Mad Men ýtti undir sölu fylgihluta Sæunn Gísladóttir skrifar 14. október 2015 09:25 Guðbrandur kaupmaður, verslunarstjóri í Herrafataverszun Kormáks og Skjaldar, segir að upp úr 2009/2009 þegar var mikið períódtímabil í kringum þættina Mad Men fór fólk að kaupa töluvert meira af höttum og axlaböndum. Vísir/Stefán Karlsson Sala á herrafötum og fylgihlutum hefur töluvert sótt í sig veðrið erlendis undanfarin misseri. Svo virðist sem uppsveiflan hafi einnig skilað sér í íslenskar verslanir. Kaupmenn telja Instagram, Twitter og períódþættir meðal þess sem hefur stuðlað að þessari þróun.Mad Men ýtti undir sölu fylgihlutaSkjöldur Sigurjónsson, annar eigandi verslunarinnar Kormáks og Skjaldar, segir að sala fylgihluta hafi aukist að undanförnu, en heildarsala í versluninni hafi verið svipuð undanfarin tvö ár. „Það er alltaf eitthvað. Það var þverslaufuæði um tíma og svo komu sokkar. Menn eru núna meira með töskur en áður. Þeir kaupa sér því vandaðar töskur undir fartölvur og svoleiðis,“ segir Skjöldur. Guðbrandur kaupmaður, verslunarstjóri í versluninni, tekur undir með Skildi og segir að veltan hafi verið sambærileg milli ára. „Það er alltaf einhver smá aukning á hverju ári,“ segir Guðbrandur. „Það var rosaleg aukning hjá okkur ár frá ári frá 2007/8 til 2012. Síðan þá hefur þetta verið eðlilegri aukning og kannski meiri stöðugleiki. Hann segir vera mikla sölu í smávöru. „Þar erum við mjög sterkir líka, sérstaklega með bindi, slaufur, axlabönd, ermahnappa og svoleiðis. Ég held að aukningin í smávöru hafi byrjað svona 2008/9, það var mikið períódtímabil í kringum þættina Mad Men, þá fór fólk að kaupa töluvert meira af höttum og axlaböndum. Það hefur líka verið meira af þemaveislum og öðru, t.d. með Great Gatsby.“Fólk verður oft fyrir áhrifum af bíómyndum Guðbrandur segir að fólk verði oft fyrir áhrifum í sínu daglega lífi frá tímabilum sem kvikmyndir og þættir gerast á. „Það skýrir að miklu leyti aukningu á slaufum, axlaböndum og höttum að fólk sér hvað þetta getur verið flott. Þegar fólk vill dressa sig svolítið flott þá er ekki endilega málið að fá sér heilt dress heldur eru það fylgihlutir sem geta skreytt gamalt dress. Með axlaböndum og hatti geturðu gert mikið fyrir lúkkið,“ segir Guðbrandur. Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar draga tvímælalaust karla að Instagram og aðrir samfélagsmiðlar hafa mikil áhrif á herrafatasölu. 14. október 2015 10:30 Karlar verða brátt jafn mikilvægir neytendur og konur í tískuheiminum Sala á herrafötum og fylgihlutum hefur töluvert sótt í sig veðrið erlendis undanfarin misseri. 14. október 2015 11:00 Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Sala á herrafötum og fylgihlutum hefur töluvert sótt í sig veðrið erlendis undanfarin misseri. Svo virðist sem uppsveiflan hafi einnig skilað sér í íslenskar verslanir. Kaupmenn telja Instagram, Twitter og períódþættir meðal þess sem hefur stuðlað að þessari þróun.Mad Men ýtti undir sölu fylgihlutaSkjöldur Sigurjónsson, annar eigandi verslunarinnar Kormáks og Skjaldar, segir að sala fylgihluta hafi aukist að undanförnu, en heildarsala í versluninni hafi verið svipuð undanfarin tvö ár. „Það er alltaf eitthvað. Það var þverslaufuæði um tíma og svo komu sokkar. Menn eru núna meira með töskur en áður. Þeir kaupa sér því vandaðar töskur undir fartölvur og svoleiðis,“ segir Skjöldur. Guðbrandur kaupmaður, verslunarstjóri í versluninni, tekur undir með Skildi og segir að veltan hafi verið sambærileg milli ára. „Það er alltaf einhver smá aukning á hverju ári,“ segir Guðbrandur. „Það var rosaleg aukning hjá okkur ár frá ári frá 2007/8 til 2012. Síðan þá hefur þetta verið eðlilegri aukning og kannski meiri stöðugleiki. Hann segir vera mikla sölu í smávöru. „Þar erum við mjög sterkir líka, sérstaklega með bindi, slaufur, axlabönd, ermahnappa og svoleiðis. Ég held að aukningin í smávöru hafi byrjað svona 2008/9, það var mikið períódtímabil í kringum þættina Mad Men, þá fór fólk að kaupa töluvert meira af höttum og axlaböndum. Það hefur líka verið meira af þemaveislum og öðru, t.d. með Great Gatsby.“Fólk verður oft fyrir áhrifum af bíómyndum Guðbrandur segir að fólk verði oft fyrir áhrifum í sínu daglega lífi frá tímabilum sem kvikmyndir og þættir gerast á. „Það skýrir að miklu leyti aukningu á slaufum, axlaböndum og höttum að fólk sér hvað þetta getur verið flott. Þegar fólk vill dressa sig svolítið flott þá er ekki endilega málið að fá sér heilt dress heldur eru það fylgihlutir sem geta skreytt gamalt dress. Með axlaböndum og hatti geturðu gert mikið fyrir lúkkið,“ segir Guðbrandur.
Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar draga tvímælalaust karla að Instagram og aðrir samfélagsmiðlar hafa mikil áhrif á herrafatasölu. 14. október 2015 10:30 Karlar verða brátt jafn mikilvægir neytendur og konur í tískuheiminum Sala á herrafötum og fylgihlutum hefur töluvert sótt í sig veðrið erlendis undanfarin misseri. 14. október 2015 11:00 Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Samfélagsmiðlar draga tvímælalaust karla að Instagram og aðrir samfélagsmiðlar hafa mikil áhrif á herrafatasölu. 14. október 2015 10:30
Karlar verða brátt jafn mikilvægir neytendur og konur í tískuheiminum Sala á herrafötum og fylgihlutum hefur töluvert sótt í sig veðrið erlendis undanfarin misseri. 14. október 2015 11:00