samningunum. Þess verði freistað að hækka grunnlaun en lækka um leið álagsgreiðslur á laun. Breytingarnar geta leitt til minni yfirvinnu og að dagvinnulaun dugi til framfærslu. Þetta gerist þó ekki í einu vetfangi.“ Björgólfur sagði samtökin stolt af árangri í kjarasamningum síðasta árs. Hann sagði að kaupmáttur hafi aldrei aukist jafn mikið á einu ári, verðbólga hafi verið minni um áratugaskeið og stýrivextir hafi lækkað töluvert á sama tíma. Það sýni að hóflegar launahækkanir séu best til þess fallnar að tryggja aukinn kaupmátt, betri lífskjör og bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja í landinu. „Og með þessu hefur nú þegar myndast innistæða fyrir frekari lækkun vaxta, sem mun hverfa eins og dögg fyrir sólu nái kröfur stéttarfélaganna fram að ganga.“ Tengdar fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins 2015 Ársfundur atvinnulífsins 2015 fer fram í Hörpu í dag frá klukkan 14 til 16. 16. apríl 2015 14:30 Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Formaður Samtaka atvinnulífsins segir að ekki sé efnahagslegt svigrúm til að verða eftir kröfum verkalýðsfélaga. Mögulega sé svigrúm fyrir einn tíunda af kröfunum. Þetta sagði Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, í ræðu sinni á ársfundi samtakanna í Hörpu í dag. „Forysta verkalýðsfélaganna stefnir félagsmönnum sínum til verkfalla og telur að þótt kröfurnar fáist samþykktar þá muni það ekki hafa áhrif út fyrir eigin raðir. Kannski telja einhverjir að þetta geti gengið upp hjá fámennum hópum. Að það skiptu engu máli fyrir aðra þótt laun eins hóps hækki hressilega.“ Björgólfur sagði ekkert rými fyrir laumufarþega sem geti rifið sig lausa frá samfélaginu. Allir fylgist með og launahækkun eins hóps leiði óhjákvæmilega til aukinna krafna annarra. „Ég hef áður hvatt til að þess að gætt sé hófs þegar laun stjórnenda fyrirtækja og stjórna þeirra eru ákveðin. Samtök atvinnulífsins hafa markað ákveðna stefnu um launaþróun næstu misserin. Sú stefna á að sjálfsögðu að ná til stjórnenda fyrirtækjanna og stjórna þeirra. Það er ekkert svigrúm nú til að leiðrétta laun þessa hóps frekar en annarra. Þar verða allir að sýna ábyrgð.“ Björgólfur sagði að breyta þyrfti skipulagi vinnumarkaðarins. Að ná þyrfti samkomulagi aðila á almennum og opinberum vinnumarkaði um leikreglur við gerð kjarasamninga og úrræði við að styðja við þær. Hann sagði að kjarasamningar yrðu að byggja á svigrúmi útflutnings- og samkeppnisgreina til launabreytinga og styðja við almenna hagstjórn sem tryggi stöðugleika, lága verðbólgu, hóflega vexti og festu í gengi krónunnar. „Markmiðið verði að tryggja samkeppnishæfni atvinnulífsins, öflugan hagvöxt, fjölgun starfa og betri lífskjör.“Ný leið í samningum „Samtök atvinnulífsins hafa boðið stéttarfélögunum að fara nýja leið í samningunum. Þess verði freistað að hækka grunnlaun en lækka um leið álagsgreiðslur á laun. Breytingarnar geta leitt til minni yfirvinnu og að dagvinnulaun dugi til framfærslu. Þetta gerist þó ekki í einu vetfangi.“ Björgólfur sagði samtökin stolt af árangri í kjarasamningum síðasta árs. Hann sagði að kaupmáttur hafi aldrei aukist jafn mikið á einu ári, verðbólga hafi verið minni um áratugaskeið og stýrivextir hafi lækkað töluvert á sama tíma. Það sýni að hóflegar launahækkanir séu best til þess fallnar að tryggja aukinn kaupmátt, betri lífskjör og bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja í landinu. „Og með þessu hefur nú þegar myndast innistæða fyrir frekari lækkun vaxta, sem mun hverfa eins og dögg fyrir sólu nái kröfur stéttarfélaganna fram að ganga.“
Tengdar fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins 2015 Ársfundur atvinnulífsins 2015 fer fram í Hörpu í dag frá klukkan 14 til 16. 16. apríl 2015 14:30 Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins 2015 Ársfundur atvinnulífsins 2015 fer fram í Hörpu í dag frá klukkan 14 til 16. 16. apríl 2015 14:30
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent